Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni

Syk­ur­sýk­is­lyf­ið Ozempic sem fram­leitt er af dönsku lyfja­fyr­ir­tæki hef­ur not­ið mik­illa vin­sælda á sam­fé­lag­miðl­um síð­ustu mán­uði. Sala á lyf­inu jókst um 80% á einu ári eft­ir að not­end­ur deildu reynslu­sög­um sín­um af því hvernig hægt væri að nota Ozempic í megr­un­ar­skyni.

Notendur samfélagsmiðla hvattir til að nota sykursýkislyf í megrunarskyni

Á síðasta ári spruttu fram myndbönd á samfélagsmiðlunum TikTok, Instagram og Youtube þar sem notendur, í miklu mæli konur, deildu því hvernig þær losuðu sig við aukakíló á skömmum tíma með notkun Ozempic. 

Lyfið Ozempic inniheldur semaglútíð sem seinkar því að maginn tæmist og ýtir undir seddutilfinningu. Fyrirtækið sem framleiðir Ozempic er danskt og ber heitið Novo Nordisk. Auk Ozempic framleiðir Novo Nordisk líka Wegovy, Saxenda og Rybelsus. Öll eiga lyfin það sameiginlegt að stuðla að þyngdartapi sjúklinga sem þjást af sykursýki og offitu. 

Sérfræðingar gagnrýna notkun Ozempic í megrunarskyni. Gréta Jakobsdóttir, lektor í heilsueflingu við Háskóla Íslands og næringarfræðingur hjá Minni bestu heilsu segir í samtali við Heimildina „það er alls ekki ráðlagt að vera að taka lyfið í megrunarskyni ef þú ert ekki kominn með sjúkdóminn offitu og kannski aðra undirliggjandi fylgikvilla.“

Á aðeins einu ári jukust verðmæti hlutabréfa í Novo Nordisk um 40% samkvæmt Economist. Vegna vinsælda lyfjanna hafa sjúklingar í Bandaríkjunum lent í erfiðleikum með að nálgast þau í apótekum. Inntaka lyfsins Ozempic hefur aukist á Íslandi samhliða vinsældum þess erlendis.

Novo Nordisk bannað í Bretlandi

Í fyrra seldi Novo Nordisk lyfið Ozempic fyrir 60 milljarða bandaríkjadala en salan jókst um ríflega 80% á aðeins einu ári. Markaðsvirði Novo Nordisk er 317 milljarðar bandaríkjadala (45.000 milljarðar íslenskra króna). Það nær tvöfaldaðist milli áranna 2020 og 2022. Fyrirtækið er metið sem 22 verðmætasta fyrirtæki heims

Novo Nordisk stendur nú fyrir rannsóknum sem er ætlað að leiða í ljós hvort hægt sé að koma Ozempic í dreifingu á almennum markaði sem megrunarlyfi. Lyfjastofnun segir í svari við fyrirspurnum um hvaða kröfur þurfi að uppfylla til þess að fá lyfið hér á landi að „læknar hafa heimild til að ávísa lyfjum við öðrum ábendingum og í öðrum skammtastærðum en markaðsleyfi þeirra segir til um en í þeim tilfellum taka þeir á sig sérstaka ábyrgð gagnvart sjúklingi.

Nýlega voru Saxenda og Wegovy samþykkt inn á breskan markað. Þegar það gerðist var varaforseti Novo Nordisk, Pinder Sahota, líka forseti Samtaka breska lyfjaiðnaðarins (ABPI). Í síðustu viku bárust fréttir frá Bretlandi þess efnis að Samtök breska lyfjaiðnaðarins hefðu dæmt Novo Nordisk í tveggja ára bann vegna brota á siðferðislegum stöðlum samtakanna við kynningu á offitulyfjunum. Fréttirnar koma í kjölfar þess að Pinder Sahota sagði af sér sem forseti ABPI síðastliðinn febrúar vegna ágreinings um Novo Nordisk innan samtakanna.

Notkun Ozempic á Íslandi

Ozempic er lyfseðilsgilt lyf á Íslandi. Samkvæmt Lyfjastofnun fékk það markaðsleyfi þann 8. febrúar 2018. Lyfið er í penna sem stungið er í læri, upphandlegg eða kvið. Á heimasíðu Sérlyfjaskráar kemur fram að notkun lyfsins sé hugsuð með hreyfingu og hollu mataræði. Ozempic er tekið einu sinni í viku. Magnið fer eftir því hvar í ferlinu sjúklingur er staddur. Aukaverkanir lyfsins eru oftast ógleði, uppköst eða niðurgangur. Ozempic getur haft áhrif á fleiri þætti eins og blóðsykur og véllindabakflæði. Lyfið er hugsað fyrir fullorðið fólk.

Gréta Jakobsdóttir, lektor í heilsueflingu, segist finna fyrir aukinni eftirspurn og áhuga fólks á Ozempic hér á landi. Hún segir að ekki sé mælt með því að fólk taki lyfið í megrunarskyni. „Ég veit að fólk er að gera það en hvaða afleiðingar það hefur seinna meir veit maður ekki nákvæmlega.“

Áhrif Ozempic á þyngdarstjórnunarkerfi líkamans eru töluverð. „Það er efni í Ozempic sem er mjög líkt hormóni sem við framleiðum sjálf sem heitir GLP-1. Virka efnið ýtir undir að líkaminn framleiði og losi sitt eigið insúlín. Það sem gerist þá er að blóðsykurinn lækkar, frumurnar í líkamanum taka upp blóðsykurinn sem er í blóðinu og þar af leiðandi verður blóðsykurstjórn líkamans mun betri.“ Gréta segir lyfið líka hægja á hreyfingum þarmanna og magatæmingunni sem gerir það að verkum að við verðum lengur södd og síður svöng.  

Mín besta heilsa heldur námskeið fyrir fólk sem glímir við óeðlilega þyngdaraukningu og vill læra á þyngdarstjórnunarkerfi líkamans. „Við hjá Mín besta heilsa leggjum rosalega mikla áherslu á að þú nýtir þetta sem hjálpartæki og hugir líka að öðrum lífstílsþáttum af því að hættan er að kannski ef þú finnur fyrir minni svengd að þú borðir minna. Þá er fæðan þín kannski ekki mjög næringarrík. Þannig að það er rosa mikilvægt að þú hugir að þessu þannig að þú fáir þá næringu sem þú þarft og að fæðan sé heilsusamleg og næringarrík.“

Aðspurð hvort að hægt sé að skipta út aðgerðum eins og magahjáveituaðgerð fyrir notkun Ozempic segir Gréta að taka þurfi mið af hverjum einstakling. „Eftir því sem sjúkdómurinn verður erfiðari og erfiðara að tækla hann, þá er frekar ráðlagt að fara í aðgerð. En þetta er gott tæki fyrir þá sem eru ekki komnir rosalega langt í sínu sjúkdómsferli.“

Stundarglaslíkamanum skipt út

Frægt fólk og áhrifavaldar á samfélagsmiðlum eru ófeimin við að þakka þyngdartapi sínu sykursýkislyfjum. Einn af þeim sem hefur hælt lyfinu Wegovy opinberlega er eigandi Twitter, Teslu og SpaceX, Elon Musk. Önnur er áhrifavaldurinn Remi Jo. Hún er með rúmlega tvær milljónir fylgjenda á TikTok.

Á sama tíma og notkun Ozempic eykst fara vinsældir stundarglaslíkamans dvínandi á samfélagsmiðlum. Staðalímynd hins fullkomna kvennlíkama síðustu ár samanstóð af stórum rassi, stórum brjóstum og litlu mitti. Holdgervingur stundarglaslíkamans er milljarðamæringurinn, raunveruleikastjarnan og laganeminn Kim Kardashian. Hún er ein þeirra sem sökuð eru um að hafa notað Ozempic til þess að grennast á stuttum tíma í Hollywood. Þyngdartap Kim og systur hennar Khloé er talið gefa vísbendingar um breyttar áherslur innan tískuheimsins og á samfélagsmiðlum.  

Nýja líkamstískubylgjan sem á að koma í stað stundarglaslíkamans kallast Heroine Chic. Fréttamiðlar á borð við New York Post og The Guardian hafa fjallað um það síðustu mánuði. Tískubylgjan er ákveðin andstaða við stundarglaslíkamann og snýst um að vera eins mjó og hægt er. Innblásturinn er sóttur í fyrirsætur tíunda áratugarins, þar á meðal Kate Moss og Jaime King. Þó að stór hluti internets notenda sem fylgjast með tískuheiminum hafi veitt þessari afturábak þróun viðspyrnu eru myllumerki eins og #fitspo ein þau vinsælustu á TikTok. Þar sýna notendur líkama sína eða gera myndbönd um þá líkama sem þá dreymir um að öðlast.

Ozempic andlitið

Ofnotkun á lyfinu í megrunarskyni getur haft það í för með sér að fólk fær svokallað Ozempic andlit. Það vísar til þess að húð í andliti fer að síga vegna skorts á fitu. Þetta getur látið fólk líta út fyrir að vera töluvert eldra enn það er í raun og veru. Útlitsdýrkandi samfélagsmiðlanotendur hafa brugðist við þessu með því að fá sér andlitsfyllingar eða gelísprautanir. Þær meðferðir eiga að veita andlitinu unglegan og frísklegan blæ. Fyllingum í andlit þarf þó að fylgja eftir með reglulegum sprautum. Á Íslandi kosta fyllingar tugi þúsunda króna.  

Tískubylgjur á vinsælum vefmiðlum eins og TikTok hafa áhrif á markaðsvirði fyrirtækja. Þær geta líka ýtt undir það að fólk finni sig knúið til að fara óskynsamlegar leiðir til þess að halda í við það sem þykir heitast hverju sinni. Fyrirtæki eins og Novo Nordisk græða á þessum tískubylgjum. Neysla á Ozempic færist í aukanna, markaðsvirði Novo Nordisk rís og líkamar kvenna halda áfram að vera söluvara.

 

 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár