Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvað finnst þér um gervigreind?

Veg­far­end­ur lýsa því sem kem­ur upp í hug­ann þeg­ar minnst er á gervi­greind og svara því hvort raun­veru­leg ógn stafi af henni.

Hvað finnst þér um gervigreind?
1. Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir orðið gervigreind?
2. Finnst þér stafa einhver ógn af gervigreind?
3. Hefur þú prófað spjallmennið GPT?
4. Heldur þú að gervigreind muni taka störf af fólki?
5. Hvaða störf heldur þú að gervigreind taki yfir fyrst?

Lárus Elvar Jóhannesson gluggaþvottamaður

1. Róbótar eða eitthvað.

2. Kannski af einhverjum stríðstólum. Það geta verið drónar með gervigreind

sem einhver sendir á einhvern stað og þeir sjá um þetta, skjóta allt sem er

merkt.

3.  Nei, ég veit ekki alveg hvað það er. 

4.   Kannski einföld störf, ekki gluggaþvott. 

5. Það fækkar örugglega eitthvað í fiskvinnslu. Ég held að það sé nú þegar farið að gerast, sérstaklega hjá fólki sem snyrtir fiskinn. Ég held að róbótar sjái um það núorðið. 


Olga listakona 

1. Róbótar allt um kring. 

2. Bara ef gervigreind tekur yfir ákveðin störf. Nú er til dæmis vinsælt á Instagram að panta listaverk búið til af gervigreind og þau eru í alvöru mjög flott. Svo listamenn geta misst störf. 

3. Nei, ég veit ekki einu sinni almennilega hvað þetta er. Ég sá eitthvert viðtal um þetta þar sem tveir þekktir blaðamenn voru að spyrja hvor annan spurninga sem gervigreind hafði búið til fyrir þá. Ég hef aldrei prófað þetta en ég hef hitt vélmennahund sem vinir mínir bjuggu til og hann var svo sætur. Þeir vilja þróa hann þannig að hann geti leitað að fólki í rústum, til dæmis ef það verður jarðskjálfti. Hann hreyfir sig á mjög krúttlegan hátt og þegar hann hreyfir sig á ákveðinn hátt, til dæmis þegar hann dettur, upplifi ég hann sem alvöru hund og hef samúð með honum. 


Oddný Jóhannsdóttir sölumaður

1. Mér finnst þetta eitthvað pínu óhugnanlegt, kannski af því að ég veit ekkert um þetta. 

2. Ég hef ekki sett mig almennilega inn í þetta. Mér finnst þetta svo fjarlægt. 

3.  Nei. 

4. Já, ég held það. Kannski er það einmitt það sem veldur manni óhug, að vita að hún gæti tekið störf af fólki. 

5. Einhver tæknistörf kannski. 


Jón Gestur, starfsmaður Landsbankans 

1. Tölva sem lærir það sem fyrir hana er lagt.  

2. Nei nei, þú tekur bara rafhlöðuna út og málið er dautt. 

3. Nei, en hef heyrt eitthvað um það. 

4. Nei, eitthvað kannski, en ekki mikið. 

5.  Ég veit það ekki. Hef ekkert pælt í því. 


Eva Rut Halldórsdóttir

1. Tölvur. 

2. Já, alveg smá. Ef þær verða gáfaðri en við. Hver veit hvað þær gætu gert ef þær yrðu gáfaðri en við? Það verður bara að koma í ljós.

3.  Nei, reyndar ekki.

4. Já, ég held að það gæti alveg verið. 

5. Ég veit það ekki, kannski eitthvað tölvutengt. 


Róbert Vogt bílstjóri

1. Þetta er alls staðar í kringum okkur, alls konar gervigreind. Þetta er orðið í svo mörgum þáttum án þess að við gerum okkur grein fyrir því. 

2. Nei, það hlýtur alltaf að vera hugur mannsins sem er að baki, sem stjórnar þessu. Verðum við ekki að trúa því. Það er ekkert Star Wars í nánd. 

3. Nei, ekki prófað það. Já, ég hef séð eitthvað um þetta. Mér finnst þetta sniðugt.

4. Það gæti gert það, er það ekki farið að gera það nú þegar? Í símsvörun og ýmislegt. 

Veit það ekki, bara veit það ekki.


Ríkharður Leó Ólafsson og Gunnlaugur Freyr Baldursson

1. R: Ég er ekki viss. G: Bara eitthvað gervi. 

2. R: Nei, eiginlega ekki. Bara ef það verður of háþróað, ef það verður til í alvörunni og fer að stjórna öllu.

3. R: Já, ég hef notað það til að búa til kóða og búið til vefsíðu. Það er mjög gaman og gerir allt mjög létt. 

4. R: Ég er hundrað prósent viss um að hún verði notuð í skólum. Kannski verða kennararnir fjarlægðir. G: Jess! R: Og við fáum bara róbóta í staðinn fyrir kennara. 


Piotr Regall, starfsmaður Reykjavíkurborgar

1. Ég sá kvikmynd um gervigreind fyrir mörgum árum síðan. Ég held að þetta verði allt í lagi, þetta er náttúrlega mjög nýtt núna. Kannski verður fullt af róbótum og kannski munu þeir hjálpa til en ekki alls staðar.

2. Mögulega. Við vitum ekki alveg hvernig þessir róbótar virka og þeir eru komnir á sjónarsviðið um allan heim. Ég er ekki beint hræddur en við þurfum samt að vanda okkur varðandi þá. 

3. Nei. 

4. Já, það gæti gerst og það gæti orðið mjög slæmt. Ég held að fólk hræðist það alveg raunverulega.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár