Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Umboðsmaður Alþingis: Jón Gunnarsson sniðgekk vandaða stjórnsýsluhætti í rafbyssumálinu

Með ákvörð­un sinni um að breyta regl­um um raf­byss­ur fylgdiJón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra ekki góð­um stjórn­sýslu­hátt­um að mati um­boðs­manns Al­þing­is. Þá braut hann gegn form­reglu um sam­skipti inn­an rík­is­stjórn­ar.

<span>Umboðsmaður Alþingis:</span>  Jón Gunnarsson sniðgekk vandaða stjórnsýsluhætti í rafbyssumálinu
Sniðgekk reglur Umboðsmaður Alþingis snuprar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fyrir framgöngu hans í rafbyssumálinu. Mynd: Pressphotos

Umboðsmaður Alþingis telur samráðsleysi Jóns Gunnarssonar við ríkisstjórn vegna rafbyssa ekki hafa verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf þar sem hann lýsir þessari niðurstöðu sinni.

Jón Gunnarsson heimilaði lögreglu að bera rafbyssur án þess að málið væri borið upp í ríkisstjórn fyrst. Þessari ákvörðun sinni lýsti Jón í grein í Morgunblaðinu 30. desember síðastliðinn, og undirritaði hann breyttar reglur samdægurs og voru þær sendar Stjórnartíðindum til birtingar. Sama dag lýsti Katrín því í samtali við mbl.is að samtal um málið þyrfti að eiga sér stað innan ríkisstjórnar og Alþingis.

Í bréfi umboðsmanns segir að af svari Jóns til umboðsmanns hafi komið í ljós að ríkislögreglustjóri hafi þá þegar verið búinn að vinna að undirbúningi málsins um nokkurt skeið. Sömuleiðis að Jóni hafi orðið kunnugt um afstöðu Katrínar daginn sem reglunum var breytt.

„Verður því að líta svo á að ráðherrann hafi ekki séð ástæðu til að upplýsa yður né ríkisstjórnina um fyrirætlun sína við fyrra tímamark jafnvel þótt undirbúningur að málinu væri þá þegar hafinn hjá undirstofnun hans,“ segir í bréfi umboðsmanns.

Jón virti óskir forsætisráðherra að vettugi

Umboðsmaður segir enn fremur að af svörum sé ekki hægt að greina annað en að dómsmálaráðherra hafi virt að vettugi ósk Katrínar um að málið kæmi til umræðu í ríkisstjórn. Málið hafi enda ekki verið kynnt í ríkisstjórn fyrr en 13. janúar síðastliðinn og höfðu reglurnar þá verið sendar Stjórnartíðindum á ný, 9. janúar, til rafrænnar birtingar.

Jón sjálfur var fjarverandi á fundinum 13. janúar þar sem málið var kynnt á vettvangi ríkisstjórnarinnar og kom það í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að leggja fram og kynna minnisblað um málið fyrir hans hönd.

Í svari Katrínar við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar,  varaþingmanns Pírata, um málið kemur fram að Katrín hafi þar gert athugasemdir við að málið hafi ekki verið kynnt í ríkisstjórninni.

Þá bókaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sérstaklega á ríkisstjórnarfundinum að hún væri andsnúin ákvörðuninni og gerði athugasemdir við hvernig það hefði verið unnið, þar á meðal að það hafði ekki verið kynnt í ríkisstjórn. 

„Það er þar af leiðandi álit mitt að það hafi ekki samræmst kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti“
Skúli Magnússon
umboðsmaður Alþingis

Umboðsmaður dregur ekki í efa að Jón hafi haft stjórnskipulega heimild til að breyta reglunum. Hins vegar bendir umboðsmaður á að samkvæmt 17. grein stjórnarskrárinnar skuli halda ráðherrafundi um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Ljóst megi vera af svörum Katrínar að hún hafi talið um „áherslubreytingu“ að ræða og því hafi málið verið mikilvægt stjórnarmálefni sem bera hefði átt undir ríkisstjórnarfund.  Láti ráðherra farast fyrir að virða þessar reglur feli það ekki aðeins brot á formreglum heldur stuðli það að hið pólitíska samráð sem lög og stjórnarskrá mæla fyrir um sé sniðgengið.

Framganga Jóns í málinu hafi verið ósamrýmanleg þeim kröfum sem gera verði til ráðherra. „Það er þar af leiðandi álit mitt að það hafi ekki samræmst kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti, við þær aðstæður sem virðast hafa verið uppi, að líta svo á að nægilegt væri að þegar afgreitt mál yrði síðar borið upp í ríkisstjórn,“ segir í áliti umboðsmanns. 

Athugsemd ritstjórnar: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt í fyrirsögn að Jón Gunnarsson hefði sniðgengið pólitískt samráð sem lög og stjórnarskrá mæli fyrir um. Sú túlkun á bréfi umboðsmanns kann að vera umdeilanleg og hefur því verið breytt.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Það er eitthvað mikið að þessum manni.
    2
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Með ólíkindum hvað Sjálfstæðisflokknum tekst slag í slag illa til með val á dómsmálaráðherra.
    1
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Einræði á Íslandi?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu