Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sársauki flókinnar arfleifðar

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir rýn­ir í sýn­ing­una Að rekja brot í Gerð­arsafni.

Sársauki flókinnar arfleifðar
Myndlist

Að rekja brot

Gefðu umsögn

Hvað köllum við norræna myndlist? Og hvaða merkingu hefur þjóðerni myndlistarfólks á tímum fólksflutninga, fjölmenningar og flókinnar arfleifðar? Þessar spurningar koma upp í hugann þegar gengið er í gegnum sýninguna Að rekja brot  í Gerðarsafni í Kópavogi. Nöfn myndlistarfólksins eru ónorræn og við fyrstu sýn er aðeins hægt að tengja nafn sýningarstjórans, Daríu Sól Andrews, við Ísland. Þegar betur er að gáð eiga tveir aðrir íslenskir listamenn aðkomu að sýningunni, Kathy Clark og Hugo Llanes. Þau eru kannski ekki með íslensk vegabréf en Kathy hefur starfað lengi hér á landi og Hugo lærði myndlist við Listaháskóla Íslands og hefur látið að sér kveða í íslensku listalífi. Kathy er bandarísk en á rætur að rekja til Kóreu og Japan en Hugo er frá Mexíkó. Sasha Huber og Abdullah Qureshi koma frá Finnlandi, en eiga rætur að rekja til Sviss og Haítí annars vegar og Lahore hins vegar. Frida Orupabo er fædd í Noregi en á rætur að rekja til Nígeríu. Inuuteq Storch er frá Grænlandi en býr einnig í Kaupmannahöfn. Öll eiga þau það sameiginlegt að fjalla um uppruna sinn og áhrif hans á stöðu sína í heiminum.

„Sprellikarlar“ og brostin hjörtu

Frida Orupabo notar fundnar svart-hvítar ljósmyndir í verk sín, sem hún stækkar upp, klippir út og setur saman með pappírsfestingum þannig að þær minna á sprellikarla. Viðfangsefnið sjálft er ekkert sprell heldur vísar í þær skrípamyndir sem dregnar hafa verið upp af fólki af afrískum uppruna í vestrænum samfélögum. Samsetningin myndanna gefur verkum eins og A Warm Meal (2021) og Leda and the Swan (2021) torkennilegt og framandi yfirbragð sem er um leið óþægilega kunnuglegt og krefur áhorfandann til að horfast í augu við arfleifð nýlendutímans.  

Sasha Huber tekst einnig á við ofbeldi fortíðarinnar og áhrif þess á samtímann í sínum verkum, en hún notar hefti og heftibyssur til að draga upp myndir af ofbeldi í fortíð og nútíð og móta áferð í þrívíðum verkum unnin í tré. Í This is America II (2022) hefur Sasha teiknað hjarta á hvíta bómull sem hefur verið strekkt á skothelt vesti til að minnast Ahmaud „Maud“ Arbery, sem var skotinn til bana þegar hann var úti að hlaupa í hvítum stuttermabol. Það er auðvelt að tengja viðfangsefnið málefnum sem alltof oft rata í fréttir, en það sama á ekki við um hollenska tréklossa sem hafa verið þaktir heftum og virðast ósköp sakleysislegir þar sem þeir standa á stöpli sýningarrýmisins. Undirliggjandi merking verksins afhjúpast í titlinum Free Zwarte Piet (2019) eða Frelsum Svarta Pétur, hörundsdökkan aðstoðarmann – og þræl –hollenska jólasveinsins Sinterklaas. Í verkum Sasha takast á áferðarfalleg ásýnd málmgljáandi heftisins og tilfinning fyrir ofbeldi sem verður nánast líkamlega áþreifanleg þegar verkin eru skoðuð í návígi.

Klisjur og sjálfsemd

Verk Inuuteq Storch og Adullah Qureshi eru unnin í hefðbundnari miðla, sem eru ljósmyndir og málverk. Inuuteq sýnir hversdagslífið á Grænlandi í ljósmyndaröðinni  Keepers of the Ocean (2022) en allar ljósmyndirnar eru teknar eins og skyndimyndir. Myndefnið er hvorki uppstillt né fegrað heldur látlaust um leið og myndirnar bera vitni um næmt auga ljósmyndarans. Allt myndefni hefur sama vægi í meðförum Inuuteq hvort sem það er skellinaðra og þvottasnúrur sem birgja sýn út á sjó, samskipti hunds og manns, snæviþaktir smábátar, vinnufatnaður á snaga, maður að skríða í gegnum rör, sundferð á sólardegi eða par í faðmlögum uppi í sófa. Í verkunum afbyggir Inuuteq allar mögulegar og ómögulegar klisjur um Grænland og Grænlendinga með því að sýna okkur lífið í nútímanum eins og hann sér það.

Málverk Adullah unnin í akrýl og indverskt blek, fela í sér annars konar afbyggingu sem snýr að staðalímyndum karlmennskunnar í múslimskri menningu og áhrif hennar á hugmyndir annarra menningarheima um múslimska karlmenn. Málverkin Chris I (2022) og Would you like to join me in the Sauna? (2022) sýna og ýja að því sem ekki má sjást eða segja frá, en samkynhneigðir múslimskir karlmenn eru krafðir um að lýsa þegar þeir leita skjóls á Vesturlöndum. Adullah tekst á heillandi hátt á við togstreituna milli feluleiks og frelsis með framsetningu á forboðnu myndefni sem vegur salt á milli sýnileika og ósýnileika, afhjúpunar og hulu.

Persónulegar minningar

Hugo Llanes leikur einnig með mörk hins fígúratífa og abstrakt en á allt annan hátt í myndbandsinnsetningunni  Dulce como amargo: De la Vera Cruz (2023) eða Sætt sem beiskt: frá Vera Cruz.  Eldur á ökrum og svífandi öskufall í húsagarði sem fellur yfir líkama listamannsins eins og svartur snjór hefur dáleiðandi aðdráttarafl. Eldurinn gæti minnt á trúarlega athöfn, merkjasendingar eða slys tengt þurrki en er í raun aðferð notuð við ræktun sykurreyrs í Mexíkó. Ræktunaraðferðin sem hefur mengandi áhrif á allt umhverfið er arfleifð frá nýlendutímanum og þannig táknræn fyrir áhrif nýlendustefnunnar á lönd Rómönsku Ameríku.

Önnur innsetning á sýningunni er verk Kathy Clark, My Mother and the Market in Ikwakuni, Japan (2023), sem byggir á minningum móður listakonunnar sem var stödd á markaði í Hiroshima þegar kjarnorkusprengjan féll á borgina. Tilefnið orkar sterkt á áhorfandann og þá ekki síst sú staðreynd að móðirin, sem er kóresk að uppruna, hélt þessari reynslu leyndri fyrir dætrum sínum, sem eru aldar upp í Bandaríkjunum, áratugum saman. Þetta kemur fram í hljóðupptöku af frásögn móðurinnar og systur listakonunnar sem fylgir verkinu. Innsetningin er sett upp eins og hvíthreinsaður minjagripamarkaður með bakherbergi sem athvarf minninga um alla þá sem létu lífið í sprengingunni. Hún er einnig hús minninga sýningargesta sem er boðið að taka þátt í verkinu og minnast horfinna ástvina. Verkið vekur spurningar um kúgun og skömm um leið og það býður heilun.

Hlutverk sýningarstjórans

Sýningin Að rekja brot  er hugarfóstur sýningarstjórans Daríu Sól Andrews sem er íslensk-bandarísk og menntuð í sýningargerð frá Stokkhólmi. Með vali sínu á verkum og listamönnum varpar hún fram spurningum um samfélagslega knýjandi málefni er snúa að uppgjöri við arfleifð nýlendustefnunnar og áhrif hennar á einstaklinga og samfélög í samtímanum. Daríu Sól hefur tekist einstaklega vel upp með val á verkum og listamönnum sem þrátt fyrir að vera ólík að formi og gerð búa yfir sameiginlegu leiðarstefi. Vandað er til uppsetningar á verkunum, sem fá svigrúm í rýminu og áhorfandinn andrými til að meðtaka þau hvert fyrir sig sem og erindi hvers listamanns. Að rekja brot er fengur inn í flóru myndlistarsýninga á Íslandi, bæði vegna inntaks verkanna, og gæða þeirra og vel heppnaðrar uppsetningar.


Listamenn: Kathy Clark, Sasha Huber, Hugo Llanes, Frida Orupabo, Inuuteq Storch, Abdullah Qureshi
Sýningarstjórn: Daría Sól Andrews
Sýningarstaður: Gerðarsafn, Kópavogi
Sýningartímabil: 2. febrúar – 21. maí 2023
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
3
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
6
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Bjarni segir þetta ár það sterkasta í íslenskri efnahagssögu
8
Fréttir

Bjarni seg­ir þetta ár það sterk­asta í ís­lenskri efna­hags­sögu

„Þetta er sterk­asta ár Ís­lands í efna­hags­sög­unni,“ full­yrti Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, á Al­þingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar, bað ráð­herra að „girða sig í brók“, skoða stóru mynd­ina og taka ut­an um alla hópa, ekki bara sína eig­in.
Grátrana sást á Vestfjörðum
10
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár