Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Viðbrögð ráðherra við ályktunum flokksmanna

Á flokks­ráðs­fundi Vinstri grænna kom fram skýr vilji til að hækka veiði­gjöld og ná fram breyt­ing­um í út­lend­inga­mál­um, um­hverf­is­mál­um og sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Katrín Jak­obs­dótt­ir, Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son og Svandís Svavars­dótt­ir, ráð­herr­ar Vinstri grænna í rík­is­stjórn, bregð­ast við álykt­un­um flokks­manna.

Viðbrögð ráðherra við ályktunum flokksmanna
Hálendisþjóðgarður á dagskrá næstu vetur Forsætisráðherra segist ekki eiga von á öðru en að hálendisþjóðgarður verði á dagskrá næsta þingvetrar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Flokksráðsfundur Vinstri grænna var haldinn þann 11. febrúar síðastliðinn og ályktaði um hin ýmsu mál. Meðal málefna voru sjávarútvegsmál, umhverfismál og útlendingamál. Heimildin kannaði viðbrögð ráðherra VG við ályktunum félaga þeirra í flokknum. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segist eins og aðrir kjörnir fulltrúar VG alltaf hafa stefnu hreyfingarinnar að leiðarljósi í sínum störfum og sömuleiðis áherslur sem birtast í ályktunum funda hennar. Hún muni halda því verklagi hvað varðar allar þær ályktanir sem fjalla um mikilvæg málefni og vinna hér eftir sem hingað til að því að koma þeim í farveg í samvinnu við ráðherra viðkomandi málaflokka.

Vilja þverpólitískt samráð í útlendingamálum

Í ályktun um útlendingamál fagnar flokksráðsfundur VG því að heildarstefnumótun í málefnum innflytjenda sé hafin. „Mikilvægt er að henni verði flýtt og að henni lokinni verði skoðaðar breytingar á löggjöf um útlendinga og löggjöf um málefni innflytjenda. Skal sú vinna fara fram í þverpólitísku samráði, líkt …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Arndís Gunnarsdóttir skrifaði
    Áfram heldur þetta bull um að VG ætli að gera einhverjar breytingar á útlendingamálinu í nefndinni. Engar slíkar tillögur hafa verið lagðar fram af þeirra hálfu og engin umræða um neitt slíkt í nefndinni. Það er alveg ljóst að þingmenn og ráðherrar VG hafa haldið þessu fram til þess að friða sína grasrót og kjósendur svo hægt sé að afgreiða þennan viðbjóð frá þinginu með sem minnstu ónæði frá þeim.
    1
  • Margrét Ásgeirsdóttir skrifaði
    Fínar ályktanir en hvað svo? Ekkert um lífskjör fólks og framfærsluviðmið?
    1
  • Eysteinn Gunnarsson skrifaði
    Hver eru rökin fyrir því að setja ekki allan fisk á markað?? Þá fengist kanski markaðsverð fyrir fiskinn þar sem kaupendur bjóða í aflan. Raunverð væri þá sýnilegt öllum sem vilja.
    2
  • Gísli Sváfnisson skrifaði
    VG-ráðherrar eru sem sagt hér að teygja ,,nefnda-lopann". Engar ákvarðanir verða teknar á kjörtímabili þessarar stjórnar hvað varðar stefnumál VG. X-d vill engar breytingar aðeins kyrrstöðu spillingarinnar, hert útlendingalög, rafbyssur og bankasölur.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár