Hagnaður Síldarvinnslunnar var 10,2 milljarðar króna á árinu 2022. Rekstrartekjur útgerðarrisans voru 42 milljarðar króna og eignir hans í árslok voru metnar á 150,5 milljarða króna. Eigið fé samstæðunnar var 83,1 milljarður króna en hafði verið 55 milljarðar króna í lok árs 2021. Þar skiptir máli að Síldarvinnslan keypti útgerðina Vísi í fyrra og hún varð hluti af samstæðunni í byrjun desember síðastliðins.
Þetta kemur fram í ársreikningi Síldarvinnslunnar sem birtur var í dag.
Vegna frammistöðu síðasta árs stendur til að greiða hluthöfum Síldarvinnslunnar um 3,4 milljarða króna í arð. Ef miðað er við meðalgengi Bandaríkjadals, sem er uppgjörsmynt Síldarvinnslunnar, á síðasta ári þá greiddi samstæðan 2,4 milljarða króna í tekjuskatt á árinu 2022 og 672 milljónir króna í veiðigjald. Þegar veiðigjaldagreiðslum Vísis er bætt við fer sú upphæð upp í 959 milljónir króna. Samtals hefur Síldarvinnslan greitt 1,8 milljarð króna í veiðigjöld á síðustu þremur árum, eða rétt rúmlega …
Athugasemdir