Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, hefur spurt fjármálaráðherra gagnrýnna spurninga um starfsemi fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og pólitísk tengsl hans við það. Inntakið í spurningunum er að fá úr því skorið hvort fjármálaeftirlitið hafi einhverja möguleika á því að rannsaka embættisfærslur fjármálaráðherra en sá sem er fjármálaráðherra hverju sinni fer með málefni eftirlitsins.
Bjarni Benediktsson, sem er fjármálaráðherra um þessar mundir, skipar þrjá af fimm nefndarmönnum í fjármálaeftirlitsnefnd. Þorbjörg Sigríður segir, í samtali við Heimildina, að þetta skipulag standist illa skoðun: „Mér finnst þetta galið fyrirkomulag.“
Fjármálaeftirlitsnefndin er æðsta stjórnvald fjármálaeftirlits á Íslandi og ákveður meðal annars hvaða mál eru kærð til lögreglu, hversu háar sektir bankar eiga að greiða og hversu ítarlega greint er opinberlega frá sektarákvörðunum.
Fjármálaeftirlitið rannsakar nú aðkomu Íslandsbanka að útboði hlutabréfa ríkisins í bankanum í fyrra. Fjármálaráðherra heldur formlega séð á eignarhlutum íslenska ríkisins í fjármálafyrirtækjum og …
Athugasemdir (1)