Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1056. spurningaþraut: Hér fáum við lánaðar spurningar úr Gettu betur!

1056. spurningaþraut: Hér fáum við lánaðar spurningar úr Gettu betur!

Úrslitaþáttur Gettu betur þetta árið verður í sjónvarpinu í kvöld. Af því tilefni fékk ég aðalspurningarnar lánaðar úr nokkrum af fyrstu Gettu betur-keppnum ársins úr útvarpinu. Helmingur spurninganna eru hraðaspurningar, hinar bjölluspurningar. Bjölluspurningar í Gettu betur eru yfirleitt ansi langar en ég stillti mig þó um að stytta þær.

Svo er ein sérstök lárviðarspurning.

Aukaspurningarnar snúast um liðin og dómarana sem láta til sín taka í kvöld. Um spyrjandann Kristjönu Arnarsdóttur er ég löngu búinn að spyrja.

Þá er það fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan má sjá liðin tvö sem keppa í kvöld. Frá hvaða skólum koma þau? Og þið verðið vitaskuld að vita hvort lið kemur frá hvaða skóla.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvert er einkennisdýr Demókrataflokksins í Bandaríkjunum?

2.  Spurt er um plöntu. Fræðiheiti hennar er urtica dioica. Plantan þekkist vel á hæðinni og stórum, odddregnum blöðum, en hún er oft yfir 50 cm á hæð. Plantan hefur skriðula jarðstöngla og myndar því gjarnan þéttar breiður. Hún finnst af skornum skammti hér á landi og dreifir sér lítið af sjálfsdáðum. Plantan hefur án efa verið flutt hingað af mannfólki snemma á öldum, enda hefur hún verið ræktuð til lækninga. Á laufblöðum, blaðstilkum og stönglum hennar eru stökk hár sem brotna ef komið er við þau og brotin stingast auðveldlega gegnum húð, þá kemst safi hársins undir húðina og fólki svíður undan vökvanum. Hvaða planta er þetta?

3.  Hversu margar seríur komu út af sjónvarpsþáttunum Game of Thrones?

4.  Samkvæmisdansar skiptast alla jafna í standard dansa og latín dansa. Í alþjóðlegum keppnum eru fimm standard dansar og fimm latín dansar dansaðir. Þar teljast Vals, Tangó, Vínarvals, Foxtrot og Quickstep til standard dansa og Samba, Rúmba, Paso Doble og Jive til Latín dansa. Fimmti latín dansinn rekur uppruna sinn til Kúbu á sjötta áratug síðustu aldar. Nafn hans er dregið frá hljóðinu sem fætur dansaranna framkalla þegar þau dansa hröðu skrefin tvö sem einkenna dansinn. En hver er þessi fimmti latín dans sem má rekja til Kúbu?

5.  Hvaðan er úraframleiðandinn Casio?

6.  Spurt er um vörumerki. Merkið var stofnað í Bandaríkjunum árið 1936 af fyrirtækinu Bausch and Lomb en er nú í eigu ítölsku samsteypunnar Luxottica Group sem er stærsta fyrirtækið á markaðnum þegar kemur að þeirri vöru sem það framleiðir. Vörumerkið sérhæfir sig í framleiðslu á lúxus útgáfu af vöru sem flestir nota að minnsta kosti hluta ársins. Varan er tískufyrirbæri en veitir þeim sem notar hana einnig ákveðna vörn. Þekktustu útgáfurnar af vörunni sem vörumerkið sem við spyrjum um eru kenndar við ferðalanga og flugmenn. Hvaða vörumerki er þetta?

7.  Hvaða frumefni hefur efnatáknið Fe?

8.  Bítlarnir voru lengst af fjórir, Ringo Starr, John Lennon, Paul McCartney og George Harrison. Upphaflega höfðu þeir þó verið fimm, en Stuart Sutcliffe starfaði með sveitinni í árdaga hennar. Ýmsir samstarfsmenn hafa stundum verið nefndir sem „fimmti bítillinn“. Einn þeirra sem starfaði náið með sveitinni lengi var upptökustjóri þeirra. Hann stýrði upptökum á öllum plötum Bítlanna, þó með einni undantekningu: síðustu hljóðversplötu Bítlanna sem gefin var út, Let it Be. Hann samdi jafnframt strengja kafla í nokkrum lögum Bítlanna auk þess a leika á píanó í þeim nokkrum. En spurt er, hvað hét þessi upptökustjóri?

9.  Yfir hvaða bæ á Vestfjörðum gnæfir fjallið Kofri?

10.  Í september síðastliðinn skók það skákheiminn þegar heimsmeistarinn og stórmeistarinn Magnús Carlsen dró sig úr keppni á Sinquefield mótinu í skák eftir að hafa tapað óvænt í þriðju umferð fyrir ungum bandarískum skákmanni sem skotist hafði hratt upp stigalistann síðustu misserin. Næst þegar þeir mættust á netinu gaf Carlsen skák þeirra og sendi síðar frá sér yfirlýsingu þar sem hann taldi sig hafa röksemdir fyrir því að skákmaðurinn ungi hefði svindlað gegn sér. Sá hefur eindregið neitað en uppi hafa verið ýmsar skrautlegar kenningar um hvernig að því svindli hefði getað verið staðið. Meðal annars að skákmaðurinn ungi kunni að hafa fengið skilaboð í gegnum kynlífstæki innvortis. Þær kenningar teljast þó margar hverjar á hæpnum grunni. En við viljum bara vita, hvað heitir þessi ungi umdeildi stórmeistari?

***

Og af tilefni dagsins er sérstök lárviðarspurning:

Spurt er um tölvuleikjaseríu:

Fyrsti leikurinn kom út 2014 og er tilurð hans nokkuð skondin. Skapari leiksins, Scott Cawthon, hafði gefið út fjölskylduvæna tölvuleikinn Chipper and Sons Lumber Co., aðalpersóna þess leiks átti að vera krúttlegur lítill bifur en spilurum þótti hann heldur óhugnalegur. Cawthon tók þessa gagnrýni til sín og ákvað að búa til eitthvað sem væri viljandi ógnvekjandi, og úr varð þessi vinsæla sería af hryllings leikjum. Í leiknum eru spilarar í hlutverki næturvarðar á pizzastað sem þarf að verjast lukkudýri pizzastaðarins og fleiri verum sem lifna við. Leikurinn gengur út á að lifa af í ákveðið margar nætur á pizzastaðnum sem heitir eftir lukkudýrinu, sem er stór bangsi. Leikurinn heitir eftir fjölda nátta og bangsanum. Hvaða tölvuleikur er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Dómarar og spurningahöfundar eru þrjú. Helga Margrét Höskuldsdóttir sést lítið en hvað heita þau tvö sem hreiðra um sig fyrir framan myndavélarnar og sjást á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Asni.

2.  Brenninetla.

3.  Átta

4.  Cha-cha, eða cha-cha-cha.

5.  Japan.

6.  Ray-ban.

7.  Járn.

8.  George Martin.

9.  Súðavík.

10.  Niemann.

***

Svarið við lárviðarspurningunni:

Five Nights at Freddy's.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru keppnislið Fjölbrautarskóla Suðurlands (ofar) og svo Menntaskólans í Reykjavík.

Á neðri myndinni eru Jóhann Alfreð og Laufey Haraldsdóttir. Skírnarnafn Laufeyjar dugar í þetta sinn.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
6
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár