Inga Kristjánsdóttir, rithöfundur og stjórnandi hlaðvarpsins Illverks, var átta ára þegar sjónvarpsþættirnir Sönn íslensk sakamál hófu göngu sína árið 2001. Hún mátti ekki horfa en man hversu spennt foreldrar hennar voru fyrir þáttunum. „Ég gleymi því aldrei þegar ég lá í rúminu mínu og heyrði stefið frammi, þetta dularfulla, óhugnanlega upphafsstef. Ég var svo forvitin og hlustaði með athygli á frásögn Sigursteins Mássonar, sem segir svo snilldarlega frá,“ segir Inga.
Það sem mamma hennar og pabbi vissu hins vegar ekki var að þættirnir voru endursýndir daginn eftir, þegar Inga var nýkomin heim úr skólanum en foreldrar hennar enn í vinnunni. „Þá sat ég sem fastast og horfði með mikilli athygli og það má eiginlega segja að ég sitji enn – Sönn íslensk sakamál náðu mér alveg,“ segir Inga. Í dag snýst líf hennar um sönn sakamál, ekki þó íslensk heldur aðallega erlend. Inga stjórnar hlaðvarpinu Illverk þar sem hún fjallar …
Athugasemdir (4)