Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Íslenskir línumenn og -konur slá í gegn á Discovery

Áhafn­ir tveggja ís­lenskra línu­skipa eru í að­al­hlut­verki í þátt­un­um Ice Cold Catch sem sjón­varps­stöð­in Disco­very fram­leiddi og tekn­ir voru á mið­un­um fyr­ir norð­an og vest­an land í fyrra­vet­ur. Heim­ild­in ræddi við skip­stjór­ann á Páli Jóns­syni GK og breska há­set­ann, Caitlin Krause, sem reyndi fyr­ir sér á Ís­lands­mið­um.

Íslenskir línumenn og -konur slá í gegn á Discovery
Áhöfnin á Brosanum Áhöfnin á Páli Jónssyni GK stillir sér upp á mynd ásamt Caitlin Krause sem var munstruð í áhöfnina ásamt tökuliði Discovery síðastliðin vetur og fræðast má um í þáttunum Ice Cold Catch. Mynd: Úr einkasafni

Þótt starf sjómannsins sé alla jafna erfitt er puðið og fyrirhöfnin mismunandi eftir því hvaða veiðarfærum er beitt. Ein tegund veiðarfæra er meira spennandi en önnur. Þannig útskýrði vanur sjóhundur eitt sinn hversu illa honum var við netaveiðar með eftirfarandi sögu: Það væri svo leiðinlegur veiðiskapur, að jafnvel Jesús Kristur hefði gengið í land, í miðjum túr á Galíleuvatni. Með fylgdi svo sögunni, að guðssonurinn hefði meira að segja fúlsað við fari í land með línubát, af ótta við að um borð væri beitningarvél, sem hann þyrfti að taka vaktina á.

Svo erfið væri vinnan um borð í línubátum.

Líklegast er sagan hér að ofan lygi, þó að hún lýsi ágætlega viðhorfum sjómannsins sem sagði hana.  Jesús gekk heldur aldrei í land, heldur úr landi áleiðis um borð í bát lærisveinanna sem höfðu ætlað yfir Galíleuvatn en hreppt óvænt veður. En það er önnur saga. Rétt eins og sú af því hvernig yfirvöld sjávarútvegsmála leystu það að sami Jesús gerði þúsundir fiska úr tveimur. Dugði honum kvóti fyrir tveimur fiskum eða öllum fimm þúsund?

Áhöfninni á Páli Jónssyni GK, sem er önnur tveggja áhafna íslenska línuskipaflotans sem er í forgrunni raunveruleikasjónvarpsins Ice Cold Catch á sjónvarpsstöðinni Discovery, myndi seint líðast að koma í land með þúsund þorska, hafandi einungis kvóta fyrir tveimur. Þættirnir voru nýlega sýndir í Bandaríkjunum og víðar, en hafa verið aðgengilegir áskrifendum Stöðvar 2 síðan um áramót og vakið nokkra athygli.

Þættirnir hverfast um tvo landkrabba sem sendir eru til Íslands, þar sem þeir þurfa að sanna sig í hásetastörfum um borð í tveimur grindvískum línuskipum, Valdimari GK og Páli Jónssyni. Þættirnir byggja á vinsældum þáttanna Deadliest Catch, sem fjalla um baráttu krabbaveiðimanna á austurströnd Bandaríkjanna. Caitlin Krause, ung bresk kona, var annar þátttakenda í þættinum. Hún munstraði sig um borð í Pál Jónsson haustið 2021, í þeirri von að geta haldið og staðist þriggja vikna reynslutíma og þannig öðlast rétt til að róa áfram í mánuð í viðbót. Verðlaunin voru sannkallað slor, en vegleg: fleiri milljóna króna hásetahlutur á aflahæsta skipi vertíðarinnar.

„Þetta byrjaði þannig að vinkona mín taggaði mig við Facebook-póst þar sem auglýst var eftir nýliðum til að fara um borð í togara í sjónvarpsþætti,“ segir Caitlin Krause, í samtali við Heimildina. Hún ákvað að slá til, efins um að hún yrði fyrir valinu. Eftir að hafa verið kölluð í viðtal, og tvö til viðbótar, var henni boðið með. Eftir tafir vegna Covid kom svo kallið í september 2021.

„Geturðu komið til Íslands eftir mánuð?“ hefur Caitlin eftir símtalið frá framleiðendum þáttanna. Hún hafði í millitíðinni ákveðið að ná sér í réttindi til að starfa á sjó og farið úr því að vinna við rafsuðu í það að vera þerna um borð í lúxussnekkju sem sigldi um Miðjarðarhafið. Hvorugt þessara starfa hafi þó undiðbúið hana undir það sem beið hennar á bryggjunni á Skagaströnd mánuði eftir símtalið.

„Ég kom til Íslands tíu dögum fyrr og var síðan vakin einn morguninn, bundið fyrir augun á mér og síðan leyst frá,“ segir Caitlin sem kveðst hafa orðið fyrir áfalli þegar rann upp fyrir henni hvert og út í hvað hún væri nú komin. 

„Það munaði svo litlu að ég færi bara að gráta þar sem ég stóð þarna á bryggjunni og þetta risastóra skip blasti við mér.“

Í aðgerðCaitlin Krause með tvo væna þorska í takinu.

Lyktin, hávaðinn og allt þetta framandi umhverfi um borð var yfirþyrmandi. „Þarna var ég, rúmlega einn og fimmtíu á hæð, og allir hásetarnir risastórir og sterkir. Þegar ég labbaði upp landganginn, eftir að hafa verið sagt að um borð biði mín skipstjórinn með frekari fyrirmæli, sagði ég við sjálfa mig: Hvað ertu búinn að koma þér í, Caitlin? Ég hafði ekki hugmynd um hvern djöfulinn ég hafði komið mér út í. Ég vissi ekkert um hvað sneri upp eða niður á þessu veiðarfæri, hvað þá hvernig unnið væri með það eða yfirleitt þarna um borð.“ 

Á leiðinni út Húnaflóann um kvöldið var Caitlin sagt að eflaust færi best á því að hún reyndi að leggja sig fyrir vaktina sem hæfist klukkan fjögur að morgni næsta dags. 

„Um nóttina bankar Ingó vaktformaður hjá mér og segir mér að nú sé komið að þessu. Fyrsta verkið mitt var að taka afþíddan smokkfisk og raða í beitningarvél,“ segir hún og hryllir sig við tilhugsunina um fyrstu vaktina. Lyktin, lætin og hreyfingin á skipinu voru uppskrift að sjóveiki. Fyrstu vaktina stóð Caitlin því ýmist við beitningarvélina og raðaði smokkfiski eða við borðstokkinn og ældi.

„Þetta var agalegt og auðvitað gat ég ekki gert það sem mig langaði helst, að tilkynna þeim að þetta væri orðið ágætt en nú færi ég bara að hvíla mig,“ segir hún hlæjandi og prísar sig sæla að hafa losnað snemma við sjóveikina og ekki fundið fyrir henni þann tíma sem hún var í áhöfn Páls, þó vissulega hafi brælt hressilega. Um það hvernig svo gekk hjá Caitlin og kollega hennar á Valdimar er ekki rétt að upplýsa um frekar, fyrir þá sem ekki hafa séð þættina, sem hafa notið óvæntra vinsælda hér á landi.

Þegar Stöð 2 ákvað að taka þá til sýningar var til að mynda lítið gert af því að auglýsa þættina sérstaklega og því hafa vinsældir þeirra að sögn komið mjög á óvart.

Kafteinn Benni

Ice Cold Catch lýsa ekki eingöngu baráttu landkrabbanna við að fóta sig um borð í línubátunum íslensku. Í aðalhlutverkum eru einnig nokkrir áhafnarmeðlimir, og þá ekki síst hin brosmilda aflakló „captain Benni“, skipstjóri á Páli Jónssyni GK. Benedikt Páll Jónsson heitir skipstjórinn fullu nafni. Og, já, þeir eru nafnar skipstjórinn og skipið. Um tilurð þáttanna segir Benni, í samtali við Heimildina:

„Við vorum kallaðir á fund hjá útgerðinni einhverjum mánuðum áður og sagt að Discovery væri að falast eftir þessu. Við hefðum auðvitað getað neitað en við fundum það alveg að það var svona frekar ætlast til þess að við létum slag standa.“ 

Kafteinninn við rattið. Aflaklóin úr Arnarfirði, Benedikt Páll Jónsson, stuttu áður en lagt var í hann úr höfn í byrjun febrúar frá Skagaströnd.

Sjálfum leist Benna vel á hugmyndina og eftir samræður við karlana um borð hafi verið ákveðið að slá til.

„Eðlilega voru menn mishrifnir af því að vera þátttakendur í sjónvarpsþætti og sumir báðu um að vera ekki í mynd, sem var bara sjálfsagt og eitthvað sem framleiðendurnir samþykktu.“ Benni segist hafa litið á þættina sem tækifæri til að gefa fólki, ekki síst hér á Íslandi, smá innsýn inn í lífið til sjós. 

„Það hefur orðið mikil breyting og þetta starf svolítið að fjarlægjast okkur, frá því sem var þegar þetta var það sem allir ungir menn horfðu helst til að gera, eins og þegar ég var að alast upp.“ Samstarfið við tökuliðið og framleiðendurna þann tíma sem á tökum stóð segir hann hafa gengið vel.

„Það er auðvitað hellings álag að fá allt í einu tveggja manna tökulið um borð, sem stendur yfir okkur svo að segja allan sólarhringinn. Það þurfti auðvitað að gera smá tilfæringar hér hjá okkur um borð en það tókst allt saman. Við fengum líka ágætis innsýn í hversu mikil vinna er á bak við svona sjónvarpsupptökur. Álagið var ekki síst á tökumennina. Maður dáðist alveg að því hvað þeir, eða öllu heldur þær, stóðu sig vel.“

Keypti sinn eigin Pál Jónsson

Skipstjórinn á Páli segist ánægður með útkomuna. Þættirnir virðast líka fara vel í landann og spyrjast vel út. Gamlir sjóhundar og landkrabbar í bland, segja honum að þeir hafi fest yfir þáttunum og baráttu Benna og hans fólks við dyntótt veður og veiði á miðunum. En líka baráttunni um bleyðuna, veiðisvæðin.

Og um hásetann, landkrabbann Caitlin, segir Benni:

„Hún stóð sig alveg djöfull vel. Það verður líka að segjast að ég hafði ekki mikla trú á þessari písl sem mætti um borð. En ég var líka með það í huga að oft hefur það gerst að þessir stóru og sterku eru oft þeir sem gefast fyrst upp, á meðan hinir sem líta kannski ekki út fyrir að vera til stórræðanna endast miklu betur í þessum störfum um borð. Og það átti sannarlega við um hana.“

Það er á þeim báðum að heyra að milli Caitlin og áhafnarinnar hafi myndast gott vinasamband. Caitlin sjálf lýsir áhöfninni eins og einni stórri fjölskyldu. Sem hún er að vissu leyti bókstaflega. Til að mynda eru þrír synir Benna skipstjóra í áhöfninni. En þar fyrir utan sé áhöfnin samstillt og virðing borin fyrir hverjum og einum um borð.

Caitlin og Páll IICaitlin nýtti hásetahlutinn eftir vertíðina á Páli GK meðal annars til þess að kaupa sér þennan húsbíl. Bílinn nefndi hún PJ eftir upphafsstöfum línubátsins grindvíska.

„Áhöfnin á Páli er svolítið eins og ein stór fjölskylda sem ég gekk bara inn í og hugsaði rosalega vel um mig. Og þá á ég ekki við að þeir hafi hlíft mér við störfunum um borð eða gefið mér einhvern afslátt af vinnunni, alls ekki,“ segir Caitlin. Hún segist hafa orðið mjög meðvituð um það að á henni hvíldi umfram pressa, að standa sig. Áskorun sem hún kveðst hafa tekið.

„Ég kveið því ekkert sérstaklega að fara að vinna á svona karlavinnustað, ég hafði alveg verið eina stelpan á stórum karlavinnustað áður. Ég var mjög meðvituð um það strax í upphafi að ég væri þarna stelpan í þættinum og ég hugsaði oft um það að ég mætti hvorki slá slöku við eða gefast upp því það yrði mögulega notað til þess að afgreiða alla kvenþjóðina sem ófæra um að sinna þessu starfi. Það hjálpaði helling, þegar ég var við það að bugast, sem ég var auðvitað oft, enda er þessi vinna erfið og aðstæðurnar enn erfiðari. Og ég vil að konur og stelpur horfi á þetta og sjái að úr því að ég gat staðist þessar vikur þarna um borð, geti þær það.“

Caitlin segist halda sambandi við áhöfnina eftir veruna um borð í fyrravetur. Á meðan hefur hún komið sér fyrir um borð í nýjum Páli Jónssyni, þar sem hún er sjálf við stýrið. 

„Ég keypti mér  húsbíl, sem gefur mér tækifæri til að ferðast og skoða heiminn. Ég fór til að mynda til Wales í síðasta mánuði og ferðaðist um í bílnum, það var frábært. Ég nefndi bílinn PJ, eftir Páli Jónssyni,“ segir hún. Aðspurð um hvort vinsældir þáttanna, eftir sýningu þeirra víða um heim, hafi fært henni frægð og frama: „Ég hef bætt við mig einhverjum 300 fylgjendum á Instagram, það er nú allt og sumt,“ segir hún glettin um viðbrögðin og kveðst vel tilbúin í aðra þáttaröð af Ice cold catch. „Ég væri alveg til í sumarvertíð núna, þó ekki nema til að sjá dagsljósið aðeins,“ sagði Caitlin Krause, fyrrverandi háseti á Páli Jónssyni GK í samtali við Heimildina.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
10
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár