Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Húsnæðislánavextir hækkaðir aftur og hafa verið tvöfaldaðir á einu ári

Ís­lands­banki til­kynn­ir aðra hækk­un hús­næð­is­lána­vaxta. Þeir hafa tvö­fald­ast á rúmu ári og eru nú hærri en vext­ir bíla­lána voru síð­asta haust.

Húsnæðislánavextir hækkaðir aftur og hafa verið tvöfaldaðir á einu ári
Birna Einarsdóttir Bankastjóri Íslandsbanka hringir inn í Kauphöllinni. Mynd: Nasdaq Ísland

Með nýrri vaxtahækkun Íslandsbanka á húsnæðislánum hafa breytilegir, óverðtryggðir vextir húsnæðislána hækkað úr 4,15% í 8,25% á einu ári, eða rétt tæplega tvöfaldast. 

Vaxtahækkunin er gerð „í kjölfarið af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans“, eins og orðað er í tilkynningu. Íslandsbanki er fyrsti viðskiptabankinn til þess að hækka vexti eftir hækkunina.

Þannig eru vextir á húsnæðislánum nú orðnir hærri en algengir vextir bílalána voru í október síðastliðnum. Vextir á viðbótarlánum vegna kaupa á húsnæði, sem lagðir eru á lán umfram 70% veðhlutfall, verða eftir breytinguna 9,75%.

Vextir bílalána eru nú 9% hjá Ergo, á vegum Íslandsbanka, en verða 9,5% eftir viku. Sömuleiðis hækka vextir um 0,5 prósentustig á óverðtryggðum innlánsreikningum.

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólga, sem mælir verðbólgu til síðustu 12 mánaða á undan, mælist 9,6% í febrúar og lækki jafnt og þétt niður að 8,2% í maí. 

Verðtryggðir vextir húsnæðislána hjá Íslandsbanka eru 3% í fastri mynd en 2,65% í breytilegri útgáfu. Þrátt fyrir að raunvextir óverðtryggðra húsnæðislána séu neikvæðir, miðað við verðbólgu aftur í tímann, ýtir vaxtahækkunin enn undir tilflutning yfir í verðtryggð lán.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því eftir stýrivaxtahækkun í síðustu viku að erfitt gæti reynst að halda í nafnvaxtakerfið, það er að segja óverðtryggð lán, ef verðbólgan héldist há.

„Þessi breyt­ing þar sem fólk var að færa sig yfir í nafn­vexti breyt­ir allri umræðu um verðbólgu. Það var ekki svona hörð umræða um verðbólguþróun þegar fólk var með verðtryggð lán. Fólk finn­ur nátt­úr­lega veru­lega fyr­ir verðbólg­unni núna,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár