Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Flóttafólk hýst meðal fíkla á áfangaheimili sem brann

Eld­ur kom upp á áfanga­heim­il­inu Betra Líf í morg­un. Þar býr fólk sem er í virkri fíkni­efna­neyslu og þang­að hef­ur flótta­mönn­um ver­ið vís­að. Áfanga­heim­il­ið var áð­ur stað­sett í Kópa­vogi en hluta húss­ins þar var lok­að vegna ófull­nægj­andi bruna­varna.

Flóttafólk hýst meðal fíkla á áfangaheimili sem brann

Flóttafólk hefur búið samhliða fíklum á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, sem stóð í ljósum logum í morgun. Íbúar áttu fótum fjör að launa og hafa fimm þeirra verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Arnar Hjálmtýsson rekur meðferðarheimilið Betra líf í Vatnagörðum. Hann sagðist vera önnum kafinn við að sinna skjólstæðingum sínum þegar Heimildin hafði samband við hann í morgun vegna brunans í húsinu. Slökkvilið hefur áður gert alvarlegar athugasemdir vegna eldvarna í fyrra húsnæði Betra lífs.

Þrjátíu flúðu brunann

Slökkviliðið var kallað út um klukkan tíu í morgun eftir að eldur kviknaði í einu herberginu. Alls voru um þrjátíu manns í húsinu þegar eldurinn kom upp, hluti af hópnum flóttafólk sem hafði fengið hýsingu á áfangaheimilinu vegna þess að önnur úrræði voru ekki í boði.

Á meðan slökkviliðið vann að því að slökkva eldinn stóðu íbúar áfangaheimilisins stóðu fyrir utan og horfðu á eigur sínar verða að engu. Í frétt RÚV sagði Jón Viggó Jónsson slökkviliðsstjóri að betur hefði farið en á horfðist. Reykkafarar hefðu farið inn í brennandi húsið og hjálpað fimm einstaklingum að komast þaðan út. Einhverjir þurftu aðhlynningu í sjúkrabílum og fimm voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 

Flóttamenn búsettir með fíklum

Um er að ræða jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi, í húsnæðinu leigja í flestum, ef ekki öllum, tilfellum einstaklingar með fjölþættan vanda, þá vímuefna- og geðrænan vanda auk húsnæðisleysis. Á þetta áfangaheimili, þar sem fíkniefnaneytendur neyta vímuefna um æð, hefur flóttamönnum síðan verið vísað af yfirvöldum.

„Þetta er ófremdarástand“

„Ég er að leigja virkum fíklum og umsækjendum um alþjóðlega vernd,“ staðfesti Arnar Hjálmtýsson, forstöðumaður áfangaheimilisins Betra líf í Vatnagörðum, nú í lok janúar. Í umfjöllun Heimildarinnar kom í ljós að þá leigðu sex flóttamenn herbergi á áfangaheimilinu. Fyrir tveggja manna herbergi greiddu þeir 140 þúsund krónur hvor, samtals 280 þúsund krónur. „Þetta er ófremdarástand fyrir þennan hóp af fólki,“ sagði Arnar þá. 

Áfangaheimilinu áður lýst sem dauðagildru

Fyrir tæpu ári síðan fjallaði Stundin, nú Heimildin, fyrst um áfangaheimilið Betra líf, sem hafði þá aðsetur í Kópavogi og stóð frammi fyrir lokun ef ekki yrðu gerðar úrbætur á brunavörnum. Slökkviliðið lýsti húsinu sem dauðagildru. Forstöðumaður áfangaheimilisins sagði ekki forsendur til að leggja í slíkan kostnað og sakaði yfirvöld um að reka heimilislaust fólk á götuna.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár