Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Síldarvinnslan hagnaðist um 10,2 milljarða en borgaði undir milljarð í veiðigjald

Kvót­inn sem Síld­ar­vinnsl­an keypti af Vísi í fyrra er met­inn á næst­um 30 millj­arða króna. Til stend­ur að greiða hlut­höf­um um 3,4 millj­arða króna í arð. Vænt­an­leg arð­greiðsla út­gerð­arris­ans til stærsta hlut­hafa síns, Sam­herja hf., er rúm­lega einn millj­arð­ur króna, eða meira en Síld­ar­vinnsl­an greiddi í veiði­gjöld á ár­inu 2022.

Síldarvinnslan hagnaðist um 10,2 milljarða en borgaði undir milljarð í veiðigjald
Forstjórinn Gunnþór Ingvason stýrir Síldarvinnslunni. Hann á 60 prósent hlut í félagi sem á 0,94 prósent hlut í Síldarvinnslunni. Miðað við markaðsvirði félagsins í dag er virði þess hlutar rúmlega 1,2 milljarðar króna. Gunnþór var með 6,1 milljón króna í laun og mótframlag í lífeyrissjóði að meðaltali á mánuði í fyrra. Mynd: Skjáskot/Síldarvinnslan

Hagnaður Síldarvinnslunnar  var 10,2 milljarðar króna á árinu 2022. Rekstrartekjur útgerðarrisans voru 42 milljarðar króna og eignir hans í árslok voru metnar á 150,5 milljarða króna. Eigið fé samstæðunnar var 83,1 milljarður króna en hafði verið 55 milljarðar króna í lok árs 2021. Þar skiptir máli að Síldarvinnslan keypti útgerðina Vísi í fyrra og hún varð hluti af samstæðunni í byrjun desember síðastliðins. 

Þetta kemur fram í ársreikningi Síldarvinnslunnar sem birtur var í dag. 

Vegna frammistöðu síðasta árs stendur til að greiða hluthöfum Síldarvinnslunnar um 3,4 milljarða króna í arð. Ef miðað er við meðalgengi Bandaríkjadals, sem er uppgjörsmynt Síldarvinnslunnar, á síðasta ári þá greiddi samstæðan 2,4 milljarða króna í tekjuskatt á árinu 2022 og 672 milljónir króna í veiðigjald. Þegar veiðigjaldagreiðslum Vísis er bætt við fer sú upphæð upp í 959 milljónir króna. Samtals hefur Síldarvinnslan greitt 1,8 milljarð króna í veiðigjöld á síðustu þremur árum, eða rétt rúmlega …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár