Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1045. spurningaþraut: Synir Jóns Arasonar, hvað hétu þeir?

1045. spurningaþraut: Synir Jóns Arasonar, hvað hétu þeir?

Aukaspurning hin fyrri:

Hver er svona kátur?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða heimsálfu lifa bavíanar nær eingöngu?

2.  Hvað heita blóðflokkarnir fjórir sem blóði okkar er skipt í? Við látum plús og mínus liggja milli hluta í þetta sinn.

3.  Í hvaða ríki er Yucatan-skagi fyrst og fremst?

4.  Suður af skaganum eru tvö ríki. Hvað heita þau? Það dugar að önnur uppástunga ykkar sé rétt.

5.  Kristín Einarsdóttir er nú formaður í félagi einu. Með henni í stjórn eru Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir varaformaður, ritari er Hjálmar Jónsson, gjaldkeri er Þuríður Backman og meðstjórnandi Valgerður Sverrisdóttir. Sennilega eru eða gætu verið á hverjum tíma eitthvað 100-200 manns í félaginu og á nokkurra ára fresti bætast mismargir sjálfkrafa við. Hvaða félag skyldi þetta vera? 

6.  Jón Arason biskup á Hólum átti fjóra syni. Tveir þeirra voru hálshöggnir með honum. Hvað hétu þeir? Bæði nöfnin verða að vera rétt.

7.  En Jón átti líka tvo aðra syni. Báðir voru þeir prestar á einu frægu og miklu prestssetri sem er í Aðaldal inn af Skjálfandaflóa, þó ekki samtímis, heldur hvor á fætur öðrum. Á prestssetrinu er gamall bær sem hefur verið lengi í umsjón Þjóðminjasafnsins. Hvaða prestssetur er þetta?

8.  En hvað hétu þessir tveir synir Jóns biskups sem þarna voru prestar? Hér dugar að nefna annan til að fá stig.

9.  Hávaxinn Svíi, ættaður sunnan frá Balkanskaga, er enn að spila fótbolta þótt orðinn sé fertugur. Hann hefur unnið mörg afrek og auk þess kunnur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið. Hvað heitir hann?

10.  Hvað heitir þjóðarleikvangur Englendinga í fótbolta?

***

Aukaspurning sú seinni:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríku. Þeir þekkjast reyndar á Arabíuskaga sem tilheyrir Asíu.

2.  A, B, O og AB.

3.  Mexíkó.

4.  Gvatemala og Belís.

5.  Félag fyrrverandi alþingismanna.

6.  Björn og Ari.

7.  Grenjaðarstaður.

8.  Magnús og Sigurður. Annað nafnið dugar sem sagt.

9.  Zlatan.

10.  Wembley.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Múmínpabbi. Múmínsnáðinn er að sjálfsögðu ekki rétt.

Á neðri myndinni er Kamala Harris.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu