Endurgreiðslur og styrkir frá íslenska ríkinu vegna þróunar og framleiðslu sjónvarpsefnis sem sýnt hefur verið í sjónvarpi Símans síðastliðin 5 ár nema tæplega 1.518 milljónum króna. Styrkirnir renna til framleiðslufyrirtækja sem gert hafa samninga við Sjónvarp Símans um að sjónvarpsefnið sem búið er til verði sýnt þar þegar það er tilbúið. Því er um að ræða greiðslur frá íslenska ríkinu, og þar með skattborgurum, sem renna beint í það að búa til sjónvarpsefni sem Síminn selur áskrifendum sínum svo aðgang að. Íslenska ríkið skilgreinir umræddar greiðslur sem ríkisstyrki.
Samtímis hafa hluthafar Símans greitt út samtals 40 milljarða króna til hluthafa með því að lækka hlutafé félagsins um 39,5 milljarða og greiðslu arðs upp á 500 milljónir. Síminn stefnir auk þess að því að lækka hlutafé sitt enn frekar um 15,7 milljarða króna á þessu ári og borga út 500 milljónir í arð. Þetta kemur fram í ársreikningi Símans sem birtur …
Athugasemdir (1)