Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tómar ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins – „Mér líður hörmulega“

Rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins eru nú tóm­ar eft­ir að starfs­fólki var til­kynnt í morg­un að út­gáfu blaðs­ins væri hætt. Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins seg­ir stöð­una áfall fyr­ir ís­lenska fjöl­miðla­sögu og áfall fyr­ir lýð­ræð­ið í land­inu. Sam­hliða því að út­gáfu­fé­lag­ið Torg fer í þrot flyst DV.is í Hlíða­smára.

Tómar ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins – „Mér líður hörmulega“
Enginn á skrifstofunni Það var tómlegt um að litast á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins um hádegisbil eftir að starfsfólkið var farið heim. Hátt í hundrað manns misstu vinnuna hjá útgáfufélaginu Torgi í dag. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Mér líður hörmulega og hugur minn er fyrst og fremst hjá elskulegu samstarfsfólki mínu sem er að missa vinnuna í dag,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins sem var lagt niður í dag eftir 22 ára útgáfu. 

Blaðamaður Heimildarinnar náði tali af Sigmundi Erni þegar hann var að yfirgefa húsakynni Fréttablaðsins nú rétt í þessu en nánast allir starfsmenn voru farnir úr höfuðstöðvum Torgs ehf. utan starfsfólk DV.is. Það var þungt yfir Sigmundi Erni.

„Þetta er líka áfall fyrir lýðræðið í landinu og enn meira áfall fyrir fjölmiðlasögu landsmanna sem er snauðari fyrir vikið. En það er þverpólitísk sátt í landinu um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisrekinn. Aðrir mega eiga sig, og fyrir vikið mun þeim fækka enn frekar,” segir hann.

Áfall fyrir lýðræðiðSigmundur Ernir Rúnarsson við lyftuna í húsakynnum Torgs, á leiðinni heim.

Útgáfufélagið Torg ehf. tilkynnti í morgun að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt og útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar stöðvaðar. Þar kom einnig fram að DV.is og hringbraut.is sem einnig heyrðu undir Torg hefðu verið færð yfir í félagið Fjölmiðlatorg ehf.  og upplýsingamiðlinum Iceland Magazine yrði hleypt af stokkunum undir því félagi.

Ýmsir starfsmenn sem voru að kveðja tóku með sér eigur sínar af skrifstofunni en Sigmundur Ernir segist þurfa að koma aftur eftir helgi „og hirða allt mitt hafurtask. Svo fer maður bara heim að skrifa bækur. Hér eru allir á leiðinni heim. Starfi Fréttablaðsins og Hringbrautar er lokið. DV heldur blessunarlega áfram en þar starfa 12 manns. Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í dag,“ segir hann.

Hof­garðar ehf., félag í eigu Helga Magn­ús­son­ar, keypti DV.is, hringbraut.is og Iceland Magazine á 420 milljónir úr þrotabúi Torgs og færði undir Fjölmiðlatorg. Helgi tilkynnti þetta á fundi með starfsfólki í morgun.

Skrifstofur DV.is verða um helgina færðar frá Hafnartorgi yfir í Hlíðasmára í Kópavogi.

Er enn að melta stöðunaBjörn Þorfinnsson, ritstjóri DV.is, segist vera í áfalli með vinum sínum og samstarfsfólki á Torgi.

Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, er einnig þungbúinn. „Við erum í mjög miklu áfalli með vinum okkar og samstarfsfélögum. Þetta eru líka rosalegar breytingar fyrir DV. Við erum að fara úr um hundrað manna vinnustað sem við höfum deilt með Fréttablaðinu og Hringbraut yfir í að vera rétt yfir einum tug á nýjum stað. Helgin fer bara í að melta þetta,“ segir hann.

Einar Þór Sigurðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu og fyrrverandi aðstoðarritstjóri DV, færir sig yfir á DV.is við breytingarnar.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár