Síldarvinnslan hagnaðist um 10,2 milljarða en borgaði undir milljarð í veiðigjald

Kvót­inn sem Síld­ar­vinnsl­an keypti af Vísi í fyrra er met­inn á næst­um 30 millj­arða króna. Til stend­ur að greiða hlut­höf­um um 3,4 millj­arða króna í arð. Vænt­an­leg arð­greiðsla út­gerð­arris­ans til stærsta hlut­hafa síns, Sam­herja hf., er rúm­lega einn millj­arð­ur króna, eða meira en Síld­ar­vinnsl­an greiddi í veiði­gjöld á ár­inu 2022.

Síldarvinnslan hagnaðist um 10,2 milljarða en borgaði undir milljarð í veiðigjald
Forstjórinn Gunnþór Ingvason stýrir Síldarvinnslunni. Hann á 60 prósent hlut í félagi sem á 0,94 prósent hlut í Síldarvinnslunni. Miðað við markaðsvirði félagsins í dag er virði þess hlutar rúmlega 1,2 milljarðar króna. Gunnþór var með 6,1 milljón króna í laun og mótframlag í lífeyrissjóði að meðaltali á mánuði í fyrra. Mynd: Skjáskot/Síldarvinnslan

Hagnaður Síldarvinnslunnar  var 10,2 milljarðar króna á árinu 2022. Rekstrartekjur útgerðarrisans voru 42 milljarðar króna og eignir hans í árslok voru metnar á 150,5 milljarða króna. Eigið fé samstæðunnar var 83,1 milljarður króna en hafði verið 55 milljarðar króna í lok árs 2021. Þar skiptir máli að Síldarvinnslan keypti útgerðina Vísi í fyrra og hún varð hluti af samstæðunni í byrjun desember síðastliðins. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Síldarvinnslunnar sem birtur var í dag. 

Vegna frammistöðu síðasta árs stendur til að greiða hluthöfum Síldarvinnslunnar um 3,4 milljarða króna í arð. Ef miðað er við meðalgengi Bandaríkjadals, sem er uppgjörsmynt Síldarvinnslunnar, á síðasta ári þá greiddi samstæðan 2,4 milljarða króna í tekjuskatt á árinu 2022 og 672 milljónir króna í veiðigjald. Þegar veiðigjaldagreiðslum Vísis er bætt við fer sú upphæð upp í 959 milljónir króna. Samtals hefur Síldarvinnslan greitt 1,8 milljarð króna í veiðigjöld á síðustu þremur árum, eða rétt rúmlega …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár