Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ég fékk ekki að vera ég – þess vegna hætti ég“

Ríkj­andi við­mið í valda­kerf­inu gera það að verk­um að sumt stjórn­mála­fólk höndl­ar áreiti bet­ur en ann­að. „Í gegn­um tíð­ina hafa hvít­ir, mið­aldra, ís­lensk­ir, með­al­greind­ir karl­ar, í með­al­góðu formi, not­ið virð­ing­ar og far­ið með vald yf­ir fjár­mun­um, for­gangs­röð­un og skil­grein­ing­um í sam­fé­lag­inu,“ seg­ir Sól­ey Tóm­as­dótt­ir. Því þarf að breyta.

„Ég fékk ekki að vera ég – þess vegna hætti ég“
Má segja hvað sem er við stjórnmálafólk? Þeirri spurningu var reynt að svara á fundi Félags stjórnmálafræðinga í gær. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikafræðingur segir það ekki tilviljunum háð hvaða stjórnmálafólk verður fyrir óvæginni umræðu og áreiti. Umræða gagnvart stjórnmálafólki sem ögrar ríkjandi valdakerfum með tilvist sinni er að jafnaði óvægnari en gagnvart öðru stjórnmálafólki.

Umræða gagnvart stjórnmálafólki sem ögrar ríkjandi valdakerfum með tilvist sinni og stjórnmálaþátttöku er að jafnaði óvægnari, og fólk sem ögrar ríkjandi valdakerfi með framgöngu sinni verður fyrir harðara og persónulegra áreiti en aðrir í stjórnmálum. 

Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Sóleyjar Tómasdóttur, kynja- og fjölbreytileikafræðings, á hádegisfundi um orðræðu og áreiti gagnvart stjórnmálafólki sem haldinn var af Félagi stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands í gær. Yfirskrift fundarins, „Ótímabært sáðlát, svikarar og frekjur: Má segja hvað sem er um stjórnmálafólk?“, vísar meðal annars í fyrirsögn pistils sem birtist í Viðskiptablaðinu í janúar þar sem fjallað var um mikla fylgisaukningu Samfylkingarinnar eftir að Kristrún Frostadóttir var kjörinn formaður í október. Ummæli sem flokka má sem „hvað sem er“, en má segja hvað sem er?

Meðal spurninga sem Sóley lagði upp með í erindi sínu voru: „Er hægt að líta á áreiti sem eðlilegan hluta starfs stjórnmálafólks“ og „Getur óvægin umræða átt þátt í stuttum starfsferli stjórnmálafólks?“

Svo hægt sé að svara spurningunum, auk spurningarinnar um hvort segja megi hvað sem er við stjórnmálafólk, segir Sóley nauðsynlegt að setja þær í samhengi við ríkjandi valdakerfi og tilhneigingu þess til þess að viðhalda sjálfu sér. 

„Ég gæti í rauninni svarað öllum spurningunum svona, með einu orði, sama orðinu: Sumt stjórnmálafólk verður fyrir óvæginni umræðu og öráreiti eða áreiti, sumt stjórnmálafólk getur vel lifað með óvæginni umræðu og jafnvel áreiti. Og þegar ég tala um sumt fólk þá er það alls ekkert af neinu handahófi sem það er valið. Það á nefnilega við um stjórnmálafólk eins og annað fólk að forréttindi og hindranir byggja á kerfislægum þáttum. Það eru engar tilviljanir fyrir því hvaða fólk verður fyrir barðinu á hatursorðræðu,“ sagði Sóley í erindi sínu. 

Ríða, drepa, giftast? 

Hún vísaði í dæmi á samfélagsmiðlum, Twitter-færslu Hildar Lillendahl frá 2019 þar sem hún birti þrjár myndir af níu fyrrverandi ráðherrum ásamt spurningunni: „Ríða, drepa, giftast?“, samkvæmisleik sem eflaust margir kannast við þó deila megi um skemmtanagildi hans. Færsla Hildar vakti mikið umtal.  

„Ég er alveg viss um að þetta var mjög óþægilegt fyrir þá Sighvat, Guðna og Jón. Þeim þykir örugglega ekkert gaman að láta hæðast að sér, gera sig að kynferðislegum viðföngum. Það var líka tekið til varna, trúðu mér. Fullt af fjölmiðlum fjölluðu um málið. Fullt af  fólki greip til varna, krafðist þess að Hildur, að það glæpakvendi yrði rekið úr vinnu, dregin til ábyrgðar fyrir þetta glæpsamlega athæfi að hæðast að körlum,“ sagði Sóley í erindi sínu. 

Ef færslan er sett í samhengi við ríkjandi valdakerfi stenst framsetningin ekki samanburð við aðgerðasinna í mannréttindabaráttu að mati Sóleyjar. „Ef við ímyndum okkar að sami leikur yrði leikinn á kostnað Eddu Falak, Hildar Lillendahl og Freyju Haraldsdóttur, þá væri samhengið allt annað og alvarlegra enda væri þetta viðbót við daglegan veruleika þeirra þar sem ýmist er vísað í þær sem eign einhvers, sem kynferðislegt viðfang eða sem vænlegt fórnarlamb ofbeldis. Þessi daglegi veruleiki þeirra er eitthvað sem þær lifa við án þess að gripið sé til varna. Það er öllum sama.“

Eitt helsta markmið valdakerfisins er að viðhalda sjálfu sér

Sóley segir einkum tvennt í valdakerfi samfélagsins hafa áhrif á hversu miklu mótlæti stjórnmálafólk mætir. Annars vegar skiptir máli hversu vel fólk fellur að staðalmyndinni um stjórnmálafólk. „Í gegnum tíðina hafa hvítir, miðaldra, íslenskir, meðalgreindir karlar, í meðalgóðu formi, notið virðingar og farið með vald yfir fjármunum, forgangsröðun og skilgreiningum í samfélaginu. Þessi staðreynd er ein af stoðum valdakerfis samfélagsins og eitt helsta markmið valdakerfisins er að viðhalda sjálfu sér. Við tökum þess vegna öll þátt í að viðhalda þessu valdakerfi,“ segir Sóley. 

Hún segist þó ekki vera að halda því fram að valdakerfið sé til komið vegna þess að hvítir, miðaldra, meðalgreindir, íslenskir karlar séu vondir. „Þeir vakna ekki á morgnana með það að markmiði að útiloka, mismuna eða vera vondir við konur og jaðarsett fólk. Þetta snýst bara alls ekkert um karlana sem einstaklinga. Þetta snýst um samfélag sem er fast í viðjum vana sem byggja á löngu úreltum skilgreiningum og viðmiðum og frávikum.“

Hins vegar segir Sóley að því róttækari sem áform og tillögur stjórnmálafólks eru, þeim mun harkalegri verður umræðan, gagnrýnin og áreitið. „Þetta tvennt tvinnast svo saman, annars vegar líffræðilegu breyturnar og hins vegar það hversu mikið þú notar valdið eða stöðuna til þess að brjóta upp valdakerfið.“

Orðræða og áreitni gagnvart stjórnmálafólkiAuk Sóleyjar héldu Bríet B. Einarsdóttir, fjölmiðla- og boðskiptafræðingur, og Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, erindi þar sem þær kynntu niðurstöður rannsókna sinna á orðræðu og áreitni gagnvart stjórnmálafólki.

Sóley segir vissulega dæmi um konur sem notið hafa vinsælda í stjórnmálum en flestar eiga þær sameiginlegt að ögra litlu sem engu. „Vera eins hefðbundnar og hugsast getur. Það eru líka til karlar sem uppfylla öll skilyrði um viðmið en þeir ögra svo mikið að þeir sæta meira mótlæti en aðrir. Þannig getur þetta fléttast saman, verið flóknara en það lítur út fyrir í upphafi, en aðalmálið er að fólk sem af einhverjum ástæðum ögrar hinu ríkjandi valdakerfi er líklegra til að mæta einhvers konar mótlæti eða neikvæðri orðræðu.“

Sóley segist gera sér grein fyrir því að allt stjórnmálafólk mætir einhverju mótlæti. „Það getur verið sárt og vont og lýjandi að vinna í hörðum heimi atvinnufólks í opinberum átökum. En án þess að ég vilji gera lítið úr þeim sársauka, því mótlæti og áhrifum neikvæðs umtals þá verðum við samt að þora að skoða og greina og setja það í samhengi við valdakerfið.“

Send í raddþjálfun og stílisti fór í gegnum fataskápinn

Sjálf tók hún virkan þátt í stjórnmálum um tíu ára skeið, fyrst sem varaborgarfulltrúi árið 2006 og sem borgarfulltrúi fyrir Vinstri græn frá 2009 til 2016, þegar hún baðst lausnar. Hatursorðræða var stór ástæða þess að hún sagði skilið við stjórnmálin, en einnig hvernig viðbrögð hún fékk innan stjórnmálanna um hvernig hún átti að bregðast við. 

„Ég fékk ekki að vera ég. Þess vegna hætti ég.“

„Þar var bara þöggun. Ég átti bara að verða duglegri. „Vertu bara harðari, ekki lesa kommentin, stattu þig stelpa, hættu þessu“. En, á sama tíma var ég send í raddþjálfun og það kom stílisti heim til mín og tók til í fataskápnum mínum til þess að fólk myndi frekar kjósa mig og fólk bað mig ítrekað um að breikka mig, hætta að tala um feminisma, setja á mig varalit, ekki vera svona reið, ekki vera svona, ekki vera hinsegin, af því að það hentaði ekki samfélaginu. Á sama tíma og viðbragðið var í rauninni: „Mættu þessu, gerðu bara það sem kommentakerfin eru að segja þér að gera“. Og það er hluti af þessu öllu saman. Ég fékk ekki að vera ég. Þess vegna hætti ég,“ segir Sóley. 

Flúði land og pakkaði sér inn í bómul

Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð í baráttunni gegn hatursorðræðu og samfélagið væri betra ef við værum öll gagnrýnni á það sem er sett fram að mati Sóleyjar „Það er mitt „passion“ í lífinu að greina og segja frá greiningum mínum á því hvernig valdakerfið er að birtast og viðhalda sér í samskiptum okkar. Það skiptir ekki bara máli hvernig líffræðin er eða hvaða hópum þú tilheyrir líffræðilega heldur líka hvernig þú samsamar þig þeim og hvernig þú hagar þér. Og ef þú ert ekki að haga þér í samræmi við viðteknar venjur, um það hvernig þú átt að vera sem karl eða kona eða fötluð manneskja, eða ef þú tilheyrir einhverjum öðrum jaðarhópi, þá ertu líklegri til að mæta meira mótlæti. Og þetta er eitthvað sem við þurfum að vera meðvitaðri um. Þeim mun meiri upplýsingar sem koma fram um þetta, þeim mun líklegra er að fólk átti sig á að það er búið að vera að haga sér eins og asnar.“

Sjö ár eru liðin frá því að Sóley sagði skilið við stjórnmálin en hún er hægt og rólega að leggja sitt að mörkum í samfélagsumræðuna á ný. „Ég fór út úr umræðunni. Ég flutti til útlanda. Ég flúði land, hreinlega, og pakkaði mér inn í bómul í sirka tvö ár, tók eiginlega engan þátt í neinni opinberri umræðu og vann mjög mikið úr „burnout“-inu og vanlíðaninni og ofbeldinu sem ég hafði orðið fyrir. Svo fór ég smátt og smátt að vinna mig til baka aftur, kannski svona á þriðja ári eftir að ég hætti í pólitík kom ég til baka.“ 

„Þeim mun meiri upplýsingar sem koma fram um þetta, þeim mun líklegra er að fólk átti sig á að það er búið að vera að haga sér eins og asnar.“

Í ófá skipti hefur hún samt sem áður þurft að loka samfélagsmiðlum og bakka í vörn. „Ég finn það í dag að ég triggerast en það gerist kannski einna helst þegar að ég sé að það eru konur sem verða fyrir árásum í fjölmiðlum, það er það sem var erfiðast fyrir mig, ég þorði ekki að lesa fjölmiðla sjálf á morgnana um tíma því að ég vissi ekki hvað yrði sagt um mig eða hvernig það yrði afbakað. Þegar það er til dæmis ráðist á Eddu Falak eða einhverjar af þessum konum sem núna eru í broddinum, þá finn ég að þá kviknar þessi vanlíðan, bæði andlega og líkamlega.“

Fjölmiðlar næra hatursorðræðuna

Mikil vinna er fram undan í baráttunni gegn hatursorðræðu og íslenskt samfélag er í raun skammt á veg komið að mati Sóleyjar. „Mér finnst við ekki vera komin það langt að við getum farið að benda á gerendur af því að þetta er hluti af svo stóru vandamáli, áhrifin koma úr svo mörgum áttum, ekki bara frá einhverjum dólgum á netinu heldur líka frá vel meinandi fólki sem er að reyna að halda mér í skefjum.“

Fjölmiðlar geta samt sem áður stigið stórt skref með því að loka kommentakerfum. „Það þarf að vakta þetta og það er bara ábyrgðarhluti að ákveða að gera það ekki. Fjölmiðlar eru beinlínis að næra hatursorðræðuna, ég veit ekki hversu margar fréttir hafa verið skrifaðar um mig beinlínis til að næra hatursorðræðuna, það er á ábyrgð fjölmiðla að koma í veg fyrir það.“

Til að ná sterkari tökum á baráttunni gegn hatursorðræðu þarf að byrja á að greina orðræðuna. „Svo getum við farið að skoða hvað við getum farið að gera til að breyta því. Greining er breytingarafl,“ segir Sóley og tekur dæmi. „Um leið og við vissum hvað hrútskýring var gátum við farið á benda á það og þar með var hægt að segja: Hættu þessu. En áður en við höfðum skilgreiningu á hlutnum gátum við ekki barist gegn honum. Það þarf að greina þetta miklu, miklu betur.“

Hvað hatursorðræðu og stjórnmálafólk varðar segir Sóley að ef stuðla eigi að opinni og lýðræðislegri umræðu í stjórnmálum þarf  að tryggja að fólk hafi sama aðgang að henni. 

„Til þess að svo geti orðið þurfum við að horfast í augu við það að fólk situr undir misjafnlega harkalegri umræðu, verður fyrir mis miklu áreiti í starfi og það er vandamál sem við þurfum að finna lausnir á, ef að við viljum að fólk geti raunverulega haft áhrif án þess að leggja eigin velferð og geðheilsu að veði.“

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín Sólveig Bjarnadóttir skrifaði
    Mögnuð hún Sóley!
    0
  • Árni Ingi Ríkharðsson skrifaði
    Oft kemst stjórnmála fólk upp með það að segja ósatt til þess að vera kosið lofar að bæta kjör eða leikskóla plássi eða þessu eða hinu kanski er máð einhver hluti af vandamálinu
    0
  • Kristján Aðalsteinsson skrifaði
    Greinilegt að hún þurfi hjálp inlōgn
    -15
  • Kristján Aðalsteinsson skrifaði
    Guð min hvað hún er geðbiluð grei ég hef samhuð með soley tomarsdottir hvað hún þarf fara innleg á geðdeild
    -14
    • Árni Jónsson skrifaði
      Ég hélt í smá stund að kannski væri Sóley að oftúlka orðræðuna gegn sér.

      Svo las ég commentið þitt.
      23
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
2
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár