Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Það þarf þorp til að skapa fjöldamorðingja

Holy Spi­der er ljóð­ræn mynd á þenn­an óvenju­lega pers­neska hátt, dimm og drunga­leg, en hjarta henn­ar slær með ólán­söm­um kon­um, sem eru tölu­vert kjark­aðri en aum­ingja­leg­ir karl­arn­ir, sem öllu ráða.

Það þarf þorp til að skapa fjöldamorðingja
Sjónvarp & Bíó

Holy Spi­der

Gefðu umsögn

Við erum stödd á götum Masjad, hinnar heilögu borgar, næstfjölmennustu borgar Íran. Þar kyssir Somayeh dóttur sína góða nótt og fer svo út í nóttina, þar sem hún starfar sem kynlífsverkakona. Við fylgjum henni eftir, sjáum samskipti við vafasama kúnna og við dópsala, eldri konu sem virðist sömuleiðis vera sálusorgari hennar. En svo kemur maður á mótorhjóli.

Somayeh er meðal fórnarlamba fjöldamorðingja sem drap sextán vændiskonur árin 2000 og 2001, kyrkti þær venjulega með þeirra eigin slæðu og henti líkunum á ruslahauga borgarinnar. Fyrstu tíu mínúturnar er hún aðalpersóna myndarinnar – og svo tekur blaðakonan Arezoo Rahimi við því hlutverki. Það er einhver þráður á milli þeirra, enda virðist blaðakonan sú eina sem hefur einlægan áhuga á örlögum þessara kvenna.

Hún er kjarnakvendi en þarf sömuleiðis að þola ágengni frekra karla, meðal annars lögreglumanna, sem hafa miklu minni áhuga á að hjálpa til við rannsóknina. Enda læðist að manni sá …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár