Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1061. spurningaþraut: Hvaða tæknifyrirtæki er EKKI frá Japan?

1061. spurningaþraut: Hvaða tæknifyrirtæki er EKKI frá Japan?

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

Og svo fæst lárviðarstig fyrir að vita hver er þarna að snæðingi?

***

Aðalspurningar:

1.  Á dögunum vakti athygli þegar Kristófer Kristófersson lauk með glæsibrag háskólaprófi í tiltekinni grein eftir að hafa áður lokið meistaraprófi í viðskiptafræði. Hvaða grein var það — býsna ólík viðskiptafræðinni — sem Kristófer lagði fyrir sig eftir að hafa lagt viðskiptafræðina á hilluna?

2.  Til hvaða eyjaklasa telst Luzon-eyja?

3.  Hvað er hæsta fjallið sem sést frá Reykjavík?

4.  Hverjir voru húgenottar?

5.  Hvað af þessum tæknifyrirtækjum á ekki uppruna sinn í Japan? Mitsubishi — Nintendo — Samsung — Sony — Toshiba — Yamaha.

6.  Leikkona sem fer með allstórt hlutverk í mynd Hilmars Oddssonar Á ferð með mömmu hefur áður gert garðinn frægan í myndum eins og Vonarstræti og Eiðinum, sem og útlensku sjónvarpsþáttunum Da Vinci's Demons og fleira. Hvað heitir hún?

7.  Við Beringssund og Alaska á Norður-Kyrrahafi býr sjaldgæfasta hvalategund heims en sumir telja að aðeins örfáir tugir hvala af tegundinni séu eftir. Þessi tegund er sú næstþyngsta í heimi á eftir steypireyði (hún er ekki næstlengst samt). Náfrændur tegundarinnar búa í Suður-Kyrrahafi og Atlantshafi og eru öllu fleiri, en reyndar ekki eins stórir. Hvaða hvalategund er þetta?

8.  Meðal þeirra listamanna sem fengu heiðurslaun Alþingis nú síðast var fyrrum ballerína sem nam við The Royal Ballet School í London 1961–1963. Hún dansaði þó ekki mikið á sínum tíma en kenndi dans og fleira við marga skóla gegnum tíðina. Einnig hefur hún fengist mikið við leikstjórn og reyndar komið víða við á starfsferlinum, stýrt listastofnunum, sinnt stjórnmálum, rekið gistiheimili o.fl. Hvað heitir hún?

9.  24. júní 1987 fæddist í borginni Rosario í Argentínu piltur sem þegar fyrir tvítugt var farinn að vekja athygli fyrir óvenjulega hæfileika á tilteknu sviði. Hann blómstraði brátt svo mjög að margir telja hann þann besta í heimi fyrr og síðar. Hvað heitir hann?

10.  Hvað heitir teiknarinn sem teiknar skopmyndir í Fréttablaðið á virkum dögum?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hjúkrunarfræði.

2.  Filippseyja.

3.  Snæfellsjökull.

4.  Mótmælendur í Frakklandi fyrr á tíð.

5.  Samsung er kóreskt fyrirtæki.

6.  Hera Hilmarsdóttir.

7.  Sléttbakur.

8.  Þórhildur Þorleifsdóttir.

9.  Messi.

10.  Halldór Baldursson.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndina málaði Spánverjinn Goya. Hún sýnir guðinn Satúrnus. Þið fáið líka rétt fyrir Krónus, sem var sá gríski guð sem samsvaraði Satúrnusi.

Á neðri myndinni er Raquel Welch kvikmyndastjarna sem nýlega lést.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Er sléttbakur ekki fullyfirgripsmikil skigreining?
    Það eru til fleiri tegundir af sléttbökum en Norður-Kyrrahafs sléttbakurinn.
    0
  • Einar Karlsson skrifaði
    Var málsverðurinn ekki afkvæmi hans - man ekki hvort það var piltur eða stúlka.
    1
    • Emil Kristjánsson skrifaði
      Hann át 2 sona sinna og 3 dætur. Þeim yngsta, Júpíter (Seif) náði móðirin að bjarga með því láta Satúrnus (Krónus) fá stein til gleypa.
      Hann átti síðar eftir að ráðast gegn föður sínum og neyða hann til þess æla upp systkinunum.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár