Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvað finnst þér um gervigreind?

Veg­far­end­ur lýsa því sem kem­ur upp í hug­ann þeg­ar minnst er á gervi­greind og svara því hvort raun­veru­leg ógn stafi af henni.

Hvað finnst þér um gervigreind?
1. Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir orðið gervigreind?
2. Finnst þér stafa einhver ógn af gervigreind?
3. Hefur þú prófað spjallmennið GPT?
4. Heldur þú að gervigreind muni taka störf af fólki?
5. Hvaða störf heldur þú að gervigreind taki yfir fyrst?

Lárus Elvar Jóhannesson gluggaþvottamaður

1. Róbótar eða eitthvað.

2. Kannski af einhverjum stríðstólum. Það geta verið drónar með gervigreind

sem einhver sendir á einhvern stað og þeir sjá um þetta, skjóta allt sem er

merkt.

3.  Nei, ég veit ekki alveg hvað það er. 

4.   Kannski einföld störf, ekki gluggaþvott. 

5. Það fækkar örugglega eitthvað í fiskvinnslu. Ég held að það sé nú þegar farið að gerast, sérstaklega hjá fólki sem snyrtir fiskinn. Ég held að róbótar sjái um það núorðið. 


Olga listakona 

1. Róbótar allt um kring. 

2. Bara ef gervigreind tekur yfir ákveðin störf. Nú er til dæmis vinsælt á Instagram að panta listaverk búið til af gervigreind og þau eru í alvöru mjög flott. Svo listamenn geta misst störf. 

3. Nei, ég veit ekki einu sinni almennilega hvað þetta er. Ég sá eitthvert viðtal um þetta þar sem tveir þekktir blaðamenn voru að spyrja hvor annan spurninga sem gervigreind hafði búið til fyrir þá. Ég hef aldrei prófað þetta en ég hef hitt vélmennahund sem vinir mínir bjuggu til og hann var svo sætur. Þeir vilja þróa hann þannig að hann geti leitað að fólki í rústum, til dæmis ef það verður jarðskjálfti. Hann hreyfir sig á mjög krúttlegan hátt og þegar hann hreyfir sig á ákveðinn hátt, til dæmis þegar hann dettur, upplifi ég hann sem alvöru hund og hef samúð með honum. 


Oddný Jóhannsdóttir sölumaður

1. Mér finnst þetta eitthvað pínu óhugnanlegt, kannski af því að ég veit ekkert um þetta. 

2. Ég hef ekki sett mig almennilega inn í þetta. Mér finnst þetta svo fjarlægt. 

3.  Nei. 

4. Já, ég held það. Kannski er það einmitt það sem veldur manni óhug, að vita að hún gæti tekið störf af fólki. 

5. Einhver tæknistörf kannski. 


Jón Gestur, starfsmaður Landsbankans 

1. Tölva sem lærir það sem fyrir hana er lagt.  

2. Nei nei, þú tekur bara rafhlöðuna út og málið er dautt. 

3. Nei, en hef heyrt eitthvað um það. 

4. Nei, eitthvað kannski, en ekki mikið. 

5.  Ég veit það ekki. Hef ekkert pælt í því. 


Eva Rut Halldórsdóttir

1. Tölvur. 

2. Já, alveg smá. Ef þær verða gáfaðri en við. Hver veit hvað þær gætu gert ef þær yrðu gáfaðri en við? Það verður bara að koma í ljós.

3.  Nei, reyndar ekki.

4. Já, ég held að það gæti alveg verið. 

5. Ég veit það ekki, kannski eitthvað tölvutengt. 


Róbert Vogt bílstjóri

1. Þetta er alls staðar í kringum okkur, alls konar gervigreind. Þetta er orðið í svo mörgum þáttum án þess að við gerum okkur grein fyrir því. 

2. Nei, það hlýtur alltaf að vera hugur mannsins sem er að baki, sem stjórnar þessu. Verðum við ekki að trúa því. Það er ekkert Star Wars í nánd. 

3. Nei, ekki prófað það. Já, ég hef séð eitthvað um þetta. Mér finnst þetta sniðugt.

4. Það gæti gert það, er það ekki farið að gera það nú þegar? Í símsvörun og ýmislegt. 

Veit það ekki, bara veit það ekki.


Ríkharður Leó Ólafsson og Gunnlaugur Freyr Baldursson

1. R: Ég er ekki viss. G: Bara eitthvað gervi. 

2. R: Nei, eiginlega ekki. Bara ef það verður of háþróað, ef það verður til í alvörunni og fer að stjórna öllu.

3. R: Já, ég hef notað það til að búa til kóða og búið til vefsíðu. Það er mjög gaman og gerir allt mjög létt. 

4. R: Ég er hundrað prósent viss um að hún verði notuð í skólum. Kannski verða kennararnir fjarlægðir. G: Jess! R: Og við fáum bara róbóta í staðinn fyrir kennara. 


Piotr Regall, starfsmaður Reykjavíkurborgar

1. Ég sá kvikmynd um gervigreind fyrir mörgum árum síðan. Ég held að þetta verði allt í lagi, þetta er náttúrlega mjög nýtt núna. Kannski verður fullt af róbótum og kannski munu þeir hjálpa til en ekki alls staðar.

2. Mögulega. Við vitum ekki alveg hvernig þessir róbótar virka og þeir eru komnir á sjónarsviðið um allan heim. Ég er ekki beint hræddur en við þurfum samt að vanda okkur varðandi þá. 

3. Nei. 

4. Já, það gæti gerst og það gæti orðið mjög slæmt. Ég held að fólk hræðist það alveg raunverulega.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár