Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tómar ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins – „Mér líður hörmulega“

Rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur Frétta­blaðs­ins eru nú tóm­ar eft­ir að starfs­fólki var til­kynnt í morg­un að út­gáfu blaðs­ins væri hætt. Rit­stjóri Frétta­blaðs­ins seg­ir stöð­una áfall fyr­ir ís­lenska fjöl­miðla­sögu og áfall fyr­ir lýð­ræð­ið í land­inu. Sam­hliða því að út­gáfu­fé­lag­ið Torg fer í þrot flyst DV.is í Hlíða­smára.

Tómar ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins – „Mér líður hörmulega“
Enginn á skrifstofunni Það var tómlegt um að litast á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins um hádegisbil eftir að starfsfólkið var farið heim. Hátt í hundrað manns misstu vinnuna hjá útgáfufélaginu Torgi í dag. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Mér líður hörmulega og hugur minn er fyrst og fremst hjá elskulegu samstarfsfólki mínu sem er að missa vinnuna í dag,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins sem var lagt niður í dag eftir 22 ára útgáfu. 

Blaðamaður Heimildarinnar náði tali af Sigmundi Erni þegar hann var að yfirgefa húsakynni Fréttablaðsins nú rétt í þessu en nánast allir starfsmenn voru farnir úr höfuðstöðvum Torgs ehf. utan starfsfólk DV.is. Það var þungt yfir Sigmundi Erni.

„Þetta er líka áfall fyrir lýðræðið í landinu og enn meira áfall fyrir fjölmiðlasögu landsmanna sem er snauðari fyrir vikið. En það er þverpólitísk sátt í landinu um að hlúa að einum fjölmiðli sem er ríkisrekinn. Aðrir mega eiga sig, og fyrir vikið mun þeim fækka enn frekar,” segir hann.

Áfall fyrir lýðræðiðSigmundur Ernir Rúnarsson við lyftuna í húsakynnum Torgs, á leiðinni heim.

Útgáfufélagið Torg ehf. tilkynnti í morgun að útgáfu Fréttablaðsins hefði verið hætt og útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar stöðvaðar. Þar kom einnig fram að DV.is og hringbraut.is sem einnig heyrðu undir Torg hefðu verið færð yfir í félagið Fjölmiðlatorg ehf.  og upplýsingamiðlinum Iceland Magazine yrði hleypt af stokkunum undir því félagi.

Ýmsir starfsmenn sem voru að kveðja tóku með sér eigur sínar af skrifstofunni en Sigmundur Ernir segist þurfa að koma aftur eftir helgi „og hirða allt mitt hafurtask. Svo fer maður bara heim að skrifa bækur. Hér eru allir á leiðinni heim. Starfi Fréttablaðsins og Hringbrautar er lokið. DV heldur blessunarlega áfram en þar starfa 12 manns. Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í dag,“ segir hann.

Hof­garðar ehf., félag í eigu Helga Magn­ús­son­ar, keypti DV.is, hringbraut.is og Iceland Magazine á 420 milljónir úr þrotabúi Torgs og færði undir Fjölmiðlatorg. Helgi tilkynnti þetta á fundi með starfsfólki í morgun.

Skrifstofur DV.is verða um helgina færðar frá Hafnartorgi yfir í Hlíðasmára í Kópavogi.

Er enn að melta stöðunaBjörn Þorfinnsson, ritstjóri DV.is, segist vera í áfalli með vinum sínum og samstarfsfólki á Torgi.

Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, er einnig þungbúinn. „Við erum í mjög miklu áfalli með vinum okkar og samstarfsfélögum. Þetta eru líka rosalegar breytingar fyrir DV. Við erum að fara úr um hundrað manna vinnustað sem við höfum deilt með Fréttablaðinu og Hringbraut yfir í að vera rétt yfir einum tug á nýjum stað. Helgin fer bara í að melta þetta,“ segir hann.

Einar Þór Sigurðsson, blaðamaður á Fréttablaðinu og fyrrverandi aðstoðarritstjóri DV, færir sig yfir á DV.is við breytingarnar.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár