Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umboðsmaður Alþingis: Jón Gunnarsson sniðgekk vandaða stjórnsýsluhætti í rafbyssumálinu

Með ákvörð­un sinni um að breyta regl­um um raf­byss­ur fylgdiJón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra ekki góð­um stjórn­sýslu­hátt­um að mati um­boðs­manns Al­þing­is. Þá braut hann gegn form­reglu um sam­skipti inn­an rík­is­stjórn­ar.

<span>Umboðsmaður Alþingis:</span>  Jón Gunnarsson sniðgekk vandaða stjórnsýsluhætti í rafbyssumálinu
Sniðgekk reglur Umboðsmaður Alþingis snuprar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fyrir framgöngu hans í rafbyssumálinu. Mynd: Pressphotos

Umboðsmaður Alþingis telur samráðsleysi Jóns Gunnarssonar við ríkisstjórn vegna rafbyssa ekki hafa verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann lýsir þessari niðurstöðu sinni.

Jón Gunnarsson heimilaði lögreglu að bera rafbyssur án þess að málið væri borið upp í ríkisstjórn fyrst. Þessari ákvörðun sinni lýsti Jón í grein í Morgunblaðinu 30. desember síðastliðinn, og undirritaði hann breyttar reglur samdægurs og voru þær sendar Stjórnartíðindum til birtingar. Sama dag lýsti Katrín því í samtali við mbl.is að samtal um málið þyrfti að eiga sér stað innan ríkisstjórnar og Alþingis.

Í bréfi umboðsmanns segir að af svari Jóns til umboðsmanns hafi komið í ljós að ríkislögreglustjóri hafi þá þegar verið búinn að vinna að undirbúningi málsins um nokkurt skeið. Sömuleiðis að Jóni hafi orðið kunnugt um afstöðu Katrínar daginn sem reglunum var breytt.

„Verður því að líta svo á að ráðherrann hafi ekki séð ástæðu til að upplýsa yður né ríkisstjórnina um fyrirætlun sína við fyrra tímamark jafnvel þótt undirbúningur að málinu væri þá þegar hafinn hjá undirstofnun hans,“ segir í bréfi umboðsmanns.

Jón virti óskir forsætisráðherra að vettugi

Umboðsmaður segir enn fremur að af svörum sé ekki hægt að greina annað en að dómsmálaráðherra hafi virt að vettugi ósk Katrínar um að málið kæmi til umræðu í ríkisstjórn. Málið hafi enda ekki verið kynnt í ríkisstjórn fyrr en 13. janúar síðastliðinn og höfðu reglurnar þá verið sendar Stjórnartíðindum á ný, 9. janúar, til rafrænnar birtingar.

Jón sjálfur var fjarverandi á fundinum 13. janúar þar sem málið var kynnt á vettvangi ríkisstjórnarinnar og kom það í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að leggja fram og kynna minnisblað um málið fyrir hans hönd.

Í svari Katrínar við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar,  varaþingmanns Pírata, um málið kemur fram að Katrín hafi þar gert athugasemdir við að málið hafi ekki verið kynnt í ríkisstjórninni.

Þá bókaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sérstaklega á ríkisstjórnarfundinum að hún væri andsnúin ákvörðuninni og gerði athugasemdir við hvernig það hefði verið unnið, þar á meðal að það hafði ekki verið kynnt í ríkisstjórn. 

„Það er þar af leiðandi álit mitt að það hafi ekki samræmst kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti“
Skúli Magnússon
umboðsmaður Alþingis

Umboðsmaður dregur ekki í efa að Jón hafi haft stjórnskipulega heimild til að breyta reglunum. Hins vegar bendir umboðsmaður á að samkvæmt 17. grein stjórnarskrárinnar skuli halda ráðherrafundi um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Ljóst megi vera af svörum Katrínar að hún hafi talið um „áherslubreytingu“ að ræða og því hafi málið verið mikilvægt stjórnarmálefni sem bera hefði átt undir ríkisstjórnarfund.  Láti ráðherra farast fyrir að virða þessar reglur feli það ekki aðeins brot á formreglum heldur stuðli það að hið pólitíska samráð sem lög og stjórnarskrá mæla fyrir um sé sniðgengið.

Framganga Jóns í málinu hafi verið ósamrýmanleg þeim kröfum sem gera verði til ráðherra. „Það er þar af leiðandi álit mitt að það hafi ekki samræmst kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti, við þær aðstæður sem virðast hafa verið uppi, að líta svo á að nægilegt væri að þegar afgreitt mál yrði síðar borið upp í ríkisstjórn,“ segir í áliti umboðsmanns. 

Athugsemd ritstjórnar: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt í fyrirsögn að Jón Gunnarsson hefði sniðgengið pólitískt samráð sem lög og stjórnarskrá mæli fyrir um. Sú túlkun á bréfi umboðsmanns kann að vera umdeilanleg og hefur því verið breytt.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það er eitthvað mikið að þessum manni.
    2
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Með ólíkindum hvað Sjálfstæðisflokknum tekst slag í slag illa til með val á dómsmálaráðherra.
    1
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Einræði á Íslandi?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
6
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár