Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ríkisendurskoðun telur að birting greinargerðar um Lindarhvol kunni að vega að sjálfstæði embættisins

Rík­is­end­ur­skoð­un leggst mjög hart gegn því að grein­ar­gerð fyrr­ver­andi rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol, fé­lags sem stofn­að var til að fara með mörg hundruð millj­arða króna eign­ir sem féllu rík­inu í skaut vegna stöð­ug­leika­samn­inga við kröfu­hafa föllnu bank­anna.

Ríkisendurskoðun telur að birting greinargerðar um Lindarhvol kunni að vega að sjálfstæði embættisins
Ríkisendurskoðandi Guðmundur Björgvin Helgason var kosinn ríkisendurskoðandi í fyrrasumar. Mynd: Ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun telur að með því að veita aðgang að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol sé verið að setja varasamt fordæmi sem kynni að vega að sjálfstæði embættisins. um sér að ræða vinnuskjal sem hafi að geyma upplýsingar sem settar hafi verið fram án þess að gætt hafi verið að málsmeðferðarreglum laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. 

Þetta kemur fram í sjónarmiðum og athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur birt vegna málsins á vef sínum. 

Lindarhvol er félag sem starfaði á árunum 2016 til 2018. Hlut­verk þess var að taka við eignum sem féllu rík­inu í skaut vegna stöð­ug­leika­samn­inga við kröfu­hafa. Um var að ræða eignir sem voru mörg hund­ruð millj­arða króna virði. Sala á eignum Lindarhvols hafði verið mikið í umræðunni þegar ákveðið var að Ríkisendurskoðun myndi ráðast í úttekt á málefnum félagsins. Sérstaklega var þar um að ræða sölu félagsins á hlut rík­is­ins í Klakka, áður Exista, til banda­rísks vog­un­ar­sjóðs. Klakki átti á þeim tíma fjármögnunarfyrirtækið Lýsingu, sem síðar var endurnefnt Lykill og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins. 

Á meðal þeirra sem buðu í eignina var félagið Frigus II ehf., sem er í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona, fyrrverandi aðaleigenda Exista, og Sigurðar Valtýssonar, fyrrverandi forstjóra Exista. Þeir voru afar ósáttir við að tilboði þeirra hafi ekki verið tekið og höfðuðu síðar skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Frigus gerði kauptilboð upp á 500 milljónir króna í hlutinn árið 2016 og forsvarsmenn félagsins telja sig hafa verið hlunnfarna af Lindarhvoli, og þar með íslenska ríkinu, í viðskiptunum og krefjast skaðabóta upp á rúmlega 650 milljónir króna. 

Málflutningur fór fram í janúar og nú er beðið dóms í málinu. Í málflutningnum kom meðal annars fram að Kvika banki hefði leppað kauptilboð Frigusar og í máli Ásgeirs Reykfjörðs Gylfasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Kviku banka, fyrir dómi kom fram að það hafi meðal annars verið gert að stemn­ing­in í sam­fé­lag­inu hafi ver­ið þannig að ­bræð­urnir Ágúst og Lýður, sem oftast eru kenndir við Bakkavör, hafi ekki getað átt eftirlitsskylt fjármálafyrirtæki. 

Segir einungis eina skýrslu geta verið fyrir hvert mál

Sigurður var settur sem ríkisendurskoðandi í málefnum Lindarhvols árið 2016 sökum þess að þáverandi ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, og Þórhallur Arason, einn stjórnarmanna Lindarhvols og þá skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, eru bræður. 

Þegar Sveinn hætti sem ríkisendurskoðandi og Skúli Eggert Þórðarson tók við starfinu var vanhæfið ekki lengur til staðar. Við það var verkefnið fært til Ríkisendurskoðunar að nýju. Sigurður skilaði Alþingi greinargerð um Lindarhvol árið 2018. Greinargerðin hefur legið hjá forsætisnefnd Alþingis og Sigurður hefur verið opinskár með að hann telji að hana eigi að birta. Fjölmiðlar hafa ítrekað óskað eftir að fá hana afhenta án árangurs. Forsætisnefnd lét vinna lögfræðiálit um málið þar sem fram kemur að ekkert komi í veg fyrir að greinargerðin verði birt.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er meirihluti forsætisnefndar þeirrar skoðunar að það eigi að gera en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hefur neitað að verða við því og borið fyrir sig að umfjöllun um málið sé ekki lokið í nefndinni. Auk þess hefur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagst gegn birtingu greinargerðarinnar. „Það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í síðasta mánuði. 

Sú skýrsla sem Bjarni vísar þar í er afurð Ríkisendurskoðunar sem var birt í maí 2020. Í henni voru engar athuga­semdir við störf stjórnar Lind­ar­hvols né rekstur félagsins. 

Telur ekki á valdi Alþingis að veita aðgang

Ríkisendurskoðun birti í dag á vef sínum sjónarmið sín og athugasemdir í tengslum við málefni Lindarhvols og er það sagt gert vegna „umræðu á Alþingi og í fjölmiðlum.“

Þar er málsmeðferðin rakin og ræk færð fyrir því að greinargerð Sigurðar sé vinnuskjal sem skilað hafi verið þegar vinnu við úttektina hafi ekki verið lokið og það sé því afstaða Ríkisendurskoðunar að það beri því ekki að birta skjalið opinberlega. 

Þar er sérstaklega tilgreint að Ríkisendurskoðun telji að lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga eigi að ganga framar upplýsingalögum. „Ríkisendurskoðun telur brýnt að málsmeðferð Alþingis í yfirstandandi umræðum um greinargerðina gæti að óhæði og sjálfstæði ríkisendurskoðanda og bendir á að það er ekki á valdi Alþingis að veita aðgang að vinnuskjali sem verður til við lögbundin störf embættisins. Ríkisendurskoðun telur að með því að veita aðgang að vinnuskjali sem hefur að geyma upplýsingar sem settar eru fram án þess að gætt hafi verið að málsmeðferðarreglum laga nr. 46/2016 væri verið að setja varasamt fordæmi sem kynni að vega að sjálfstæði embættisins.“ 

Sá fyrsti í meira en 30 árJóhann Páll Jóhannsson hefur farið fram á að þingmenn greiði atkvæði um hvort fyrirspurn hans um Lindarhvol sé tæk.

Stjórnarandstöðuþingmenn hafa beitt sér fyrir því að greinargerði verði birt. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði nýverið fram fyrirspurn í nokkrum liðum um málefni Lindarhvols sem forseti Alþingis hafnaði. Jóhann Páll vísaði í kjölfarið í þingskaparlög og krafðist þess að öllum þingmönnum yrði gefin kostur á að greiða atkvæði um hvort fyrirspurnin væri tæk. Sú atkvæðagreiðsla mun fara fram næstkomandi mánudag. Það verður í fyrsta sinn frá árinu 1989 sem látið verður á reyna rétt þingmanns til að bera fram fyrirspurn með aktvæðagreiðslu í þingsal eftir að forseti Alþingis hefur synjað fyrirspurninni. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgir Hermannsson skrifaði
    Þarna er eithvað skrítið á ferðinni, sem þolir ekki dagsljósið!
    0
    • Siggi Rey skrifaði
      Svo ábyggilega satt hjá þér. Vellýgni Bjarni hefur klærnar í ríkisendurskoðun og beitir þar frekju og yfirgangi til að fela drulluna sem hann skapar!
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár