Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samtök atvinnulífsins láta kjósa um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar

At­kvæða­greiðsla um verk­bann á fé­lags­menn Efl­ing­ar hefst í dag og lýk­ur á há­degi á morg­un. Verk­föll Efl­ing­ar eru haf­in að nýju og fleiri hóp­ar inn­an fé­lags­ins ljúka at­kvæða­greiðslu um slík í dag. Við­bú­ið er að áhrif kjara­deil­unn­ar á sam­fé­lag­ið verði gríð­ar­leg á næstu dög­um og vik­um semj­ist ekki.

Samtök atvinnulífsins láta kjósa um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar
Verkbann Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur einróma ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um verkbann á um 20 þúsund félagsmenn Eflingar í kjölfar þess að upp úr viðræðum samtakanna við stéttarfélagið slitnaði í gær. 

Atkvæðagreiðsla um verkbannið hefst klukkan 11 í dag og stendur fram á hádegi á morgun. Verði það samþykkt mun verkbannið taka gildi viku eftir að tilkynning um það hefur verið send til Eflingar og sáttasemjara, sem yrði væntanlega á þriðjudag í næstu viku. Um ótímabundið verkbann er að ræða sem stendur þar til samið hefur verið um nýjan kjarasamning. Undanþágur verða veittar frá verkbanninu vegna mikilvægrar samfélagslegrar starfsemi. 

Félagar í Eflingu sem verkbannið nær til sinna ýmsum ófaglærðum störfum víða í samfélaginu. Á meðal þess sem má nefna er byggingarvinna, ræstingar og öryggisgæsla auk þess sem félagsmenn starfa við vinnslu sjávarafurða, vörudreifingu, í mötuneytum og við heimaþjónustu. 

Segja SA hafa siglt viðræðum í strand

Hópar innan Eflingar, hótelstarfsmenn og olíubílstjórar, hófu verkfallsaðgerðir fyrir skemmstu. Þeim var frestað tímabundið á fimmtudag á meðan að settur ríkissáttasemjari, Ástráður Haraldsson, reyndi að miðla málum og koma á alvöru viðræðum milli deiluaðila. Þær tilraunir sigldu í strand í gær og verkföll hófust að nýju í dag, mánudag. Auk þess ljúka fleiri félagsmenn innan Eflingar atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir í dag, sem eiga þá að hefjast á þriðjudag í næstu viku. Þar er um að ræða fleiri hótelstarfsmenn, starfsmenn ræstingarfyrirtækja og starfsmenn í öryggisgæslu. 

Í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í gær sagði að Samtök atvinnulífsins hefðu siglt kjaraviðræðum í strand um helgina. „Samtökin reyndust óviljug til að koma til móts við Eflingu, jafnvel þótt aðeins væri um að ræða aðlaganir innan þess ramma sem þegar hefur verið samið um við önnur stéttarfélög. Gangur var í viðræðum um tíma á föstudag og laugardag, en í dag sunnudag var blaðinu snúið við. Jafnframt gengu Samtökin á bak orða sinna um að fulltrúar olíufyrirtækja og Samskipa kæmu til viðræðna við Eflingarfélaga hjá þessum fyrirtækjum. Samtökin höfðu lofað því að slíkar viðræður færu fram meðan verkfallsaðgerðum yrði frestað. Samkomulag þessa efnis lá fyrir.“

Samninganefnd Eflingar samþykkti eftirfarandi ályktun þegar þessi niðurstaða lá fyrir: „Við höfum fyrir hönd Eflingarfélaga lagt okkur verulega fram til að ná samkomulagi við atvinnurekendur síðustu þrjá sólarhringa. Við sátum langa daga og veltum við hverjum steini. Við lögðum fram tillögur til lausnar þar sem við teygðum okkur eins langt og við gátum. Við höfum bent á ótal leiðir til aðlögunar á gildandi kjarasamningum að okkar aðstæðum og samsetningu. Því hefur öllu verið hafnað, eða verið svarað með útspilum sem eru vísvitandi móðganir ætlaðar til að keyra þessa tilraun í þrot. Á þeim nótum lauk deginum í dag, þar sem við skynjuðum stórbreytt og verra andrúmsloft af hálfu Samtaka atvinnulífsins heldur en í gær og fyrradag.”

Munu lama samfélagið

Í tilkynningu sem Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér segir að um­svifa­mik­il verk­föll Efl­ing­ar muni lama ís­lenskt sam­fé­lag að stór­um hluta og valda gríðarleg­um kostnaði. „Verk­bann er neyðarúr­ræði at­vinnu­rek­anda í vinnu­deil­um til að bregðast við verk­föll­um og er ætlað að lág­marka það tjón sem fyr­ir­tæki verða fyr­ir vegna aðgerða Efl­ing­ar. Verk­bann er sam­bæri­legt verk­falli og þýðir að fé­lags­fólk Efl­ing­ar mæt­ir ekki til starfa og launa­greiðslur falla niður. Í stað þess að Efl­ing lami starf­semi til­tek­inna fyr­ir­tækja og at­vinnu­greina með verk­föll­um fárra fé­lags­manna munu SA með verk­banni leit­ast við að stjórna fram­kvæmd vinnu­stöðvana og auka þrýst­ing á Efl­ingu að ljúka yf­ir­stand­andi kjaraviðræðum.“

Þar segir að ófrávíkjanleg krafa Efl­ing­ar um að fá meiri launahækk­an­ir en fólk í sam­bæri­leg­um störf­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins sé óaðgengi­leg. „Sam­tök at­vinnu­lífs­ins geta ekki teygt sig lengra í átt til Efl­ing­ar án þess að koll­varpa þeim kjara­samn­ing­um sem hafa verið gerðir við öll önn­ur stétt­ar­fé­lög á al­menn­um vinnu­markaði en að baki þeim standa tæp­lega 90 prósent starfs­fólks á al­menn­um vinnu­markaði. Það hníga eng­in rök að því að eitt stétt­ar­fé­lag fái langt­um meiri hækk­un á þess­um tíma en önn­ur. Stutt­um kjara­samn­ing­um er ætlað að bregðast við mik­illi verðbólgu og verja kaup­mátt al­menn­ings án þess að valda at­vinnu­leysi og langvar­andi verðbólgu­tím­um á Íslandi, lík­um þeim sem eldri kyn­slóðir muna vel eft­ir.“

Í niðurlagi tilkynningarinnar segir að fresti Efl­ing boðuðum verk­föll­um muni Sam­tök at­vinnu­lífs­ins að sama skapi fresta verk­bannsaðgerðum. 

Unnu í Landsrétti

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar í síðasta mánuði. Í henni fólst að láta alla félagsmenn Eflingar kjósa um þá tillögu, sem byggði á þegar gerðum kjarasamningum við önnur stéttarfélög en innihélt afturvirkni sem Samtök atvinnulífsins höfðu sagt að væri ekki lengur á borðinu.

Efling neitaði hins vegar að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá félagsins og réttur félagsins til þess rataði fyrir dómstóla. Fyrir viku síðan komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að Efling þyrfti ekki að afhenda kjörskrá sína og sneri þar með niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur.

Aðalsteinn Leifsson ákvað í kjölfarið að víkja sem ríkissáttasemjari í þessari vinnudeilu og Ástráður Haraldsson var skipaður í hans stað.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Í samantektina neðst vantar að Landsréttur hafi ítrekað að kjósa þurfi um miðlunartillöguna, eða eins og Heimildin skrifaði um það 13.feb:
    "Þar kemur einnig fram að ríkissáttasemjari hafi ótvíræðan lögbundinn rétti til að taka ákvörðun um að atkvæðagreiðsla skuli fara fram um miðlunartillögu sem hann hefur sett fram. "

    Af hverju mátti ekki bara kjósa?
    -1
  • Brynja Óskarsdóttir skrifaði
    Það er svo! Athyglisvert en ekki óviðbúið að fólkið með milljónir í mánaðartekjur hafi ekki efni á því að borga lægstlaunaða starfsfólki sínu ofurlítið fleiri krónur á mánuði EN hefur efni á því að verja sig með tugmilljóna kostnaði og óhagræði fyrir samfélagið. Velferðin skal ekki vera fyrir hina fátækustu og fátækt verður að vera til svo ríkidæmið skíni skýrar. Valdamikið og ríkt fólk þyrfti að eiga til skynsemi til að sjá að valdi er hægt að beita öðrum til hagsbóta og samfélagi manna til sátta og hagsældar, ekki eingöngu til einkanota og átroðslu mannlegrar sæmdar. Stjórn samtaka atvinnulífsins treður nú miklar blind- og villigötur. Vitað er að ekki allir atvinnurekendur og rekstraraðilar eru sammála yfirgangi hinna ríkustu. Hvernig væri að þeir sæki í hugrekki sitt og finni leið framhjá hroka SA til að semja við starfsfólk sitt?!
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár