Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flóttafólk hýst meðal fíkla á áfangaheimili sem brann

Eld­ur kom upp á áfanga­heim­il­inu Betra Líf í morg­un. Þar býr fólk sem er í virkri fíkni­efna­neyslu og þang­að hef­ur flótta­mönn­um ver­ið vís­að. Áfanga­heim­il­ið var áð­ur stað­sett í Kópa­vogi en hluta húss­ins þar var lok­að vegna ófull­nægj­andi bruna­varna.

Flóttafólk hýst meðal fíkla á áfangaheimili sem brann

Flóttafólk hefur búið samhliða fíklum á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, sem stóð í ljósum logum í morgun. Íbúar áttu fótum fjör að launa og hafa fimm þeirra verið fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.

Arnar Hjálmtýsson rekur meðferðarheimilið Betra líf í Vatnagörðum. Hann sagðist vera önnum kafinn við að sinna skjólstæðingum sínum þegar Heimildin hafði samband við hann í morgun vegna brunans í húsinu. Slökkvilið hefur áður gert alvarlegar athugasemdir vegna eldvarna í fyrra húsnæði Betra lífs.

Þrjátíu flúðu brunann

Slökkviliðið var kallað út um klukkan tíu í morgun eftir að eldur kviknaði í einu herberginu. Alls voru um þrjátíu manns í húsinu þegar eldurinn kom upp, hluti af hópnum flóttafólk sem hafði fengið hýsingu á áfangaheimilinu vegna þess að önnur úrræði voru ekki í boði.

Á meðan slökkviliðið vann að því að slökkva eldinn stóðu íbúar áfangaheimilisins stóðu fyrir utan og horfðu á eigur sínar verða að engu. Í frétt RÚV sagði Jón Viggó Jónsson slökkviliðsstjóri að betur hefði farið en á horfðist. Reykkafarar hefðu farið inn í brennandi húsið og hjálpað fimm einstaklingum að komast þaðan út. Einhverjir þurftu aðhlynningu í sjúkrabílum og fimm voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli. 

Flóttamenn búsettir með fíklum

Um er að ræða jaðarsettan hóp í íslensku samfélagi, í húsnæðinu leigja í flestum, ef ekki öllum, tilfellum einstaklingar með fjölþættan vanda, þá vímuefna- og geðrænan vanda auk húsnæðisleysis. Á þetta áfangaheimili, þar sem fíkniefnaneytendur neyta vímuefna um æð, hefur flóttamönnum síðan verið vísað af yfirvöldum.

„Þetta er ófremdarástand“

„Ég er að leigja virkum fíklum og umsækjendum um alþjóðlega vernd,“ staðfesti Arnar Hjálmtýsson, forstöðumaður áfangaheimilisins Betra líf í Vatnagörðum, nú í lok janúar. Í umfjöllun Heimildarinnar kom í ljós að þá leigðu sex flóttamenn herbergi á áfangaheimilinu. Fyrir tveggja manna herbergi greiddu þeir 140 þúsund krónur hvor, samtals 280 þúsund krónur. „Þetta er ófremdarástand fyrir þennan hóp af fólki,“ sagði Arnar þá. 

Áfangaheimilinu áður lýst sem dauðagildru

Fyrir tæpu ári síðan fjallaði Stundin, nú Heimildin, fyrst um áfangaheimilið Betra líf, sem hafði þá aðsetur í Kópavogi og stóð frammi fyrir lokun ef ekki yrðu gerðar úrbætur á brunavörnum. Slökkviliðið lýsti húsinu sem dauðagildru. Forstöðumaður áfangaheimilisins sagði ekki forsendur til að leggja í slíkan kostnað og sakaði yfirvöld um að reka heimilislaust fólk á götuna.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár