Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni“

Dóms­mála­ráð­herra gaf í skyn úr ræðu­stól Al­þing­is í dag að þing­menn þægju gjaf­ir frá nýj­um Ís­lend­ing­um sem hlot­ið hefðu rík­is­borg­ara­rétt frá Al­þingi. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir ráð­herr­ann að hon­um þyki „leitt að ég hafi ekki orð­að þann hluta ræðu minn­ar nægi­lega skýrt.“

„Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni“
Ráðherra Jón Gunnarsson lét umdeild ummæli, sem hann sagði byggja á orðrómi, falla á þingi í dag. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook í dag að það hafi ekki hvarflað að honum að ásaka neinn þingmann um að hafa þegið mútur og að honum þyki „leitt að ég hafi ekki orðað þann hluta ræðu minnar nægilega skýrt. Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni.“

Ráðherrann gaf í skyn úr ræðustól Alþingis í dag að þingmenn þægju gjafir frá nýjum Íslendingum sem hlotið hefðu ríkisborgararétt frá Alþingi. Hann fleytti með orðum sínum áfram dylgjum sem settar hafa verið fram, sér í lagi um tvo tiltekna stjórnarandstöðuþingmenn sem á árum áður störfuðu sem lögmenn, m.a. við réttargæslu einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Orðrétt sagði Jón, í umræðum um fundarstjórn forseta:

„Hitt er svo hvernig staðið hefur verið að ríkisborgararéttarveitingu hér á Alþingi, það held ég að sé tilefni til þess að skoða, virðulegur forseti, og það má líka skoða það, t.a.m. í nefndinni sem um þetta fjallaði, hver eru möguleg tengsl fólks við það fólk sem hefur verið veittur ríkisborgararéttur. Var mögulegt að einhverjir hefðu komið að borðinu áður með atvinnu eða vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu ríkisborgararéttar, hafa mönnum borist einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að hafa veitt ríkisborgararétt. Þetta eru kannski atriði sem, virðulegur forseti, væri ástæða til að fá til skoðunar hjá nefndinni og fá svör við því hvort einhver orðrómur um slíkt eigi við rök að styðjast.“

Samkvæmt 103. grein almennra hegningarlaga liggur allt að tveggja ára fangelsi við því að taka við, fara fram á að fá eða láta lofa sér „fé eða öðrum hagnaði til þess að greiða atkvæði á ákveðinn hátt eða til þess að greiða ekki atkvæði.“

Í yfirlýsingunni sem Jón birti í kvöld segir hann að það hafi ekki verið rétt hjá sér að vitna til orðróms sem hafi verið í gangi. Hann hafi enda ekki lagt slíkt í vana sinn. „Í ræðu minni á þingi vísaði ég til þess orðróms sem hefur verið á kreiki um að tiltekinn þingmaður hafi greitt atkvæði um umsóknir um ríkisborgararétt handa einstaklingum sem hann hafði sinnt hagsmunagæslu fyrir. Þá hafi þingmaður hugsanlega í einhverju tilviki þegið þakklætisvott fyrir aðkomu sína að afgreiðslu mála. Í ræðu minni ávarpaði ég þennan orðróm og kallaði eftir því hann yrði skoðaður enda um alvarlegt mál að ræða ef rétt reynist. Það hvarflaði hins vegar ekki að mér að ásaka neinn um að hafa þegið mútur og mér þykir leitt að ég hafi ekki orðað þann hluta ræðu minnar nægilega skýrt. Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni.“

Gagnrýndur harðlega

Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýndu ummæli Jóns harðlega á þingi í dag. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, var þar á meðal og sagði að henni væri „mjög brugðið“ við ummæli dómsmálaráðherra, sem væntanlega hefðu beinst að nefndinni allri, eða ef til vill bara að þeim sem hefðu starfað með erlendu fólki. Hún er þar á meðal.

„Hvert erum við komin herra forseti þegar við þurfum að sitja undir þessum róg hér, frá hæstvirtum ráðherrum og þingmönnum? Að við séum með einhver annarleg sjónarmið uppi þegar við erum að afgreiða hér lög. Margur heldur mig sig. Þetta er slíkur viðbjóður, ég er orðin svo leið á þessu, svo leið á þessum róg frá þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins að ég óska eftir því að herra forseti grípi inn í þegar þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni. Þetta er orðið alveg passlegt,“ sagði Helga Vala. 

Er Helga Vala gekk úr ræðustól, framhjá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, heyrðist hún á útsendingu Alþingis segja: „Reyndu að hafa stjórn á þessu liði“.

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði orð dómsmálaráðherra viðurstyggileg og að mörgu leyti ekki svaraverð.

„Mér hins vegar finnst rétt að koma hérna og bera af mér sakir. Ég hef aldrei þegið mútur fyrir það að veita fólki ríkisborgararétt með frá Alþingi, aldrei, og myndi aldrei gera. Málflutningur hæstvirts dómsmálaráðherra þykir mér sýna hversu slæman málstað hann hefur að verja, þegar hann sér ástæðu til að leggjast svona lágt,“ sagði Arndís Anna.

Jón fékk líka skammir frá stjórnarþingmanni. Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði „óboðlegt að fá slík orð frá hæstvirtum dómsmálaráðherra eins og hér voru látin falla“ en Jódís situr í undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar sem fjallar um umsóknir til Alþingis um ríkisborgararétt og sagði nefndarmenn þar sinna því starfi af heilindum. 

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Held að Vellýgni Bjarni þurfi að taka niður um þeim Jón og rassskella hann. Gengur ekki að hann fari fram úr Vellýgna Bjarna í ósannsögli!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár