Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Umboðsmaður Alþingis: Jón Gunnarsson sniðgekk vandaða stjórnsýsluhætti í rafbyssumálinu

Með ákvörð­un sinni um að breyta regl­um um raf­byss­ur fylgdiJón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra ekki góð­um stjórn­sýslu­hátt­um að mati um­boðs­manns Al­þing­is. Þá braut hann gegn form­reglu um sam­skipti inn­an rík­is­stjórn­ar.

<span>Umboðsmaður Alþingis:</span>  Jón Gunnarsson sniðgekk vandaða stjórnsýsluhætti í rafbyssumálinu
Sniðgekk reglur Umboðsmaður Alþingis snuprar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fyrir framgöngu hans í rafbyssumálinu. Mynd: Pressphotos

Umboðsmaður Alþingis telur samráðsleysi Jóns Gunnarssonar við ríkisstjórn vegna rafbyssa ekki hafa verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann lýsir þessari niðurstöðu sinni.

Jón Gunnarsson heimilaði lögreglu að bera rafbyssur án þess að málið væri borið upp í ríkisstjórn fyrst. Þessari ákvörðun sinni lýsti Jón í grein í Morgunblaðinu 30. desember síðastliðinn, og undirritaði hann breyttar reglur samdægurs og voru þær sendar Stjórnartíðindum til birtingar. Sama dag lýsti Katrín því í samtali við mbl.is að samtal um málið þyrfti að eiga sér stað innan ríkisstjórnar og Alþingis.

Í bréfi umboðsmanns segir að af svari Jóns til umboðsmanns hafi komið í ljós að ríkislögreglustjóri hafi þá þegar verið búinn að vinna að undirbúningi málsins um nokkurt skeið. Sömuleiðis að Jóni hafi orðið kunnugt um afstöðu Katrínar daginn sem reglunum var breytt.

„Verður því að líta svo á að ráðherrann hafi ekki séð ástæðu til að upplýsa yður né ríkisstjórnina um fyrirætlun sína við fyrra tímamark jafnvel þótt undirbúningur að málinu væri þá þegar hafinn hjá undirstofnun hans,“ segir í bréfi umboðsmanns.

Jón virti óskir forsætisráðherra að vettugi

Umboðsmaður segir enn fremur að af svörum sé ekki hægt að greina annað en að dómsmálaráðherra hafi virt að vettugi ósk Katrínar um að málið kæmi til umræðu í ríkisstjórn. Málið hafi enda ekki verið kynnt í ríkisstjórn fyrr en 13. janúar síðastliðinn og höfðu reglurnar þá verið sendar Stjórnartíðindum á ný, 9. janúar, til rafrænnar birtingar.

Jón sjálfur var fjarverandi á fundinum 13. janúar þar sem málið var kynnt á vettvangi ríkisstjórnarinnar og kom það í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að leggja fram og kynna minnisblað um málið fyrir hans hönd.

Í svari Katrínar við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar,  varaþingmanns Pírata, um málið kemur fram að Katrín hafi þar gert athugasemdir við að málið hafi ekki verið kynnt í ríkisstjórninni.

Þá bókaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sérstaklega á ríkisstjórnarfundinum að hún væri andsnúin ákvörðuninni og gerði athugasemdir við hvernig það hefði verið unnið, þar á meðal að það hafði ekki verið kynnt í ríkisstjórn. 

„Það er þar af leiðandi álit mitt að það hafi ekki samræmst kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti“
Skúli Magnússon
umboðsmaður Alþingis

Umboðsmaður dregur ekki í efa að Jón hafi haft stjórnskipulega heimild til að breyta reglunum. Hins vegar bendir umboðsmaður á að samkvæmt 17. grein stjórnarskrárinnar skuli halda ráðherrafundi um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Ljóst megi vera af svörum Katrínar að hún hafi talið um „áherslubreytingu“ að ræða og því hafi málið verið mikilvægt stjórnarmálefni sem bera hefði átt undir ríkisstjórnarfund.  Láti ráðherra farast fyrir að virða þessar reglur feli það ekki aðeins brot á formreglum heldur stuðli það að hið pólitíska samráð sem lög og stjórnarskrá mæla fyrir um sé sniðgengið.

Framganga Jóns í málinu hafi verið ósamrýmanleg þeim kröfum sem gera verði til ráðherra. „Það er þar af leiðandi álit mitt að það hafi ekki samræmst kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti, við þær aðstæður sem virðast hafa verið uppi, að líta svo á að nægilegt væri að þegar afgreitt mál yrði síðar borið upp í ríkisstjórn,“ segir í áliti umboðsmanns. 

Athugsemd ritstjórnar: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt í fyrirsögn að Jón Gunnarsson hefði sniðgengið pólitískt samráð sem lög og stjórnarskrá mæli fyrir um. Sú túlkun á bréfi umboðsmanns kann að vera umdeilanleg og hefur því verið breytt.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það er eitthvað mikið að þessum manni.
    2
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Með ólíkindum hvað Sjálfstæðisflokknum tekst slag í slag illa til með val á dómsmálaráðherra.
    1
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Einræði á Íslandi?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár