Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hluthafarnir taka 56 milljarða úr Símanum eftir ríkisstyrki upp á 1,5 milljarða

Hlut­haf­ar fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Sím­ans lækk­uðu hluta­fé fé­lags­ins um rúm­lega 31 millj­arð króna síðla árs í fyrra í kjöl­far sölu Mílu og greiddu út til eig­enda sinna. Sam­tals munu hlut­haf­ar Sím­ans hafa tek­ið 56 millj­arða út úr fé­lag­inu á síð­ustu ár­um, ef áætlan­ir þeirra ganga eft­ir. Sím­inn stær­ir sig á sama tíma á fram­leiðslu inn­lends sjón­varps­efn­is sem er nið­ur­greitt með styrkj­um frá ís­lenska rík­inu.

Hluthafarnir taka 56 milljarða úr Símanum eftir ríkisstyrki upp á 1,5 milljarða
Stæra sig af framleiðslu á íslensku sjónvarpsefni Síminn stærir sig af því að framleiðsla íslenskt sjónvarpsefni sem nýtur verulegra styrkja frá íslenska ríkinu. Samtímis taka hluthafar Simans tugi milljarða út úr félaginu. Orri Hauksson er forstjóri Símans og einn af hluthöfum félagsins.

Endurgreiðslur og styrkir frá íslenska ríkinu vegna þróunar og framleiðslu sjónvarpsefnis sem sýnt hefur verið í sjónvarpi Símans síðastliðin 5 ár nema tæplega 1.518 milljónum króna. Styrkirnir renna til framleiðslufyrirtækja sem gert hafa samninga við Sjónvarp Símans um að sjónvarpsefnið sem búið er til verði sýnt þar þegar það er tilbúið. Því er um að ræða greiðslur frá íslenska ríkinu, og þar með skattborgurum, sem renna beint í það að búa til sjónvarpsefni sem Síminn selur áskrifendum sínum svo aðgang að. Íslenska ríkið skilgreinir umræddar greiðslur sem ríkisstyrki. 

Samtímis hafa hluthafar Símans greitt út samtals 40 milljarða króna til hluthafa með því að lækka hlutafé félagsins um 39,5 milljarða og greiðslu arðs upp á 500 milljónir. Síminn stefnir auk þess að því að lækka hlutafé sitt enn frekar um 15,7 milljarða króna á þessu ári og borga út 500 milljónir í arð. Þetta kemur fram í ársreikningi Símans sem birtur …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Spái því að eftir nokkur ár, segjum t.d. 10 þá verði legið á ríkinu að tryggja innviði því öll seigla verður horfin úr Símanum sökum þess að hann verður að fullu skrældur upp að innan orðinn fallítt og getur ekki staðið undir leigu greiðslum á grunnnetinu.Staðan verður bráðum líka sú sama hjá Sýn. Það átti aldrei að selja grunnnetið þegar Síminn var seldur. En svona ganga víst viðskipti fyrir sig í vanþróuðum löndum.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Mílu

Salan á Mílu: Heitir því að selja fjarskiptavinnviði Íslands ekki til „óviðunandi eigenda“
ÚttektSalan á Mílu

Sal­an á Mílu: Heit­ir því að selja fjar­skipta­vinn­viði Ís­lands ekki til „óvið­un­andi eig­enda“

Spurn­ing­ar hafa vakn­að um við­skipti Sím­ans og franska fyr­ir­tæk­is­ins Ardi­an með fjar­skiptainn­viða­fyr­ir­tæk­ið Mílu. „Ég hef áhyggj­ur af þessu,“ seg­ir fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Mílu, um mögu­legt eign­ar­hald ef Ardi­an sel­ur aft­ur. „Ég sé ekki í fljóti bragði að þetta geti geng­ið upp,“ seg­ir hann um fjár­fest­ing­una. Í við­skipt­un­um verð­ur til mik­ill sölu­hagn­að­ur fyr­ir hlut­hafa Sím­ans sem eru að­al­lega líf­eyr­is­sjóð­ir og lands­þekkt­ir fjár­fest­ar í fyr­ir­tæk­inu Stoð­um, áð­ur FL Group.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár