Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti þann 14. febrúar ákæru gegn karlmanni á fimmtugsaldri sem er gefið að sök að hafa margendurtekið brotið kynferðislega gegn þáverandi stjúpdóttur sinni. Ætluð brot áttu sér stað á árunum 2016 til 2019 þegar stúlkan var 9 til 12 ára. Hún segir hann að jafnaði hafa brotið á sér tvisvar í viku.
Heimildin hefur undir höndum vottorð sálfræðings í Barnahúsi vegna máls stúlkunnar sem var sent lögreglunni í nóvember á síðasta ári vegna rannsóknarinnar.
Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa á sameiginlegu heimili þeirra misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni, traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir og endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu hennar og velferð. Hámarksrefsing við meintum brotum mannsins er 16 ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum. Hann vildi ekki tjá sig um málið í samtali við Heimildina.
Sagðist hafa hent símanum
DV sagði fyrstur …
Ég nenni þessu ekki.