Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ekki grundvöllur fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið – Samtöl engu skilað

Sam­töl líf­eyr­is­sjóða við rík­ið hafa engu skil­að vegna upp­gjörs eigna og skulda ÍL-sjóðs. Sam­kvæmt líf­eyr­is­sjóð­un­um hafa full­trú­ar ráðu­neyt­is­ins ekki kom­ið til móts við kröf­ur sjóð­anna um full­ar efnd­ir af hálfu ís­lenska rík­is­ins í um­leit­un­um þess um mögu­legt upp­gjör.

Ekki grundvöllur fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið – Samtöl engu skilað
Svör ráðherrans komu á óvart Svör Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra á Alþingi um málið í síðustu viku komu lífeyrissjóðunum á óvart hvað varðar ummæli um að ekki sé verið að óska eftir samkomulagi um skerðingu eigna. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Fundur tuttugu lífeyrissjóða, stærstu eigenda skuldabréfa ÍL-sjóðs, telur að óbreyttu ekki grundvöll fyrir samningaviðræðum við fjármálaráðuneytið um uppgjör skuldbindinga sjóðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lífeyrissjóðirnir sendu fjölmiðlum í dag. 

Fram kemur að fulltrúar ráðuneytisins hafi ekki komið til móts við kröfur lífeyrissjóðanna um fullar efndir af hálfu íslenska ríkisins í umleitunum þess um mögulegt uppgjör. 

ÍL-­­­sjóður varð til á grund­velli laga sem sam­­­þykkt voru árið 2019, og skiptu Íbúða­lána­­­sjóði upp í tvennt. Hluti hans, sá sem snýr að fjár­­­­­mögnun á félags­­­­­legri upp­­­­­bygg­ingu á hús­næði, færð­ist í nýja stofn­un, Hús­næð­is- og mann­­­virkja­­­stofn­un. Skuldir og eignir vegna íbúða­lána á almennum mark­aði, sem rekja má að mestu til skulda­bréfa­út­­­­­gáfu á árinu 2004, voru sett í ÍL-­­­sjóð. Skulda­bréf­in, sem eru með gjald­daga til 2044, eru ekki upp­­­greið­an­­­leg en lánin sem sjóð­­­ur­inn veitti eru það hins veg­­­ar. 

Áætlað tap vegna fyr­ir­komu­lagsins 200 millj­­­arðar

Vandi ÍL-­­­sjóðs er til­­­kom­inn vegna þess að íbúða­lán bank­ans hafa verið greidd upp á miklum hraða, og eru ein­ungis um 20 pró­­­sent af eignum sjóðs­ins, á meðan að enn þarf að þjón­usta skulda­bréf­in. Áætlað er að tap vegna þessa fyr­ir­komu­lags verði að óbreyttu 200 millj­­­arðar króna. 

Þessi áætlun byggði á lög­­fræð­i­á­liti sem ráðu­­neytið lét vinna fyrir sig sem komst að þeirri nið­­ur­­stöðu að þetta væri ger­­legt. Sá sem skrif­aði það álit er Jóhannes Karl Sveins­­son lög­­­mað­­ur. Sam­hliða var greint frá því að Stein­þór Páls­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, hefði verið feng­inn sem milli­göngu­að­ili í sam­tali við eig­endur krafna á ÍL-­sjóð. Hann átti að reyna að ná sam­komu­lag­inu við sjóð­ina. 

Lífeyrissjóðir, sem eiga um 80 prósent skulda­bréfa sem útgefin voru af ÍL-­sjóði, áætluðu að sú leið sem Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boð­aði myndi kosta þá yfir 100 millj­arða króna. Tap eig­enda bréfa ÍL-­sjóðs stafar af því þau voru verð­lögð miðað við 3,75 pró­sent verð­tryggða vexti út líf­tíma bréf­anna. Ef bréfin væru greidd upp miðað við stöðu þeirra í dag væri hægt að ávaxta þá fjár­muni um 1,7 til 1,8 pró­sent með kaupum á verð­tryggðum rík­is­skulda­bréf­um. Í þessum mun felst áætlað tap eig­enda bréf­anna. 

Þann 11. nóv­em­ber 2022 til­kynntu flestir líf­eyr­is­sjóðir lands­ins að þeir hefðu ákveðið að mynda sam­eig­in­­lega vett­vang til að greina stöðu sjóð­anna vegna ÍL-­­sjóðs. Hver og einn sjóður myndi þó á end­­anum taka sjálf­­stæða ákvörðun um hvað hann vildi gera í mál­inu.

Sagðist ekki hafa beðið lífeyrissjóði um að skerða eignir sínar

Heimildin fjallaði um svar Bjarna við fyrirspurn Jóhanns Páls Jóhannssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, í síðustu viku en í því kom fram að ráðuneytið liti svo á að það væri ekki að óska eftir samningi við lífeyrissjóði og aðra eigendur skulda ÍL-sjóðs um skerðingu eigna í þeim umleitunum sem farið höfðu fram á forræði þess við þá aðila. Fyrirsjáanlegt væri að ÍL-sjóður geti ekki staðið undir öllum skuldbindingum sínum og væri ógjaldfær. Þess vegna væru uppi sjónarmið um að ganga yrði til uppgjörs á sjóðnum. „Slíkt uppgjör gæti til að mynda falið í sér að eigendur bréfanna fái afhentan höfuðstól skuldarinnar ásamt vöxtum og verðbótum til uppgjörsdags. Ávöxtun af slíku eignasafni í höndum lífeyrissjóðanna kynni allt eins að verða jafn góð eða betri en af skuldabréfum ÍL-sjóðs,“ sagði í svarinu. 

Þar kom enn fremur fram að Bjarni hefði ekki boðað eina tiltekna aðgerð eða ráðstöfun í málefnum ÍL-sjóðs, hvorki í skýrslu um málefni sjóðsins né á blaðamannafundi sem Bjarni hélt seint á síðasta ári. Þar hefði verið um að ræða kynningu á ósjálfbærri fjárhagsstöðu sjóðsins og „reifun á þremur leiðum sem helst virðast koma til greina við úrvinnslu sjóðsins. Líkt og fram hefur komið mun Alþingi svo þurfa að taka afstöðu til þeirra leiða sem farnar verða.“

Full samstaða meðal lífeyrissjóðanna

Fram kemur í tilkynningunni sem lífeyrissjóðirnir sendu út í dag að íslenska ríkið beri ótakmarkaða ábyrgð á öllum skuldbindingum ÍL-sjóðs. „Áætlun fjármálaráðherra um slitameðferð og uppgjör á skuldbindingum sjóðsins án tillits til vaxtagreiðslna í framtíðinni felur í sér skerðingu eignarréttinda sem brýtur í bága við ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Um það liggja fyrir ítarlega rökstudd lögfræðiálit LOGOS lögmannsþjónustu og Róberts Spanó, fyrrverandi forseta Mannréttindadómstóls Evrópu. Hugmyndir fjármálaráðherra um uppgjör sem ekki felur í sér fullar efndir af hálfu íslenska ríkisins eru því óásættanlegar.“

Þá koma svör fjármálaráðherra á Alþingi um málið í síðustu viku lífeyrissjóðunum á óvart hvað varðar ummæli um að ekki sé verið að óska eftir samkomulagi um skerðingu eigna. „Boðaðar ráðstafanir í tengslum við slit ÍL-sjóðs, sem miða að því að lækka verulega fjárhagslegar skuldbindingar íslenska ríkisins, með lagasetningu náist ekki samningar, leiða að óbreyttu til tugmilljarða króna tjóns lífeyrissjóðanna og þar með almennings í landinu í formi tapaðra lífeyrisréttinda. Við blasir að látið yrði reyna á allar slíkar aðgerðir fyrir dómstólum. 

Lífeyrissjóðirnir hafa ríkum lögbundnum skyldum að gegna gagnvart sínum umbjóðendum, sjóðfélögum. Þessar skyldur útiloka gerð samkomulags af því tagi sem felst í uppleggi fjármálaráðuneytisins. Á meðan ekki er komið til móts við grundvallarkröfur lífeyrissjóðanna um fullar efndir þjóna samningaviðræður við fjármálaráðuneytið því ekki tilgangi. Um það er full samstaða meðal sjóðanna,“ segir að lokum í tilkynningunni. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BJB
    Baldur J Baldursson skrifaði
    Athyglivert í þessu máli er m.a. það hve sjálfsagt og eðlilegt fjármálaráðherra virðist telja það vera að beita valdi til að komast undan óþægilegum skuldbindingum ríkissjóðs, sem hans flokkur (ásamt Framsóknarflokknum) ber beina ábyrgð á að stofnað var vísvitandi til fyrir fáum árum, gegn víðtækum aðvörunum!
    0
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Fyrirsjáanlegt væri að ÍL-sjóður geti ekki staðið undir öllum skuldbindingum sínum og væri ógjaldfær. Þess vegna væru uppi sjónarmið um að ganga yrði til uppgjörs á sjóðnum."

    Veit fjármálaráðherra ekki hvað ríkisábyrgð þýðir? Ríkisábyrgð þýðir að ef ÍL-sjóður getur ekki staðið undir skuldbindingum sínum ber ríkinu að greiða það sem upp á vantar.
    Þetta eru bréf sem ganga kaupum og sölum og eru verðlögð miðað við að þau beri ákveðna vexti út lánstímann. Þar sem þetta eru hærri vextir en ávavöxtunarkrafan er í dag myndi verðgildi slíkra bréfa hrynja ef vilji Bjarna næði fram að ganga.
    Er það ekki makalaust að auðmaðurinn Bjarni Ben vilji að lífeyrisþegar framtíðarinnar beri yfir 100 milljarða tjón af völdum stjórnmálamamna í stað þess að ná inn þessu fé með hærri sköttum á hæstu laun og ofureignir?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu