Blaðakona Heimildarinnar fékk að taka þátt í rannsókninni og skoða hvernig fólk tengir við borgarlandslag. Hún mælti sér því mót við dr. Ólaf Rastick, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, og Snjólaugu G. Jóhannesdóttur, doktorsnema í þjóðfræði. „Það kveikir einhverjar tilfinningar, góðar og slæmar, að koma á einhvern stað. Að koma á æskuheimili er til dæmis reynsla sem vekur upp allskonar hugrenningatengsl og tilfinningar sem að annars væru kannski ekki á kreiki í hugum fólks,“ segir Ólafur um stefnumót fólks og staða, minninga og minja áður en hann spyr svo:
„Til hvers er verið að setja upp minnisvarða? Til þess að koma þessu huglægu táknum í einhvern fastan farveg í efnislegum veruleika. Það sama held ég að eigi við einstaklinga og þeirra persónulega upplifun af því að koma á einhvern stað.“
1. Iða
Fyrsti viðkomustaður er á Iðu kaffihúsi þar sem við ræðum minningar og minjar, um það hvað er …
Athugasemdir