Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Lilja: Vextir hærri á Íslandi vegna mikils hagvaxtar, spennu á vinnumarkaði og einkaneyslu

Við­skipta­ráð­herra ræddi verð­bólgu og vexti á Al­þingi í dag. Formað­ur Við­reisn­ar vildi að ráð­herr­ann út­skýrði þann vaxtamun sem væri á milli Ís­lands og annarra landa þar sem bar­ist væri við svip­aða verð­bólgu.

Lilja: Vextir hærri á Íslandi vegna mikils hagvaxtar, spennu á vinnumarkaði og einkaneyslu
Enn á því að setja á hvalrekaskatt Viðskiptaráðherra segist enn vera þeirrar skoðunar að setja á hvalrekaskatt til þess að mynda þá sátt sem nauðsynleg sé í samfélaginu. Mynd: Davíð Þór

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir að vextir hér á landi séu í fyrsta lagi hærri en víða annars staðar vegna þess að hagvöxtur á Íslandi sé hærri en til að mynda á evrusvæðinu. Í öðru lagi sé meiri spenna á vinnumarkaðnum og þar af leiðandi ekkert óeðlilegt að hér séu hærri stýrivextir. Í þriðja lagi hafi einkaneysla á Íslandi verið mikil og meiri en á evrusvæðinu.

Þetta kom fram í svari ráðherrans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hóf fyrirspurn sína á því að benda á að flestar þjóðir glími nú við verðbólgu og eðlilega séu seðlabankar þeirra að hækka vexti. „Þetta er allt eftir bókinni og það sama gildi hér. En á hinn bóginn erum við með hærri vexti hér en allar aðrar þjóðir sem eru að glíma við sömu verðbólgu. Og það sem meira er, við þurfum um alla framtíð að búa við tvöfalt og jafnvel þrefalt hærri vexti hér en annars staðar. Gylfi Zoëga hagfræðingur, svo að ég vitni í hann, dró fram og skýrði þennan vanda að við værum í raun þjóð sem væri að nota marga gjaldmiðla og Seðlabankinn hefði bara stjórn á einum þeirra. Þetta sagði Gylfi Zoëga.“

Hún sagðist langa til að heyra frá Lilju hvernig hún skýrði þennan vaxtamun þegar barist væri við svipaða verðbólgu og annars staðar. „Það var athyglisvert sem ráðherra sagði um hvalrekaskatt sem hún minntist á hér fyrr í vetur en nú sjáum við til að mynda að árs arðgreiðsla Brims jafngildir sjö ára greiðslum auðlindagjalds í ríkissjóð. Formaður Framsóknarflokksins ljáði líka fyrr í vetur máls á aukinni gjaldtöku á sjávarútveg. Þingflokksformaður Vinstri grænna hefur talað um aukinn bankaskatt.“

Hvalrekaskattur og aukin gjaldtaka í sjávarútvegiÞorgerður Katrín spurði hvort ráðherrann myndi beita sér fyrir hvalrekaskatti og aukinni gjaldtöku á sjávarútveg.

Spurði Þorgerður Katrín hvort búast mætti við því að sjá breytingar í þessa veru í næstu fjármálaáætlun sem verður lögð fram eftir þrjár vikur. „Mun hæstvirtur ráðherra beita sér fyrir þessum sköttum sem hún nefndi á sínum tíma, hvalrekaskatti og aukinni gjaldtöku á sjávarútveg?“ spurði hún. 

Verðbólgan óvinur númer eitt

Lilja svaraði og þakkaði Þorgerði Katrínu fyrir mjög góðar spurningar sem ættu svo sannarlega við hagstjórnina og þann vanda sem Íslendingar stæðu frammi fyrir sem væri verðbólgan. „Hún er óvinur númer eitt þessa dagana á Íslandi,“ sagði hún. 

Varðandi hærri vexti á Íslandi en til að mynda á evrusvæðinu þá sagði Lilja að í fyrsta lagi væri mun hærri hagvöxtur á Íslandi en á evrusvæðinu. Í öðru lagi væri meiri spenna á vinnumarkaðnum en á evrusvæðinu og þar af leiðandi ekkert óeðlilegt að hér á landi væru þá hærri stýrivextir. „Einnig vil ég nefna, og kannski þriðja þáttinn, að einkaneysla hefur verið mikil og meiri en á evrusvæðinu.“

Hún sagði að samanburður við evrusvæðið væri mjög mikilvægur vegna þess að evrusvæðið og EES-svæðið væru gríðarlega mikilvæg fyrir öll viðskipti Íslendinga. „Þá er því til að svara að til að mynda verðbólga í mörgum ríkjum þar, eins og Eystrasaltsríkjunum — ég nefni Eistland, þeim hefur gengið gríðarlega vel en þar er verðbólga 18 til 19 prósent. Stýrivextir eru ekki háir á evrusvæðinu og fyrir hagkerfi eins og Eistland er ekkert endilega gott að vextir séu þá lægri. Verðbólga er mjög mismunandi eftir því hvaða ríki við lítum á. Ég nefni Eistland. Sums staðar er verðbólgan mun minni en öll hagkerfi heimsins eru að glíma við verðbólgu í kjölfar COVID og aðgerða sem voru mjög vel heppnaðar en það tekur tíma að við náum stöðu þar,“ sagði ráðherrann. 

Ríkisstjórninni veiti ekki af þjóðarsátt

Þorgerður Katrín sagði í framhaldinu að vissulega væru allir á evrusvæðinu eins og hér á landi að glíma við þessa sömu verðbólgu. „Málið er að við sitjum síðan eftir, eins og sagan sýnir, með viðvarandi háa vexti, viðvarandi tvöfalda til þrefalda vexti, hærri vexti hér heldur en annars staðar. Það veikir samkeppnisstöðu okkar Íslendinga. Það þýðir líka að við þurfum að vinna lengur til þess að skapa sömu verðmæti.“

Vísaði þingmaðurinn í orð ráðherra fyrr á árinu þar sem hún sagði að verðbólguvæntingar hjá fyrirtækjum væru of háar. „Þau verða að hafa trú á að verðbólgan náist niður. Nú sjáum við það að í ársskýrslu eins fyrirtækis sem heldur hluthafafund sinn í dag, er meðal annars verið að draga fram að krónan sé helsta ógnin og það er svolítið eins og markaðurinn sé búinn að missa trú á hagstjórninni. 

Ég myndi vilja fá viðbrögð ráðherra við þessu. Síðan hvort það sé ekki alveg ljóst að ef og þegar við förum í þjóðarsátt, mér sýnist nú ríkisstjórninni ekki veita af þjóðarsátt, þá verði það að ná til allra hópa. Þá verði enginn undanskilinn því að gangast undir þjóðarsátt og að það verði líka farið af einurð í það að ná aga á útgjaldaþenslu ríkisstjórnarinnar.“

Mikilvægt að skoða þær aðstæður sem eru í viðkomandi hagkerfi

Lilja kom aftur í pontu og sagði að þegar verið væri að ræða um vexti og verðbólgu þá endurspegluðu vextirnir iðulega það hagkerfi sem þeir störfuðu í. 

„Ekki er hægt að rjúfa þetta samband. Ég tel stundum, þegar við erum að ræða um vaxtastig, að það sé svo mikilvægt að við skoðum þær aðstæður sem eru í viðkomandi hagkerfi. Eins og ég nefndi hér í mínu fyrra svari er mjög mikill hagvöxtur á Íslandi og við höfum alveg sýnt að við erum hagkerfi sem er að vaxa mjög mikið og það er mjög jákvætt,“ sagði hún. 

Ráðherrann deilir þeirri skoðun með Þorgerði Katrínu að auðvitað sé það slæmt þegar vaxtastigið er hátt. „En til þess að ná vöxtunum niður þurfum við að ná niður verðbólgu. Ég er hjartanlega sammála háttvirtum þingmanni að það er mjög mikilvægt að ná sátt um þá stöðu sem við erum í. Ég hef verið að horfa til einhvers sem myndi heita stöðugleikasáttmáli þjóðarinnar og við verðum að komast á þann stað. Ég deili því líka með háttvirtum þingmanni að það er mjög mikilvægt að allir taki þátt í því. Háttvirtur þingmaður nefndi hugmyndir um hvalrekaskatt. Já, ég er svo sannarlega enn á því til þess að mynda þá sátt sem nauðsynleg er í samfélaginu okkar.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár