Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1049. spurningaþraut: Hversu gömul er Vikan?

1049. spurningaþraut: Hversu gömul er Vikan?

Fyrri aukaspurning:

Árið 1987 var þessi glaða kona mynduð. Hún var þá á hátindi frægðar sinnar sem söngkona, leikkona og fyrirsæta. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Vinsæl bandarísk kvikmynd frá 1996 nefndist Þjóðhátíðardagur eða Independence Day. Um hvað fjallaði hún?

2.  Tékkneski landsliðsmaðurinn Jakub Jankto komst í fréttir fyrir örfáum vikum. Hann hefur leikið 45 landsleiki í fótbolta fyrir karlalið Tékka en af hverju komst hann í fréttirnar?

3.  Hvað gera slagæðar? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

4.  Vikan er komin í hóp elstu og virðulegustu tímarita landsins. Hvenær byrjaði Vikan að koma út? Var það 1788 — 1838 — 1888 — eða 1938?

5.  Argentínumenn eru frægir fyrir kjötútflutning. En hvernig kjöt flytja þeir aðallega út?

6.  Hvað kallast farartækið hovercraft á íslensku?

7.  Árið 1961 tók nýr maður við embætti Bandaríkjaforseta. Hvað hét hann?

8.  Nýstárlegt þótti að aldrei áður hafði maður tiltekins trúflokks náð þessu háa embætti. Hvaða trúflokkur var það?

9.  Árið 1983 kom út fyrsta ljóðabók ungs höfundar, Svarthvít axlabönd. Árið eftir kom sú næsta, Tvíbreitt (svig)rúm. Ljóðabækurnar eru síðan orðnar margar en fyrsta skáldsaga höfundar kom út 1987, Gangandi íkorni. Árið 2000 fékk höfundur Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir smásagnasafnið Gula húsið. Höfundurinn er ... hver?

10.  Odoacer eða Ódóvakar var herforingi einn sem tók sér konungsnafn í tilteknu landi árið 476 e.Kr. eftir að hafa velt fyrri valdhafa úr sessi. Í sjálfu sér var þetta ekki stórmál því svo margt gekk á þau misserin að ekki er víst að alþýðan hafi látið sig þetta miklu skipta, en í sögubókum þykir atburðurinn marka þáttaskil. Hvers vegna?

***

Seinni aukaspurning:

Af hverjum er myndin hér að neðan? Athugið að myndin er ekki öll þar sem hún er séð.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Innrás geimvera á Jörðu.

2.  Hann greindi frá því að hann væri samkynhneigður. Slík yfirlýsing frá atvinnufótboltakarli þykir enn verulega fréttnæm.

3.  Þær flytja blóð FRÁ hjarta út um líkamann.

4.  1938.

5.  Nautakjöt.

6.  Svifnökkvi.

7.  John F. Kennedy.

8.  Kaþólikkar.

9.  Gyrðir Elíasson.

10.  Vegna þess að Odoacer tók sér konungsnafn á Ítalíu og velti úr sessi síðasta keisara vesturrómverska ríkisins. Þar með var saga Rómaveldis í vestri ölll.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er danska filmstjarnan Brigitte Nielsen.

Á neðri myndinni er Adolf Hitler.

Myndina lét bandarísk leyniþjónustustofnun OSS útbúa í lok síðari heimsstyrjaldar og var hún ein nokkurra mynda sem áttu að gefa hermönnum Bandaríkjanna hugmynd um hvernig Hitler gæti litið út ef hann reyndi að dulbúast og komast undan. Myndin hér til hægri var sú sem leyniþjónustumenn höfðu til hliðsjónar þegar þeir útbjuggu myndina.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
2
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár