Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Aðalsteinn hélt eldræðu á landsfundi - „Mér er algjörlega misboðið“

Að­al­steinn Bald­urs­son verka­lýðs­forkólf­ur hélt ræðu á lands­þingi Vinstri grænna í dag þar sem hann skaut föst­um skot­um að for­ystu Efl­ing­ar og for­dæmdi þá hat­ursorð­ræðu sem hef­ur grass­er­að inn­an verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar sem og í stjórn­mál­un­um. „Oft­ar en ekki, eru þetta að­il­ar sem standa ut­an stétt­ar­fé­laga eða eru óvirk­ir fé­lags­menn. Menn sem vilja ala á óein­ingu inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar og fá sem flest læk á sín­ar færsl­ur fyr­ir róg­burð og ærumeið­ing­ar,“ sagði hann.

Aðalsteinn hélt eldræðu á landsfundi - „Mér er algjörlega misboðið“
Frá landsþingi Vinstri grænna Aðalsteinn Baldursson segist ætla öllum þeim sem gefa kost á sér til forystustarfa í verkalýðshreyfingunni hafi hjartað á réttum stað til að berjast fyrir bættum kjörum verkafólks - „ekki bara formanni Eflingar“. Mynd: Steinþór Rafn Matthíasson

„Ég skal fúslega viðurkenna að mér er algjörlega misboðið, ekki síst út af orðræðunni og netníðingum sem svífast einskis í umræðunni um verkalýðsmál,“ sagði Aðalsteinn Baldursson, stjórnarmaður hjá Starfsgreinasambandi Íslands og formaður Framsýnar, á landsfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. „Það er ný upplifun og vægast sagt óhugguleg við kjarasamningagerð hérlendis að hatursorðræða í samfélaginu leiði til þess að setja þurfi upp öryggisgæslu í húsnæði ríkissáttasemjara,“ sagði hann og vísaði þeirrar stöðu sem upp var komin þegar ríkissáttasemjari steig inn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.

Aðalsteinn hélt gestaerindið „Verkalýðshreyfing á krossgötum“ á landsfundinum í dag. Þar sagði hann þessa hatursorðræðu reyndar ekki einskorðaða við verkalýðshreyfinguna og stofnanir ríkisins. „Meinið þrífst víða í samfélaginu og er eitt stærsta mein okkar samtíma,“ sagði hann og vakti athygli á því að þingsályktunartillaga Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns Vinstri grænna, sem fjallar um aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu sé til umræðu á þinginu um þessar mundir. Katrín fjallaði einnig um þessa aðgerðaáætlun í setningarræðu sinni í gær þar sem hún sagði hatursorðræðu vera ofbeldi sem eigi ekki að líðast. 

„Vissulega getur verið þægilegt fyrir þannig þenkjandi einstaklinga að sitja heima við lyklaborðið í misgóðu ástandi“

„Oftar en ekki, eru þetta aðilar sem standa utan stéttarfélaga eða eru óvirkir félagsmenn. Menn sem vilja ala á óeiningu innan hreyfingarinnar og fá sem flest læk á sínar færslur fyrir rógburð og ærumeiðingar. Þannig er takmarkinu náð,“ sagði Aðalsteinn, og hélt áfram: „Vissulega getur verið þægilegt fyrir þannig þenkjandi einstaklinga að sitja heima við lyklaborðið í misgóðu ástandi og skrifa óhróður um menn og málefni, oft af mikilli vanþekkingu. Við í verkalýðshreyfingunni höfum þurft að taka þessa umræðu á kassann,“ sagði hann. 

Óeining og klofningur

Aðalsteinn sagðist ekki sjá fyrir endann á þeirri baráttu sem eigi sér stað innan verkalýðshreyfingarinnar. Hann benti á að þing Alþýðusambands Íslands sé framundan en því hafi verið frestað vegna óeiningar og klofnings á reglulegu þingi þess í október í fyrra. Þá hafi verið ákveðið að boða til framhaldsþings í apríl og ljúka þingstörfum. 

Hann sagðist þar reikna með krefjandi þingi enda ASÍ fjöldahreyfing ólíkra hópa með ólíkar skoðanir. „Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins. Samfélagið okkar byggir á lýðræðislegri þátttöku og því að allir eigi rétt á að segja sína skoðun. Ég kalla hins vegar eftir því að menn séu málefnalegir í sínum málflutningi í stað þess að stunda orðræðu sem á ekki að viðgangast í samskiptum siðaðra manna,“ sagði hann og vísaði þar til hatursorðræðunnar.  

Aðalsteinn sagðist frá blautu barnsbeini hafa hafa helgað sig verkalýðs- og jafnréttisbaráttu þeirra sem minna mega sín „og kem frá alþýðuheimili þar sem allir dagar voru baráttudagar, ekki bara 1. maí. Lífið snerist um að hafa í sig og á. Móðir mín fór fyrst upp á morgnana og lagðist síðust til hvílu á kvöldin eftir langa viðveru, vann ólaunaða vinnu, heimilisstörf, og kom að uppeldi tíu barna, það er eigin barna og fósturbarna. Þá var ekki farið að tala um vinnutímastyttingu eða ellefu tíma hvíld á sólarhring,“ sagði hann. 

Faðir hans hafi síðan alla tíð stundað almenna verkamannavinnu og með samtakamætti hafi foreldrum hans tekist að halda heimilinu gangandi.  Þau hafi bæði verið mikið baráttufólk með sterkar skoðanir og hann sagðist sannfærður um að þessi uppvaxtartími hafi mótað hann til framtíðar og hafi orðið til þess að hann helgaði sig kjarabaráttu verkafólks. 

„Af hverju nefni ég þetta sérstaklega hér? Jú, vegna þess að ég ætla öllum þeim sem gefa kost á sér til forystustarfa í verkalýðshreyfingunni að hafa hjartað á réttum stað til að berjast fyrir bættum kjörum verkafólks, ekki bara formanni Eflingar. Við erum flest sprottin úr sama jarðvegi,“ sagði hann. 

Afvegaleiðing umræðunnar

Réttlætiskenndin hafi oft komið upp í huga hans síðustu mánuði í tengslum við þá kjarasamninga sem voru undirritaður í desember eftir margra mánaða samningaviðræður við Samtök atvinnulífsins. „Hurðum var skellt og það var barið í borðið áður en skrifað var undir samninginn. Samningagerðin gekk ekki hávaðalaust fyrir sig,“ sagði hann. Áður en skrifað var undir skammtíma kjarasamning hafi aðildarfélög SGS fundað með félögum og mótað sameiginlega kröfugerð þar sem línurnar voru lagðar fyrir viðræðurnar, og hafi þúsundir félagsmanna komið að þeirri vinnu. 

Aðalsteinn Baldursson, stjórnarmaður í Starfsgreinasambandinu og formaður Framsýnar

„Í upphafi var ljóst að Efling hugði ekki á samleið með öðrum aðildarfélögum innan SGS. Efling hafnaði samstöðunni, svo það sé á hreinu. Þrátt fyrir það, er með miklum ólíkindum að félaginu skyldi takast að afvegaleiða umræðuna. 

Efling sakaði önnur aðildarfélög SGS um að hafa skilið þau eftir og samið í fljótfærni. Takið eftir, samningaviðræðurnar voru búnar að standa yfir í marga mánuði áður en skrifað var undir samninginn í byrjun desember. Það sem verra er, Efling ályktaði gegn samningi SGS til að koma í veg fyrir samþykkt hans meðal félagsmanna. Svona vinnubrögð eru fáheyrð, sem betur fer,“ sagði Aðalsteinn. 

Rof á trúnaði 

Hann rifjaði upp að á meðan kjaraviðræðunum stóð hafi formaður SGS upplýst forsvarsmenn Eflingar í trúnaði um gang viðræðnanna enda hafi hann lagt mikið upp úr því að eiga gott samstarf við Eflingu, auk þess sem hann biðlaði til Eflingar um að vera samferða í þeirri vinnu. 

„Það fór ekki betur en svo, að öllum trúnaðarupplýsingunum var lekið í fjölmiðla á mjög viðkvæmum tíma, að því er virðist til þess eins að eyðileggja fyrir samningsaðilum. Í kjölfarið hóf félagið jafnframt kostnaðarsama auglýsingaherferð um skaðsemi samnings SGS gagnvart félagsmönnum Eflingar, á mjög svo hæpnum forsendum,” sagði hann. 

„Þetta er að sjálfsögðu ekki í lagi, svo ekki sé talað um Eflingarleiðina sem byggir á því að útrýma láglaunastöfunum í Reykjavík og flytja þau hreppaflutningum út á landsbyggðina. Takið eftir, þetta er ekki yfirlýsing frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins eða annara hægrimanna. Þetta er stefna stéttarfélags sem valdi að fara með félagsmenn í verkfall til að knýja á um, að þessi krafa næði fram að ganga,” sagði Aðalsteinn. 

Hann greindi frá því að láglaunakona af landsbyggðinni hafi líkt þessum kröfum við það að verkalýðshreyfingin gerði kröfu um að karlar hefðu ávallt hærri laun en konur fyrir sömu störf. 

„Hugsanlega er illa komið, þegar ég er orðinn sammála talsmanni Samtaka atvinnulífsins”

„Hugsanlega er illa komið, þegar ég er orðinn sammála talsmanni Samtaka atvinnulífsins, sem sagði það myndi aldrei gerast á sinni vakt að verkafólki yrði mismunað í launum eftir búsetu fyrir sömu störf. Í sama streng tók okkar ágæti forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir og fleiri málsmetandi aðilar,” sagði Aðalsteinn. 

Blóðbragð á tönnum

Framhaldið sé þekkt, að kjarasamningur milli aðila vinnumarkamarðarins hafi verið samþykktur í atkvæðagreiðslu með um 85% atkvæða og sömuleiðis miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara í deilu Eflingar og SA.

„Það ætti ekki að þurfa að koma neinum á óvart að aðildarfélög SGS voru ekki reiðubúin að lýsa yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu Eflingar sem byggði á því að gera lítið úr viðhorfum og kjarabaráttu annarra aðildarfélaga sambandsins,” sagði Aðalsteinn. Nú haldi baráttan áfram og framundan og framundan séu krefjandi samningaviðræður við SA enda samningar lausir í byrjun næsta árs. Að því borði þurfi stjórnvöld að koma sem og aðrir hagsmunaaðilar. 

„Með blóðbragð á tönnunum gleðjast nú þingmenn Sjálfstæðis- flokksins yfir óförum verkalýðs- hreyfingarinnar”

„Með blóðbragð á tönnunum gleðjast nú þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfir óförum verkalýðshreyfingarinnar verandi flutningsmenn að frumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði, sem er gróf aðför að tilverurétti stéttarfélaga á Íslandi. Væri því ágæta fólki ekki nær að beita sér fyrir því að samfélagið allt fengi að njóta afrakstrar auðlinda sem nýttar eru til tekjuöflunar í atvinnuskyni, sagði Aðalsteinn og sagðist treysta því að Vinstri græn muni aldrei láta viðgangast að slíkt frumvarp fái framgang. 

Því næst lýsti hann yfir eindregnum stuðningi við Vinstri græn og sagðist treysta þeim best til að vinna með verkalýðshreyfingunni því Katrín, formaður Vinstri grænna, sé að hans mati lang öflugasti stjórnmálamaður landsins. 

Þá sagði hann verkefni verkalýðshreyfingarinnar á þessum tímum óþrjótandi. „Okkur ber því að nota næstu vikur og mánuði til að ná sáttum þannig að hreyfingin standi undir nafni sem málsvari þeirra 130 þúsund meðlima sem mynda Alþýðusamband Íslands.  Almennir félagsmenn aðildarfélaga sambandsins hafa stigið fram og kallað eftir sátt í verkalýðshreyfingunni þar sem núverandi ástand sé óviðunandi með öllu. Eðlilega, þar sem fórnarlömb innbyrðis átaka innan okkar raða er láglaunafólk,” sagði Aðalsteinn. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (19)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Á. skrifaði
    Aðalsteinn er góður maður og stóð lengi með Eflingu en svo snarsnerist hann. Hann virðist greina stöðuna rangt, virðist vera blindur fyrir hagsmunum þeirra lægst launuðu, en hér setur hann verulega niður, talandi um "hatursorðræðu" þar sem um er að ræða hagsmunaátök, og sver síðan hollustu við VG sem hefur algerlega sýnt krystaltært að er gegn hagsmunum láglaunafólks. Maður sem ser svona blindur og gerir svona mistök, á ekkert erindi í forystu stéttafélaga, alveg sama þó hann sé með hjartað á réttum stað og góður maður.
    0
  • Jack Danielsson skrifaði
    Þarna setur Aðalsteinn verulega mikið niður, gjaldfellir sjálfan sig niður úr gólfinu og ræðst á þá sem raunverulega berjast fyrir betri kjörum hinn lægst launuðu, gengur til liðs við auðvaldið og pótintáta þess með veru sinni í VG.
    Það hljómuðu stöðugt fyrir eyrum mér orð Katrínar Jakobs úr eldræðu hennar í september 2017 þegar hún sagði; "Það að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlæti er það sama og að neita þeim um réttlæti".
    Tveimur mánuðum seinna þegar hún var orðin forsætisráðherra og búin að koma Bjarna Ben kyrfilega fyrir í fjármálaráðaneytinu þá neitaði hún fátækasta fólkinu um þetta boðaða réttlæti sem hún áður hafði hamrað á og enn, sex árum síðar biður fátækasta fólkið eftir þessu réttlæti Katrínar sem hún hefur neitað því um.
    Þetta á líka við um þá sem eru á lægstu launum í landinu því Katrín hefur líka svikið það þessi sex ár í embætti og stígur þessi Aðalsteinn í pontu hjá VG til að þyrla grjóti úr glerhúsi forréttindafólksins.
    Stundum ættu þessir forkólfar verkalýðsfélagana að taka niður flokksgleraugun, forréttindagleraugun og slaka á í hrokanum áður ein þeir stíga á stokk til þess eins að gera sjálfa sig að slíkum fíflum að allt hugsandi fólk missir alla virðingu fyrir þeim.
    En sumum finnst kanski skítur bæði bragðgóður og nærandi....
    4
  • Konráð Gíslason skrifaði
    Æj æj ... einn fúll yfir því hvað hann og aðrir ,,verkalýðsforingjar" koma illa út í vegna kjaradeilu Eflingar og SA! Sólveig Anna lét þetta lið líta verulega illa út! Núna þýðir ekkert fyrir Aðalstein og annað lið að mjálma og samþykkja athugasemdalaust sem kemur frá SAí næstu kjarabaráttu!
    4
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Það kostar klof að ríða röftum eins og fyrrum tengdafaðir minn sagði mér oft.

    Aðrir kjósa sér að fara hina þægilegu leið brauðmolana sem í boði eru.

    Ekki átti ég von á því að hinn geðprúði formaður Framsýnar, Aðalsteinn færi að kasta grjóti út úr glerhúsi. En hann kaus að þiggja þetta tækifæri sem landsfundir VG bauð honum og nota það til hatursorðræðu sem var sérstakalega beint að fyrrverandi félaga í VG sem ekki var til staðar og gat því ekki tekið til varnar.

    Ég vil bara að minna á þá staðreynd, að samtök atvinnurekenda hlusta ekkert á veik bankhljóð er hafa enga vigt. Það er staðreynd sem kemur í ljós í næstu lotu samninga ef Efling er ekki með í lífskjarabaráttunni.

    En það eru sumir eins og ég sem eru uppaldir í verkalýðshreyfingunni og formlega komninn á vettvang eins landsfundar 1964, þá 19 ára. Ég tel mig þekkja innviði ASÍ nokkuð vel er tæplega hafa breyst neitt verulega hin síðari árin.

    Því miður er ekki allt til eftirbreytni sem þar er ákvarðað og gert. Flokkadrættir þar á bæ er daglegt brauð og tekist er á um flest málefni sem máli skipta. Það sama má segja um öll önnur sambönd verkalýðsfélaga.

    Þessa bresti nota mótherjar verkalýðshreyfingarinnar sér óspart og hafa komið sér upp málaliðum innan hreyfingarinnar er halda uppi reglulegu sambandi við sína menn. En almenn samtaða verður auðvitað að snúast eitthvað sem er bitastætt sem er ákvarðað af félögum verkalýðsfélaganna.

    En ef það er klofningur innan SGS finnst mér hann fyrst koma alvarlega fram á landsfundi SGS, 25. mars 2022 þegar formanni Eflingar er úthýst úr stjórn sambandsins og þeim fulltrúum sem félagið vildi hafa á formlegum vettvangi SGS. Það er segja formanni og völdum þess félags innan SGS sem er um 45% félagsfólks.

    Þar var greinilega einhver flokkspólitísk ólykt sem réði för hjá SGS. En bara að það áréttað að Efling er í sjálfu sér ekkert háð SGS þegar kemur að kjarabaráttu og hefur þegar sýnt það með frábærum árangri.

    Rétt er að minnast á þá staðreynd, að gerð var vönduð könnun meðal félagsfólks Eflingar um hvað skuli leggja áherslu á, í kjarasamningum sem til stóð að að gera fyrir áramótin. Könnunin tafði aðeins framlagðar tillögur að bættum kjörum Eflingar fólks.

    Vissulega tóku þær ekki mið af sambræðingi forystufólks annarra félaga innan SGS er lyktaði af flokkspólitískri pest. Þar sem SGS vildi ekki gera þær kröfur Eflingar að sínum eða taka undir þær í verki var út um allt samstarf. Það gefur auga leið.

    Því samninganefnd Eflingar var auðvitað bundið af vilja síns félagsfólks. Getur verið að félög innan SGS þekki ekki slík vinnubrögð og þar með sjónarmið síns félagsfólks? Því miður óttast ég að svo sé.

    Þótt ég sé nær áttræður og sitji oft viðlyklaborðið á eftirlaunum. Læt fara frá mér eitt og annað, þekki ekki það baktjaldamakk sem fer fram þessa daga á vettvangi hreyfingar-innar. Þá hef ég litið svo á að svonefnd forysta SGS hafi svikið Eflingu og segi þá skoðun mína hiklaust.

    Bara koma því til skila, að þetta fólk er var kosið á landsfundi SGS 25. mars sl. Er ekki raunverulegt forystufólk SGS á meðan margkosin forysta Eflingar er þar ekki meðal forystfólks

    En þetta hefur vissulega verið skemmtilegt boð er Aðalsteinn þáði, hjá flokki sem ekki getur talist vera verkalýðsflokkur.
    6
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Og hverju hefur það skilað,vesalings ódámurinn þinn? Þið þarna vinir Garðabæjar eruð mestu ódámar í pólitík síðan land byggðist. Þið komið ykkur inn í hlýjuna og ljúgi hverju sem er eftir það. Síðan ég fór að vinna hefur atvinnurekendur alltaf fengið í skjóli valdhafa að halda 10 til 15% launþega á launum sem ekki duga fyrir nauðþurftum. ÉG er komin á þá skoðun að valdhafar hverju sinni telji það þjóðhagslega hagkvæmt og þess vegna sé brugðist illa við hverjum þeim sem ruggar bátnum. MEGI VG deyja Drottni sínum sem er auðvitað Djöfullinn sjálfur
    1
  • Sigurður Einarsson skrifaði
    Langt síðan ég hef verið svona mikið sammála Aðalsteini.
    -4
  • Oj barasta, hvað þetta er ómerkilegur náungi. Verum Grænir fólkið fyrir norðan ætlaði sér að hefja leit og borun eftir olíu, hérna um árið. Ég spyr, hvað varð um þetta græna í flokknum, hvert fór Vinstrið ? Var því kannski úthýst af delum eins og honum Aðalsteini ? Eftir situr lítill skrítinn framsóknarflokkur þar sem formaðurinn notar helst tíma sinn við glæpasagnaskrif og að koma fram í þættinum hans Gísla.
    Endilega haldið áfram á sömu braut.
    Best að hætta þessu nöldri og ganga út í sólskinið.
    0
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Þarf Alli ekki að fara að fá sé frí,vel launað starf fyrir erlendan auðhring sem flitur hagnaðin úr landi þá getur hann alveg gleimt lá launa konunum úr Eflingu.
    4
  • Sigurlína Ólafsdóttir skrifaði
    Mikið stendur hún sig vel Sólveig Anna Jónsdótti Aðalsteinn.
    10
  • Sigurður Einarsson skrifaði
    Góð ræða hjá Kúta. Sammála flestu.
    -8
  • Kári Jónsson skrifaði
    Með þetta viðhorf í nestisboxinu mun HBÞ komast upp með að gera aftur grín að SGS-forystunni og skjalla þeirrar samningarnefnd fyrst að borðinu það tókst ljómandi vel síðast
    7
  • Reynir Bödvarsson skrifaði
    VG er ekki flokkur þeirra lægst launuðu.
    12
  • Siggi Rey skrifaði
    Einn sem ekki getur dulið hatur sitt á Sólveigu Önnu enda mun hann aldrei komast þar sem hún hefur hælana! Þessi Aðalsteinn er haldinn skítlegu eðli og ræðst að minnimáttar.. Verkalýðsforkólfur, öllu má nú nafn gefa! Kannski er hann fúll, svekktur og sár yfir hruni flokksins! Húrra fyrir því!
    5
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Verkalýðsforingjar eiga ekki að vera virkir í starfsemi stjórnmálaflokka. Slíkt hefur ekki gefist vel.
    6
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Það er gott að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.
    8
  • Jónsson Höskuldur skrifaði
    MIKIÐ DJ----- LEGST ALLI LÁGT AÐ KENNA EFLINGU, EÐA ÞEIM LÆGSTLAUNUÐU UM ÓEINIGU INNAN VERKALÍSBARÁTTUNAR ALLI LÍTU ÞÉR NÆR ÁÐUR EN ÞU KASTAR SKLEGGJUM TIL AÐ FRÍJA ÞIG ÁBIRGÐ .
    ÁLIT ÞITT AÐ ÞEIM HÁRBRÚÐA FORINGJA SA ER TIL VITNIDS UM FYRIR HVERN ÞÚ VINNUR OG LÍLKA DEKUR ÞITT VIÐ MENTASPÍRURNR Í VG
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár