Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Jóhannes Tryggvi kominn í afplánun í opnu fangelsi

Jó­hann­es Tryggvi Svein­björns­son hóf afplán­un á Litla-Hrauni um mitt síð­asta ár en hann var flutt­ur á Kvía­bryggju nú í fe­brú­ar. Jó­hann­es Tryggvi var dæmd­ur í sjö ára fang­elsi fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn fimm kon­um. Fang­els­is­mála­stjóri seg­ir alla hefja afplán­un í lok­uðu fang­elsi. All­ir fang­ar eigi síð­an mögu­leika á því að afplána í opnu fang­elsi, óháð brota­flokki, svo lengi sem þeir hafi ekki gerst sek­ir um aga­brot í afplán­un­inni.

Jóhannes Tryggvi kominn í afplánun í opnu fangelsi
Laus af Litla-Hrauni Jóhannes Tryggvi hóf afplánun í lokuðu fangelsi um mitt ár í fyrra en er nú kominn í opið fangelsi.

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, er nú í afplánun á Kvíabryggju. Fangelsið er skilgreint sem opið fangelsi, þar eru ekki rimlar fyrir gluggum og svæðið afgirt eins og hefðbundið sveitabýli. 

Jóhannes Tryggvi rak meðferðarstöðina Postura og sagðist sérhæfa sig í meðferðum við stoðkerfisvanda. Hann braut á konunum fimm þegar þær voru á nuddbekk hjá honum í meðferð. Í dómi Landsréttar sagði að brot Jóhannesar gegn konunum hefðu verið framin í skjóli trúnaðartrausts og samkvæmt atvikalýsingu mætti ráða að vilji hans til að brjóta á þeim hafi verið sterkur og einbeittur.

Segist enn vera saklaus

Mikil reiði greip um sig á dögunum eftir að Vísir.is birti umfjöllun um Jóhannes þar sem haft er eftir houm að hann telji sig hafa verið sakfelldur án dóms og laga, þrátt fyrir að hafa sannarlega verið sakfelldur á tveimur dómstigum. Þar var einnig fjallað um fjársöfnun sem hann hafði sett af stað fyrir sjálfan sig. 

Í byrjun þessa mánaðar hafnaði endurupptökudómstóll kröfum Jóhannesar Tryggva um að dómur Landsdóms yrði endurupptekinn. Í beiðni sinni til dómstólsins hélt hann því fram að stór hópur kvenna hefði sameinast um að saka hann ranglega um kynferðisbrot. Endurupptökudómstóll komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til að svo væri. 

Sýnir enga iðrun

Heimildinni hafa borist ábendingar þar sem fólk undrast að Jóhannes sé kominn í opið fangelsi svo skömmu eftir að hann hóf afplánun, ekki síst í ljósi þess að brot hans voru alvarleg og ítrekuð, auk þess sem hann sýni enga iðrun eða taki ábyrgð á brotum sínum.

Jóhannes hóf afplánun á Litla-Hrauni um mitt ár 2022 en var fluttur á Kvíabryggju í febrúar 2023. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra fanga en segir að allir fangar eigi möguleika á framgangi í afplánun, óháð brotaflokki og brotasögu. 

„Allir hefja afplánun í lokuðu fangelsi. Ef menn eru agabrotalausir eiga þeir möguleika á að fara síðan í opið fangelsi, að þeim tíma loknum á áfangaheimili og eru síðan heima hjá sér með ökklaband,“ segir Páll. Þá gilda þau tímaskilyrði að fangar afpláni ekki lengur en þrjú til fjögur ár í opnu fangelsi. Fangar með lengri dóm þurfi því að vera lengur í lokuðu fangelsi áður en þeir eiga möguleika á að afplána í opnu fangelsi. Samkvæmt Páli er samsetning fangahópsins svipuð hvort sem um er að ræða opið eða lokað fangelsi.

Miðað við alvarleika brota Jóhannesar má reikna með því að hann afpláni tvo þriðju dómsins og fari síðan á reynslulausn. 

Yfir tuttugu konur kærðu 

Rúmlega tuttugu konur kærðu Jóhannes Tryggva fyrir sambærileg brot þegar þær voru hjá honum vegna meðhöndlunar á stoðkerfisvanda. Enn fleiri konur hafa lýst brotum af hendi Jóhannesar án þess að hafa lagt fram kærur. Í öllum tilfellum lýstu konurnar því að Jóhannes hefði strokið kynfæri þeirra og farið með putta ýmist upp í leggöng eða endaþarm eða hvort tveggja. Þessu til viðbótar kærðu tvær konur hann fyrir að brjóta á þeim þegar þær voru börn. Þau mál voru látin niður falla.

Jóhannes Tryggvi var í janúar 2021 dæmdur í fimm ára fangelsi í fyrir að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu meðferðar hjá honum við stoðkerfisvanda á árunum 2009 til 2015. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. 

Jóhannes Trygggvi áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem þyngdi hann upp í sex ár. Dómur Landsréttar féll í nóvember 2021.

Í ársbyrjun 2022 gerði Héraðsdómur Reykjaness Jóhannesi síðan tólf mánaða hegningarauka þegar hann var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fimmtu konunni, og bætist hegningaraukinn við sex ára dóminn. 

Hann sótti um að skjóta málinu til Hæstaréttar en því var hafnað, meðal annars með þeim rökum að niðurstaða Landsréttar væri að verulegu leyti byggð á sönnunargildi munnlegs framburðar og það mat verði ekki endurskoðað hjá Hæstarétti. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eva Þórðardóttir skrifaði
    Það má alveg taka fram að íslenskt réttarkerfi virkar þannig að ef svona margar kærur berast þá eru 4-5 valdar úr sem eru taldar líklegastar til sakfellingar og aðeins ákært í þeim málum. Það þýðir ekki að Jóhannes sé saklaus af þeim 15 kærum sem hann var ekki ákærður fyrir. Einnig má taka það fram að Evrópudómstóllinn er nú þegar með mál til meðferðar þar sem Jóhannes er kærður fyrir brot gegn barni þar sem lögreglan á íslandi stóð sig ekki við rannsókn málsins. Þessi maður er stór hættulegur... gaman að hann sé kominn í ''sumarbúðir''. Allar konur á íslandi geta greinilega gengið um óhultar því hér eru einungis menn sem eru saklausir þó svo að sekt sé sönnuð og allt það sem íslenskt samfélag og réttarkerfi hér gengur greinilega út á til að verda og skapa öryggi fyrirr konur og börn!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár