Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samtök atvinnulífsins láta kjósa um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar

At­kvæða­greiðsla um verk­bann á fé­lags­menn Efl­ing­ar hefst í dag og lýk­ur á há­degi á morg­un. Verk­föll Efl­ing­ar eru haf­in að nýju og fleiri hóp­ar inn­an fé­lags­ins ljúka at­kvæða­greiðslu um slík í dag. Við­bú­ið er að áhrif kjara­deil­unn­ar á sam­fé­lag­ið verði gríð­ar­leg á næstu dög­um og vik­um semj­ist ekki.

Samtök atvinnulífsins láta kjósa um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar
Verkbann Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur einróma ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar í kjölfar þess að upp úr viðræðum samtakanna við stéttarfélagið slitnaði í gær. 

Atkvæðagreiðsla um verkbannið hefst klukkan 11 í dag og stendur fram á hádegi á morgun. Verði það samþykkt mun verkbannið taka gildi viku eftir að tilkynning um það hefur verið send til Eflingar og sáttasemjara, sem yrði væntanlega á þriðjudag í næstu viku. Um ótímabundið verkbann er að ræða sem stendur þar til samið hefur verið um nýjan kjarasamning. Undanþágur verða veittar frá verkbanninu vegna mikilvægrar samfélagslegrar starfsemi. 

Félagar í Eflingu sem verkbannið nær til sinna ýmsum ófaglærðum störfum víða í samfélaginu. Á meðal þess sem má nefna er byggingarvinna, ræstingar og öryggisgæsla auk þess sem félagsmenn starfa við vinnslu sjávarafurða, vörudreifingu, í mötuneytum og við heimaþjónustu. 

Segja SA hafa siglt viðræðum í strand

Hópar innan Eflingar, hótelstarfsmenn og olíubílstjórar, hófu verkfallsaðgerðir fyrir skemmstu. Þeim var frestað tímabundið á fimmtudag á meðan að settur ríkissáttasemjari, Ástráður Haraldsson, reyndi að miðla málum og koma á alvöru viðræðum milli deiluaðila. Þær tilraunir sigldu í strand í gær og verkföll hófust að nýju í dag, mánudag. Auk þess ljúka fleiri félagsmenn innan Eflingar atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir í dag, sem eiga þá að hefjast á þriðjudag í næstu viku. Þar er um að ræða fleiri hótelstarfsmenn, starfsmenn ræstingarfyrirtækja og starfsmenn í öryggisgæslu. 

Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í gær sagði að Samtök atvinnulífsins hefðu siglt kjaraviðræðum í strand um helgina. „Samtökin reyndust óviljug til að koma til móts við Eflingu, jafnvel þótt aðeins væri um að ræða aðlaganir innan þess ramma sem þegar hefur verið samið um við önnur stéttarfélög. Gangur var í viðræðum um tíma á föstudag og laugardag, en í dag sunnudag var blaðinu snúið við. Jafnframt gengu Samtökin á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samtökin höfðu lofað því að slíkar viðræður færu fram meðan verkfallsaðgerðum yrði frestað. Samkomulag þessa efnis lá fyrir.“

Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun þegar þessi niðurstaða lá fyrir: „Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.”

Munu lama samfélagið

Í tilkynningu sem Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér segir að um­svifa­mik­il verk­föll Efl­ing­ar muni lama ís­lenskt sam­fé­lag að stór­um hluta og valda gríðarleg­um kostnaði. „Verk­bann er neyðarúr­ræði at­vinnu­rek­anda í vinnu­deil­um til að bregðast við verk­föll­um og er ætlað að lág­marka það tjón sem fyr­ir­tæki verða fyr­ir vegna aðgerða Efl­ing­ar. Verk­bann er sam­bæri­legt verk­falli og þýðir að fé­lags­fólk Efl­ing­ar mæt­ir ekki til starfa og launa­greiðslur falla niður. Í stað þess að Efl­ing lami starf­semi til­tek­inna fyr­ir­tækja og at­vinnu­greina með verk­föll­um fárra fé­lags­manna munu SA með verk­banni leit­ast við að stjórna fram­kvæmd vinnu­stöðvana og auka þrýst­ing á Efl­ingu að ljúka yf­ir­stand­andi kjaraviðræðum.“

Þar segir að ófrávíkjanleg krafa Efl­ing­ar um að fá meiri launahækk­an­ir en fólk í sam­bæri­leg­um störf­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins sé óaðgengi­leg. „Sam­tök at­vinnu­lífs­ins geta ekki teygt sig lengra í átt til Efl­ing­ar án þess að koll­varpa þeim kjara­samn­ing­um sem hafa verið gerðir við öll önn­ur stétt­ar­fé­lög á al­menn­um vinnu­markaði en að baki þeim standa tæp­lega 90 prósent starfs­fólks á al­menn­um vinnu­markaði. Það hníga eng­in rök að því að eitt stétt­ar­fé­lag fái langt­um meiri hækk­un á þess­um tíma en önn­ur. Stutt­um kjara­samn­ing­um er ætlað að bregðast við mik­illi verðbólgu og verja kaup­mátt al­menn­ings án þess að valda at­vinnu­leysi og langvar­andi verðbólgu­tím­um á Íslandi, lík­um þeim sem eldri kyn­slóðir muna vel eft­ir.“

Í niðurlagi tilkynningarinnar segir að fresti Efl­ing boðuðum verk­föll­um muni Sam­tök at­vinnu­lífs­ins að sama skapi fresta verk­bannsaðgerðum. 

Unnu í Landsrétti

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar í síðasta mánuði. Í henni fólst að láta alla félagsmenn Eflingar kjósa um þá tillögu, sem byggði á þegar gerðum kjarasamningum við önnur stéttarfélög en innihélt afturvirkni sem Samtök atvinnulífsins höfðu sagt að væri ekki lengur á borðinu.

Efling neitaði hins vegar að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá félagsins og réttur félagsins til þess rataði fyrir dómstóla. Fyrir viku síðan komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að Efling þyrfti ekki að afhenda kjörskrá sína og sneri þar með niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur.

Aðalsteinn Leifsson ákvað í kjölfarið að víkja sem ríkissáttasemjari í þessari vinnudeilu og Ástráður Haraldsson var skipaður í hans stað.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Í samantektina neðst vantar að Landsréttur hafi ítrekað að kjósa þurfi um miðlunartillöguna, eða eins og Heimildin skrifaði um það 13.feb:
    "Þar kemur einnig fram að ríkissáttasemjari hafi ótvíræðan lögbundinn rétti til að taka ákvörðun um að atkvæðagreiðsla skuli fara fram um miðlunartillögu sem hann hefur sett fram. "

    Af hverju mátti ekki bara kjósa?
    -1
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Það er svo! Athyglisvert en ekki óviðbúið að fólkið með milljónir í mánaðartekjur hafi ekki efni á því að borga lægstlaunaða starfsfólki sínu ofurlítið fleiri krónur á mánuði EN hefur efni á því að verja sig með tugmilljóna kostnaði og óhagræði fyrir samfélagið. Velferðin skal ekki vera fyrir hina fátækustu og fátækt verður að vera til svo ríkidæmið skíni skýrar. Valdamikið og ríkt fólk þyrfti að eiga til skynsemi til að sjá að valdi er hægt að beita öðrum til hagsbóta og samfélagi manna til sátta og hagsældar, ekki eingöngu til einkanota og átroðslu mannlegrar sæmdar. Stjórn samtaka atvinnulífsins treður nú miklar blind- og villigötur. Vitað er að ekki allir atvinnurekendur og rekstraraðilar eru sammála yfirgangi hinna ríkustu. Hvernig væri að þeir sæki í hugrekki sitt og finni leið framhjá hroka SA til að semja við starfsfólk sitt?!
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár