Fyrri aukaspurning:
Hvaða stað má sjá á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Homarus gammarus heitir dýrategund ein sem flestum þykir bragðgóð. Hún heldur sig fyrst og fremst í Evrópu eða öllu heldur við eða nálægt Evrópu. Hér þekkjum við hins vegar eingöngu undirtegundina Nephrops norvegicus. Hvaða dýr er þetta?
2. Hvað heitir söngkonan sem gerði garðinn frægastan með hljómsveitinni Todmobile?
3. Áður hafði sama söngkona hins vegar verið í annarri hljómsveit sem ættuð var frá Vestfjörðum. Þar tók hún við söngnum af Helga Björnssyni. Hvað hét hljómsveitin?
4. Hvað heitir myntin sem notuð er í Ástralíu?
5. Árið 1995 féllu snjóflóð á tvo bæi á Vestfjörðum með hörmulegum afleiðingum. Hvaða bæir voru það? Nefna þarf báða.
6. Árið 1613 komst ný keisaraætt til valda í Rússlandi. Hvað nefndist ættin?
7. Hvaða forseti Bandaríkjanna fyrirskipaði að kjarnorkusprengjum skyldi varpað á tvær borgir í Japan?
8. Við hvaða stöðuvatn stendur Reykjahlíð?
9. Kerling telst vera 10. hæsta fjall á Íslandi, 1.538 metra hátt. Hvar er Kerling svona nokkurn veginn?
10. Wolverine heitir á ensku rándýr eitt á stærð við hund sem býr í öllum norðlægum löndum en hefur þó aldrei þekkst á Íslandi. Þetta er stærsta dýrið af marðarætt sem til er í heimi hér og heitir hvað á íslensku?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða heita karlarnir tveir á myndinni hér að neðan?
***
Aðalspurningasvör:
1. Humar.
2. Andrea Gylfadóttir.
3. Grafík.
4. Dollar.
5. Súðavík og Flateyri.
6. Romanov.
7. Truman.
8. Mývatn.
9. Í Eyjafirði. Á Tröllaskaga telst líka rétt.
10. Jarfi.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Holmenkollen skíðastökkpallurinn í Noregi.
Á neðri myndinni eru Deng leiðtogi Kína og Carter forseti Bandaríkjanna. Hafa þarf bæði rétt.
Athugasemdir