Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1047. spurningaþraut: Hvað heitir stærsta marðardýrið á íslensku?

1047. spurningaþraut: Hvað heitir stærsta marðardýrið á íslensku?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða stað má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Homarus gammarus heitir dýrategund ein sem flestum þykir bragðgóð. Hún heldur sig fyrst og fremst í Evrópu eða öllu heldur við eða nálægt Evrópu. Hér þekkjum við hins vegar eingöngu undirtegundina Nephrops norvegicus. Hvaða dýr er þetta?

2.  Hvað heitir söngkonan sem gerði garðinn frægastan með hljómsveitinni Todmobile?

3.  Áður hafði sama söngkona hins vegar verið í annarri hljómsveit sem ættuð var frá Vestfjörðum. Þar tók hún við söngnum af Helga Björnssyni. Hvað hét hljómsveitin?

4.  Hvað heitir myntin sem notuð er í Ástralíu?

5.  Árið 1995 féllu snjóflóð á tvo bæi á Vestfjörðum með hörmulegum afleiðingum. Hvaða bæir voru það? Nefna þarf báða.

6.  Árið 1613 komst ný keisaraætt til valda í Rússlandi. Hvað nefndist ættin?

7.  Hvaða forseti Bandaríkjanna fyrirskipaði að kjarnorkusprengjum skyldi varpað á tvær borgir í Japan?

8.  Við hvaða stöðuvatn stendur Reykjahlíð?

9.  Kerling telst vera 10. hæsta fjall á Íslandi, 1.538 metra hátt. Hvar er Kerling svona nokkurn veginn?

10. Wolverine heitir á ensku rándýr eitt á stærð við hund sem býr í öllum norðlægum löndum en hefur þó aldrei þekkst á Íslandi. Þetta er stærsta dýrið af marðarætt sem til er í heimi hér og heitir hvað á íslensku?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða heita karlarnir tveir á myndinni hér að neðan?

***

Aðalspurningasvör:

1.  Humar.

2.  Andrea Gylfadóttir.

3.  Grafík.

4.  Dollar.

5.  Súðavík og Flateyri.

6.  Romanov.

7.  Truman.

8.  Mývatn.

9.  Í Eyjafirði. Á Tröllaskaga telst líka rétt.

10.  Jarfi.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Holmenkollen skíðastökkpallurinn í Noregi.

Á neðri myndinni eru Deng leiðtogi Kína og Carter forseti Bandaríkjanna. Hafa þarf bæði rétt.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár