Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Húsnæðislánavextir hækkaðir aftur og hafa verið tvöfaldaðir á einu ári

Ís­lands­banki til­kynn­ir aðra hækk­un hús­næð­is­lána­vaxta. Þeir hafa tvö­fald­ast á rúmu ári og eru nú hærri en vext­ir bíla­lána voru síð­asta haust.

Húsnæðislánavextir hækkaðir aftur og hafa verið tvöfaldaðir á einu ári
Birna Einarsdóttir Bankastjóri Íslandsbanka hringir inn í Kauphöllinni. Mynd: Nasdaq Ísland

Með nýrri vaxtahækkun Íslandsbanka á húsnæðislánum hafa breytilegir, óverðtryggðir vextir húsnæðislána hækkað úr 4,15% í 8,25% á einu ári, eða rétt tæplega tvöfaldast. 

Vaxtahækkunin er gerð „í kjölfarið af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans“, eins og orðað er í tilkynningu. Íslandsbanki er fyrsti viðskiptabankinn til þess að hækka vexti eftir hækkunina.

Þannig eru vextir á húsnæðislánum nú orðnir hærri en algengir vextir bílalána voru í október síðastliðnum. Vextir á viðbótarlánum vegna kaupa á húsnæði, sem lagðir eru á lán umfram 70% veðhlutfall, verða eftir breytinguna 9,75%.

Vextir bílalána eru nú 9% hjá Ergo, á vegum Íslandsbanka, en verða 9,5% eftir viku. Sömuleiðis hækka vextir um 0,5 prósentustig á óverðtryggðum innlánsreikningum.

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að ársverðbólga, sem mælir verðbólgu til síðustu 12 mánaða á undan, mælist 9,6% í febrúar og lækki jafnt og þétt niður að 8,2% í maí. 

Verðtryggðir vextir húsnæðislána hjá Íslandsbanka eru 3% í fastri mynd en 2,65% í breytilegri útgáfu. Þrátt fyrir að raunvextir óverðtryggðra húsnæðislána séu neikvæðir, miðað við verðbólgu aftur í tímann, ýtir vaxtahækkunin enn undir tilflutning yfir í verðtryggð lán.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varaði við því eftir stýrivaxtahækkun í síðustu viku að erfitt gæti reynst að halda í nafnvaxtakerfið, það er að segja óverðtryggð lán, ef verðbólgan héldist há.

„Þessi breyt­ing þar sem fólk var að færa sig yfir í nafn­vexti breyt­ir allri umræðu um verðbólgu. Það var ekki svona hörð umræða um verðbólguþróun þegar fólk var með verðtryggð lán. Fólk finn­ur nátt­úr­lega veru­lega fyr­ir verðbólg­unni núna,“ sagði hann í viðtali við Morgunblaðið.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
4
Viðtal

„Ég er nátt­úr­lega gang­andi krafta­verk“

Þeg­ar Thelma Björk Jóns­dótt­ir fata­hönn­uð­ur, jóga- og hug­leiðslu­kenn­ari og þriggja barna móð­ir, fann fyr­ir hnúð í öðru brjóst­inu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar greind­ist hún með mein­vörp í bein­um, sem hald­ið er niðri með lyfj­um. Hún seg­ir vald­efl­andi að eiga þátt í eig­in bata, með heild­rænni nálg­un og já­kvæðu hug­ar­fari. Hún seg­ir frá þessu, stóru ást­inni og gjöf­inni sem fólst í því að eign­ast barn með downs-heil­kenni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
5
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár