Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gefandi að kafa ofan í illverk annarra

Inga Kristjáns­dótt­ir stalst til að horfa á Sönn ís­lensk saka­mál sem barn. Hún elsk­ar að skrifa, fræða og upp­lýsa og fékk út­rás fyr­ir ástríðu sinni á sönn­um saka­mál­um með því að stofna fyrsta saka­mála­hlað­varp­ið á ís­lensku. Þætt­ir henn­ar, Ill­verk, verða brátt 500 tals­ins og Ingu finnst fátt meira gef­andi en að kafa of­an í ill­verk annarra.

Gefandi að kafa ofan í illverk annarra
Illverk „Sakamál og allt sem er fjarri raunveruleika manns er virkilega áhugavert,“ segir Inga Kristjánsdóttir, stofnandi og stjórnandi sakamálahlaðvarpsins Illverks. Mynd: Heiða Helgadóttir

Inga Kristjánsdóttir, rithöfundur og stjórnandi hlaðvarpsins Illverks, var átta ára þegar sjónvarpsþættirnir Sönn íslensk sakamál hófu göngu sína árið 2001. Hún mátti ekki horfa en man hversu spennt foreldrar hennar voru fyrir þáttunum. „Ég gleymi því aldrei þegar ég lá í rúminu mínu og heyrði stefið frammi, þetta dularfulla, óhugnanlega upphafsstef. Ég var svo forvitin og hlustaði með athygli á frásögn Sigursteins Mássonar, sem segir svo snilldarlega frá,“ segir Inga. 

Það sem mamma hennar og pabbi vissu hins vegar ekki var að þættirnir voru endursýndir daginn eftir, þegar Inga var nýkomin heim úr skólanum en foreldrar hennar enn í vinnunni. „Þá sat ég sem fastast og horfði með mikilli athygli og það má eiginlega segja að ég sitji enn – Sönn íslensk sakamál náðu mér alveg,“ segir Inga. Í dag snýst líf hennar um sönn sakamál, ekki þó íslensk heldur aðallega erlend. Inga stjórnar hlaðvarpinu Illverk þar sem hún fjallar …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Sverrisson skrifaði
    Mjög Ģóðri grein og fróðleg að lesa um þessi mál eins þætti eins sem fjalla mjög viðkvæmu Mál sönn íslensk sakamál
    0
  • Jón Sverrisson skrifaði
    Mjög Ģóðri grein og fróðleg að lesa um þessi mál eins þætti eins sem fjalla mjög viðkvæmu Mál sönn íslensk sakamál
    0
  • Jón Sverrisson skrifaði
    Mjög Ģóðri grein og fróðleg að lesa um þessi mál eins þætti eins sem fjalla mjög viðkvæmu Mál sönn íslensk sakamál
    0
  • Jón Sverrisson skrifaði
    Mjög Ģóðri grein og fróðleg að lesa um þessi mál eins þætti eins sem fjalla mjög viðkvæmu Mál sönn íslensk sakamál
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
6
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár