Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Húsnæðislánavextir hækkaðir aftur og hafa verið tvöfaldaðir á einu ári

Ís­lands­banki til­kynn­ir aðra hækk­un hús­næð­is­lána­vaxta. Þeir hafa tvö­fald­ast á rúmu ári og eru nú hærri en vext­ir bíla­lána voru síð­asta haust.

Húsnæðislánavextir hækkaðir aftur og hafa verið tvöfaldaðir á einu ári
Birna Einarsdóttir Bankastjóri Íslandsbanka hringir inn í Kauphöllinni. Mynd: Nasdaq Ísland

Með nýrri vaxtahækkun Íslandsbanka á húsnæðislánum hafa breytilegir, óverðtryggðir vextir húsnæðislána hækkað úr 4,15% í 8,25% á einu ári, eða rétt tæplega tvöfaldast. 

Vaxtahækkunin er gerð „í kjölfarið af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans“, eins og orðað er í tilkynningu. Íslandsbanki er fyrsti viðskiptabankinn til þess að hækka vexti eftir hækkunina.

Þannig eru vextir á húsnæðislánum nú orðnir hærri en algengir vextir bílalána voru í október síðastliðnum. Vextir á viðbótarlánum vegna kaupa á húsnæði, sem lagðir eru á lán umfram 70% veðhlutfall, verða eftir breytinguna 9,75%.

Vextir bílalána eru nú 9% hjá Ergo, á vegum Íslandsbanka, en verða 9,5% eftir viku. Sömuleiðis hækka vextir um 0,5 prósentustig á óverðtryggðum innlánsreikningum.

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólga, sem mælir verðbólgu til síðustu 12 mánaða á undan, mælist 9,6% í febrúar og lækki jafnt og þétt niður að 8,2% í maí. 

Verðtryggðir vextir húsnæðislána hjá Íslandsbanka eru 3% í fastri mynd en 2,65% í breytilegri útgáfu. Þrátt fyrir að raunvextir óverðtryggðra húsnæðislána séu neikvæðir, miðað við verðbólgu aftur í tímann, ýtir vaxtahækkunin enn undir tilflutning yfir í verðtryggð lán.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því eftir stýrivaxtahækkun í síðustu viku að erfitt gæti reynst að halda í nafnvaxtakerfið, það er að segja óverðtryggð lán, ef verðbólgan héldist há.

„Þessi breyt­ing þar sem fólk var að færa sig yfir í nafn­vexti breyt­ir allri umræðu um verðbólgu. Það var ekki svona hörð umræða um verðbólguþróun þegar fólk var með verðtryggð lán. Fólk finn­ur nátt­úr­lega veru­lega fyr­ir verðbólg­unni núna,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár