Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Ég lifði í stöðugum ótta“

Stund­um er allt í lagi að verða sár og reið, seg­ir Edda Falak, sem var gerð að svartri skessu á þrett­ándagleði ÍBV í Vest­manna­eyj­um og upp­nefnd flak. Skess­an var birt­ing­ar­mynd á því áreiti sem hún hef­ur þurft að þola, líf­láts­hót­an­ir og refsi­að­gerð, sem átti að fel­ast í því að lokka hana inn í sendi­ferða­bíl þar sem hóp­ur karla myndi brjóta á henni.

Á sunnudagsmorgni vaknaði Edda Falak við símann. Hún sá að fjölmiðlar voru að reyna að ná í hana og höfðu sent skilaboð þar sem óskað var eftir hennar viðbrögðum við skessumálinu. Hún opnaði fréttasíður til að reyna að átta sig á því um hvað væri eiginlega verið að tala og þar sem hún lá uppi í rúmi varð henni ljóst að íbúar í Vestmannaeyjum höfðu fagnað þrettándanum með því að ganga götur bæjarins með risavaxin tröll. Annað tröllið var klætt í hefðbundin klæði karlmanna í Katar en hitt var skessa, svört í framan, merkt henni, eða þannig, hún var auðvitað uppnefnd: „Edda Flak“.

Eddu var brugðið, ekki aðeins vegna þess að þarna var farið fram með rasískan og andfemínískan áróður gagnvart henni, því hafði hún vanist. En þarna var það gert á opinberum vettvangi, á fjölskylduhátíð sem fór fram í nafni íþróttafélagsins í bænum. Sama íþróttafélags og stendur að baki …

Kjósa
73
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (7)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Bylgja Sigurjónsdóttir skrifaði
    Viðurstyggilegt lið! Manni verður óglatt við lesturinn.
    0
  • HH
    Hildur Harðardóttir skrifaði
    Gjörsamlega óafsakanlegt í alla staði. Veit svo sem að til er fordómafullt fólk, ég vil segja það tröllheimskt. Þeir sem hingað hafa komið eru að flestu leyti flóttafólk sem flúið hefur hernað og ofbeldi. Stend með þér Edda mín, þú ert hetja í mínum augum.
    8
  • Petur J Eiriksson skrifaði
    Þetta er ótrúlegt. Ég hefði gjarnan viljað sjá Heimi Hallgrímsson sýna drengskap og karlmennsku og standa upp fyrir þessa konu.
    10
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Ef þetta á að vera svona fréttamennska hef ég lítinn áhuga á að styrkja þennan miðil
    -40
  • Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Hvar er fréttavinnslan í þessari viðtalsgrein Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir? S.s. viðtöl við þá sem merktu skessuna "Edda Flak", og svör þeirra við til hvers og hvaða aðila væri verið að vísa? Eða mati á líkum þess að í umræðum um sendibíla og nauðgun fælist alvara fremur en t.d. kaldhæðnisleg umræða. Sem og hvernig þessi umræða speglaðist við aðrar þekktar umræður, s.s. um tjaldhæla? Og var líklegt að í þeirri umræðu hefði falist alvara?
    Hvort ætlar Heimildin að uppfræða okkur lesendur eftir gagnrýna fréttavinnslu og styrkja lýðræðið, eða vera innrætingarmiðill og styrkja træbalismann?
    -44
    • Einar Maack skrifaði
      Ert þú einn af þessum sem taka þátt í þessari sendibílaumræðu?

      Því ef ekki, hefur þú ekki hugmynd um hvort þetta sé kaldhæðnislegt djók eða ekki.

      Þannig að þú varst annað hvort að tala útúr rassgatinu á þér eða koma upp um þig.
      33
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár