Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum

Rekst­ur DV.is og tengdra vef­miðla, hring­braut.is og Ice­land Magaz­ine hafa ver­ið færð­ir yf­ir í fé­lag­ið Fjöl­miðla­torg­ið ehf. Stjórn­end­ur Torgs segja að mark­að­ur­inn hafi ekki haft nægj­an­lega trú á nýju út­gáfu­fyr­ir­komu­lagi Frétta­blaðs­ins.

Fréttablaðið hættir að koma út og Hringbraut hættir útsendingum

Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar hafa verið stöðvaðar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar útgáfufélagsins Torgs ehf., sem hefur gefið út Fréttablaðið og haldið úti Hringbraut. 

Í tilkynningunni segir: „Á­stæður þess að rekstur Frétta­blaðsins gengur ekki upp eru marg­vís­legar. Að hluta til er um ó­heppni að ræða og að hluta er um að ræða ó­við­ráðan­lega þróun þar sem út­gáfa fjöl­miðla á pappír hefur látið hratt undan síga víða um heim, ekki síður en hér á landi. Staf­rænir fjöl­miðlar eru smám saman að taka yfir. Þá er rekstrar­um­hverfi einka­rekinna miðla á Ís­landi ó­boð­legt. Ekki er um annað að ræða en að horfast í augu við þessar stað­reyndir. Allir ráðnir starfs­menn Torgs fengu greidd laun í dag.“

Kórónuveirufaraldurinn hafi komið illa við rekstur Fréttablaðsins og leitt af sér tapresktur. Stjórnendur hafi metið sem svo að um tímabundinn vanda væri að ræða en veirutímabilið hafi orðið lengra en ætlað var. Þegar því hafi lokið hafi brotist út stríð i Úkraínu sem hafi leitt til aukins kostnaðar á mikilvægum aðföngum. „Sam­hliða þessu varð æ ljósara að frídreifing Frétta­blaðsins inn á heimili væri of kostnaðar­söm og fengi ekki staðist til fram­búðar. Þess vegna var gerð sú til­raun að dreifa blaðinu á fjöl­farna staði, svo sem í stór­markaði, þjónustu­stöðvar olíu­fé­laga og verslana­mið­stöðvar, þar sem mikill fjöldi fólks á leið um. Þessi dreifing hefur tekist mjög vel en markaðurinn virðist ekki hafa haft næga trú á þessu fyrir­komu­lagi. Því verður ekki vikist undan því að láta staðar numið. Sam­hliða þessu verður út­sendingum sjón­varps­stöðvarinnar Hring­brautar hætt.“

Stjórnendurnir segjast í yfirlýsingunni hins vegar hafa fulla trú á rekstri DV.is og tengdra miðla, vef­miðlinum hring­braut.is, en starf­semi þessara miðla verður haldið á­fram auk þess sem upp­lýsinga­miðlinum Iceland Magazine verði hleypt af stokkunum bráð­lega.

Fréttablaðið kom fyrst út fyrir næstum 22 árum síðan og hefur verið á meðal fyrirferðamestu einkafjölmiðla landsins alla tíð. Í yfirlýsingunni segir að margir hafi spáð því um árabil reksturinn myndi ekki ganga upp vegna þróunar í fjöl­miðlun þar sem vef­miðlar væru að taka yfir og eins vegna þess ill­víga rekstrar­um­hverfis sem einka­reknum fjöl­miðlum er búið á Ís­landi. „Um ára­bil og reyndar í ára­tugi hafa stjórn­mála­menn og stjórn­mála­flokkar heitið því að færa fjöl­miðla­markaðinn yfir í sann­gjarnt og eðli­legt horf með því að taka Ríkis­út­varpið af aug­lýsinga­markaði eins og tíðkast í ná­granna­löndum og þykir sjálf­sagt fyrir­komu­lag. Öll slík fyrir­heit hafa verið svikin og ekkert bendir til að breyting verði á. Ríkis­út­varpið fær sex milljarða króna af skatt­peningum lands­manna í sinn hlut á hverju ári, auk þess sem honum líðst að soga til sín aug­lýsinga­fé í um­tals­verðum mæli í sam­keppni við einka­reknu miðlana. Að auki hefur vaxandi hluti aug­lýsinga­fjár ratað til er­lendra sam­fé­lags­miðla og streymis­veitna án þess að þeir inn­heimti virðis­auka­skatt af þeirri starf­semi sinni eða standa skil á sköttum og gjöldum í ríkis­sjóð eins og keppi­nautum þeirra er skylt. Þetta skekkir sam­keppnis­stöðuna veru­lega án þess að stjórn­völd hafi séð á­stæður til að grípa inn í. Vitan­lega er mjög dapur­leg niður­staða sem hér er kynnt. En stjórn­endur út­gáfunnar hafa sannar­lega leitað allra leiða til að finna henni við­unandi rekstrar­grund­völl til fram­tíðar, en án árangurs. Stjórn fé­lagsins harmar þessi mála­lok og þakkar þeim fjöl­mörgu starfs­mönnum sem lagt hafa dag við nótt að treysta stoðir rekstrarins undan­farið og óskar þeim vel­farnaðar.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér finnst það ábyrgðarhluti að taka RÚV út af auglýsingamarkaði. Hér í Þýskalandi eru opinberir fjölmiðlar á auglýsingamarkaði þó eru takmarkanir t. d. eru engar almennar auglýsingar eftir kl 20 og þættir eru ekki rofnir til að skjóta inn auglýsingum. Opinberir fjölmiðlar eru lífsnauðsynlegir í fámennu samfélagi eins og Íslandi vegna þess að þeir eru bundnir við óháðan og alhliða fréttaflutning. Til þess þarf fé mikið fé. Opinberir fjölmiðlar mega ekki vera leiðinlegir og þurrir þá verða þeir ekki nógu aðlaðandi til að gegna hlutverki sínu. Auglýsingar í vissum mæli eru æskilegar þær lífga upp á dagskrána.
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Ekki dugir að kenna RUF um. Málið er að ríkisútvarpið og sjónvarp var fyrir á markaði og almenningur hefur aldrei getað treyst m.a. fréttaflutningi einkarekinna fjölmiðla í eigu ýmissa hagsmuna aðila. Hagsmunagæsla þessara fjölmiðla hefur alltaf verið ansi áberandi
    Síðast í kjarabaráttu Eflingar svo eitthvað sé nefnt
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
6
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár