Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkisendurskoðun telur að birting greinargerðar um Lindarhvol kunni að vega að sjálfstæði embættisins

Rík­is­end­ur­skoð­un leggst mjög hart gegn því að grein­ar­gerð fyrr­ver­andi rík­is­end­ur­skoð­anda um Lind­ar­hvol, fé­lags sem stofn­að var til að fara með mörg hundruð millj­arða króna eign­ir sem féllu rík­inu í skaut vegna stöð­ug­leika­samn­inga við kröfu­hafa föllnu bank­anna.

Ríkisendurskoðun telur að birting greinargerðar um Lindarhvol kunni að vega að sjálfstæði embættisins
Ríkisendurskoðandi Guðmundur Björgvin Helgason var kosinn ríkisendurskoðandi í fyrrasumar. Mynd: Ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun telur að með því að veita aðgang að greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol sé verið að setja varasamt fordæmi sem kynni að vega að sjálfstæði embættisins. um sér að ræða vinnuskjal sem hafi að geyma upplýsingar sem settar hafi verið fram án þess að gætt hafi verið að málsmeðferðarreglum laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga. 

Þetta kemur fram í sjónarmiðum og athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur birt vegna málsins á vef sínum. 

Lindarhvol er félag sem starfaði á árunum 2016 til 2018. Hlut­verk þess var að taka við eignum sem féllu rík­inu í skaut vegna stöð­ug­leika­samn­inga við kröfu­hafa. Um var að ræða eignir sem voru mörg hund­ruð millj­arða króna virði. Sala á eignum Lindarhvols hafði verið mikið í umræðunni þegar ákveðið var að Ríkisendurskoðun myndi ráðast í úttekt á málefnum félagsins. Sérstaklega var þar um að ræða sölu félagsins á hlut rík­is­ins í Klakka, áður Exista, til banda­rísks vog­un­ar­sjóðs. Klakki átti á þeim tíma fjármögnunarfyrirtækið Lýsingu, sem síðar var endurnefnt Lykill og lýtur eftirliti Fjármálaeftirlitsins. 

Á meðal þeirra sem buðu í eignina var félagið Frigus II ehf., sem er í eigu Ágústs og Lýðs Guðmundssona, fyrrverandi aðaleigenda Exista, og Sigurðar Valtýssonar, fyrrverandi forstjóra Exista. Þeir voru afar ósáttir við að tilboði þeirra hafi ekki verið tekið og höfðuðu síðar skaðabótamál gegn íslenska ríkinu. Frigus gerði kauptilboð upp á 500 milljónir króna í hlutinn árið 2016 og forsvarsmenn félagsins telja sig hafa verið hlunnfarna af Lindarhvoli, og þar með íslenska ríkinu, í viðskiptunum og krefjast skaðabóta upp á rúmlega 650 milljónir króna. 

Málflutningur fór fram í janúar og nú er beðið dóms í málinu. Í málflutningnum kom meðal annars fram að Kvika banki hefði leppað kauptilboð Frigusar og í máli Ásgeirs Reykfjörðs Gylfasonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Kviku banka, fyrir dómi kom fram að það hafi meðal annars verið gert að stemn­ing­in í sam­fé­lag­inu hafi ver­ið þannig að ­bræð­urnir Ágúst og Lýður, sem oftast eru kenndir við Bakkavör, hafi ekki getað átt eftirlitsskylt fjármálafyrirtæki. 

Segir einungis eina skýrslu geta verið fyrir hvert mál

Sigurður var settur sem ríkisendurskoðandi í málefnum Lindarhvols árið 2016 sökum þess að þáverandi ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, og Þórhallur Arason, einn stjórnarmanna Lindarhvols og þá skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, eru bræður. 

Þegar Sveinn hætti sem ríkisendurskoðandi og Skúli Eggert Þórðarson tók við starfinu var vanhæfið ekki lengur til staðar. Við það var verkefnið fært til Ríkisendurskoðunar að nýju. Sigurður skilaði Alþingi greinargerð um Lindarhvol árið 2018. Greinargerðin hefur legið hjá forsætisnefnd Alþingis og Sigurður hefur verið opinskár með að hann telji að hana eigi að birta. Fjölmiðlar hafa ítrekað óskað eftir að fá hana afhenta án árangurs. Forsætisnefnd lét vinna lögfræðiálit um málið þar sem fram kemur að ekkert komi í veg fyrir að greinargerðin verði birt.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er meirihluti forsætisnefndar þeirrar skoðunar að það eigi að gera en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hefur neitað að verða við því og borið fyrir sig að umfjöllun um málið sé ekki lokið í nefndinni. Auk þess hefur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, lagst gegn birtingu greinargerðarinnar. „Það getur bara verið ein skýrsla í hverju máli,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í síðasta mánuði. 

Sú skýrsla sem Bjarni vísar þar í er afurð Ríkisendurskoðunar sem var birt í maí 2020. Í henni voru engar athuga­semdir við störf stjórnar Lind­ar­hvols né rekstur félagsins. 

Telur ekki á valdi Alþingis að veita aðgang

Ríkisendurskoðun birti í dag á vef sínum sjónarmið sín og athugasemdir í tengslum við málefni Lindarhvols og er það sagt gert vegna „umræðu á Alþingi og í fjölmiðlum.“

Þar er málsmeðferðin rakin og ræk færð fyrir því að greinargerð Sigurðar sé vinnuskjal sem skilað hafi verið þegar vinnu við úttektina hafi ekki verið lokið og það sé því afstaða Ríkisendurskoðunar að það beri því ekki að birta skjalið opinberlega. 

Þar er sérstaklega tilgreint að Ríkisendurskoðun telji að lög um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga eigi að ganga framar upplýsingalögum. „Ríkisendurskoðun telur brýnt að málsmeðferð Alþingis í yfirstandandi umræðum um greinargerðina gæti að óhæði og sjálfstæði ríkisendurskoðanda og bendir á að það er ekki á valdi Alþingis að veita aðgang að vinnuskjali sem verður til við lögbundin störf embættisins. Ríkisendurskoðun telur að með því að veita aðgang að vinnuskjali sem hefur að geyma upplýsingar sem settar eru fram án þess að gætt hafi verið að málsmeðferðarreglum laga nr. 46/2016 væri verið að setja varasamt fordæmi sem kynni að vega að sjálfstæði embættisins.“ 

Sá fyrsti í meira en 30 árJóhann Páll Jóhannsson hefur farið fram á að þingmenn greiði atkvæði um hvort fyrirspurn hans um Lindarhvol sé tæk.

Stjórnarandstöðuþingmenn hafa beitt sér fyrir því að greinargerði verði birt. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði nýverið fram fyrirspurn í nokkrum liðum um málefni Lindarhvols sem forseti Alþingis hafnaði. Jóhann Páll vísaði í kjölfarið í þingskaparlög og krafðist þess að öllum þingmönnum yrði gefin kostur á að greiða atkvæði um hvort fyrirspurnin væri tæk. Sú atkvæðagreiðsla mun fara fram næstkomandi mánudag. Það verður í fyrsta sinn frá árinu 1989 sem látið verður á reyna rétt þingmanns til að bera fram fyrirspurn með aktvæðagreiðslu í þingsal eftir að forseti Alþingis hefur synjað fyrirspurninni. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgir Hermannsson skrifaði
    Þarna er eithvað skrítið á ferðinni, sem þolir ekki dagsljósið!
    0
    • Siggi Rey skrifaði
      Svo ábyggilega satt hjá þér. Vellýgni Bjarni hefur klærnar í ríkisendurskoðun og beitir þar frekju og yfirgangi til að fela drulluna sem hann skapar!
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár