Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lét að því liggja að þingmenn þiggi gjafir fyrir að veita ríkisborgararétt

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra lét þau orð falla á Al­þingi í dag að hann teldi til­efni til að skoða það í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hvort þing­menn í nefnd­inni hefðu tengsl við eða þeg­ið gjaf­ir frá því fólki sem feng­ið hef­ur rík­is­borg­ara­rétt með lög­um frá Al­þingi. Í kjöl­far­ið steig hver þing­mað­ur­inn á fæt­ur öðr­um í pontu til að bera af sér sak­ir og dóms­mála­ráð­herr­ann var sak­að­ur um dylgj­ur, at­vinnuróg og slúð­ur úr ræðu­stól.

Lét að því liggja að þingmenn þiggi gjafir fyrir að veita ríkisborgararétt
Dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var hvattur til þess að biðjast afsökunar á orðum sínum. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Þingmenn sem sitja í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis báru í dag af sér sakir á Alþingi, einn af öðrum, í kjölfar þess að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra steig í ræðustól og sagði að ástæða væri til að skoða hvort nefndarmenn hefðu fengið einhvern sérstakan þakklættisvott frá þeim sem hafa fengið ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi.

Dómsmálaráðherra gaf þannig í skyn, úr ræðustól Alþingis, að þingmenn þægju gjafir frá nýjum Íslendingum sem hlotið hefðu ríkisborgararétt frá Alþingi. Ráðherrann fleytti með orðum sínum áfram dylgjum sem settar hafa verið fram, sér í lagi um tvo tiltekna stjórnarandstöðuþingmenn sem á árum áður störfuðu sem lögmenn, m.a. við réttargæslu einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi.

Orðrétt sagði Jón, í umræðum um fundarstjórn forseta:

„Hitt er svo hvernig staðið hefur verið að ríkisborgararéttarveitingu hér á Alþingi, það held ég að sé tilefni til þess að skoða, virðulegur forseti, og það má líka skoða það, t.a.m. í nefndinni sem um þetta fjallaði, hver eru möguleg tengsl fólks við það fólk sem hefur verið veittur ríkisborgararéttur. Var mögulegt að einhverjir hefðu komið að borðinu áður með atvinnu eða vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu ríkisborgararéttar, hafa mönnum borist einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að hafa veitt ríkisborgararétt. Þetta eru kannski atriði sem, virðulegur forseti, væri ástæða til að fá til skoðunar hjá nefndinni og fá svör við því hvort einhver orðrómur um slíkt eigi við rök að styðjast.“

Slúður og lygi endurtekin úr ræðustól Alþingis

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar steig í ræðustól á eftir Jóni og spurði hvernig Birgir Ármannsson forseti Alþingi gæti látið það viðgangast að dómsmálaráðherra setti fram „atvinnuróg og dylgjur“ um þingmenn í allsherjar- og menntamálanefnd. 

„[Hann] endurtekur slúðrið og lygina eins langt og hún nær og eins lengi og hann getur í þeirri von að kjósendur trúi því. Lægra er ekki hægt að leggjast hér á hinu háa Alþingi, hæstvirtur forseti, og forseti lætur það viðgangast að hæstvirtur dómsmálaráðherra rægi háttvirta þingmenn úr ræðustól Alþingis,“ sagði Þórunn.

Birgir Ármannsson þingforseti sagði að vegna ummæla sem hefðu fallið vildi hann taka fram að þingmenn og ráðherrar þyrftu að gæta orða sinna í umræðum einstaka menn og „fara varlega í ummælum sínum í tengslum við þetta mál og önnur“.

Það sem var til umræðu í þinginu áður en umræðurnar fóru að snúast um þessi orð dómsmálaráðherra var minnisblað sem stjórnarandstöðuþingmenn segja sýna skýrt fram á að ákvörðun dómsmálaráðherra um að veita Alþingi ekki gögn sem varða veitingu ríkisborgararéttar hafi brotið í bága við þingskaparlög. 

Grípi til ásakana um mútur þegar hann mæti mótspyrnu

Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar sagðist ekki hafa ætlað að blanda sér í umræðuna, en gæti ekki setið á sér. „Það er verið að saka meðal annars mig um að það sé verið að bera á okkur mútur fyrir að veita fólki ríkisborgarararétt. Hvað er í gangi hérna? Ég lærði það í barnaskóla, kannski fyrr, að það væri eitthvað til sem héti þrískipting valds, en það er eins og ráðherrar í ríkisstjórn Íslands geti bara gleypt þetta allt saman. Svo þegar þeir mæta einhverri mótspyrnu hér þá ætla þeir að fara að saka okkur um einhverjar mútur, hvað er í gangi hér?“ sagði Guðbrandur. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar var næst til þess að stíga í pontu og sagði að henni væri „mjög brugðið“ við ummæli dómsmálaráðherra, sem væntanlega hefðu beinst að nefndinni allri, eða ef til vill bara að þeim sem hefðu starfað með erlendu fólki.

„Reyndu að hafa stjórn á þessu liði“
Helga Vala Helgadóttir
Orð hennar beindust væntanlega að formanni Sjálfstæðisflokksins.

„Hvert erum við komin herra forseti þegar við þurfum að sitja undir þessum róg hér, frá hæstvirtum ráðherrum og þingmönnum? Að við séum með einhver annarleg sjónarmið uppi þegar við erum að afgreiða hér lög. Margur heldur mig sig. Þetta er slíkur viðbjóður, ég er orðin svo leið á þessu, svo leið á þessum róg frá þingmönnum og ráðherrum Sjálfstæðisflokksins að ég óska eftir því að herra forseti grípi inn í þegar þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni. Þetta er orðið alveg passlegt,“ sagði Helga Vala. 

Er Helga Vala gekk úr ræðustól, framhjá Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, heyrðist hún á útsendingu Alþingis segja: „Reyndu að hafa stjórn á þessu liði“.

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata sagði orð dómsmálaráðherra viðurstyggileg og að mörgu leyti ekki svaraverð.

„Mér hins vegar finnst rétt að koma hérna og bera af mér sakir. Ég hef aldrei þegið mútur fyrir það að veita fólki ríkisborgararétt með frá Alþingi, aldrei, og myndi aldrei gera. Málflutningur hæstvirts dómsmálaráðherra þykir mér sýna hversu slæman málstað hann hefur að verja, þegar hann sér ástæðu til að leggjast svona lágt,“ sagði Arndís Anna.

„Ég hef aldrei þegið mútur fyrir það að veita fólki ríkisborgararétt með frá Alþingi, aldrei, og myndi aldrei gera“
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna sagði „óboðlegt að fá slík orð frá hæstvirtum dómsmálaráðherra eins og hér voru látin falla“ en Jódís situr í undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar sem fjallar um umsóknir til Alþingis um ríkisborgararétt og sagði nefndarmenn þar sinna því starfi af heilindum. 

Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagði að stórmannlegt væri af dómsmálaráðherra að koma aftur í ræðustól og draga ummæli sín til baka. „Þessar dylgjur sem hér fóru fram eiga ekki að heyrast hér í ræðustól Alþingis og svona á raunar ekki nokkur einasti maður að tala, það á enginn að dylgja með þessum hætti um samstarfsmenn sína,“ sagði Sigmar.

Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins taldi einnig tilefni til að bera af sér sakir og sagði að framkoma dómsmálaráðherra í málinu hefði þyngt vinnu nefndarinnar mikið. 

Færi vel á því að það yrði svanasöngur ráðherrans að biðjast afsökunar

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar kvaddi sér einnig hljóðs í umræðunni og minntist á að samkvæmt siðareglum Alþingis væri þingmönnum óheimilt að kasta rýrð á Alþingi eða störf þess.

„Ég held ég hafi aldrei séð neinn hæstvirtan ráðherra kasta jafn mikilli rýrð á Alþingi eins og h.v. ráðherra gerði hér áðan þar sem hann kom fram með mjög ógeðfelldar aðdróttanir í raun um refsivert athæfi. Þar var hann ekki bara að vega að þingmönnum og þeim sem standa í þessu vandasama ferli sem veiting ríkisborgararéttar er, heldur líka óbeint að öllu því ágæta fólki sem hefur einmitt hlotið ríkisborgararétt eftir það ferli sem hefur farið fram hér á Alþingi. Ég held að það færi nú vel á því að h.v. dómsmálaráðherra bæðist afsökunar á þessum orðum sínum og gerði það jafnvel bara að sínum svanasöng í embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Jóhann Páll.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Svo ráðherrann ásakar þingmenn um að þyggja mútur.... og kemst upp með það ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
7
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
10
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
7
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár