Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1045. spurningaþraut: Synir Jóns Arasonar, hvað hétu þeir?

1045. spurningaþraut: Synir Jóns Arasonar, hvað hétu þeir?

Aukaspurning hin fyrri:

Hver er svona kátur?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða heimsálfu lifa bavíanar nær eingöngu?

2.  Hvað heita blóðflokkarnir fjórir sem blóði okkar er skipt í? Við látum plús og mínus liggja milli hluta í þetta sinn.

3.  Í hvaða ríki er Yucatan-skagi fyrst og fremst?

4.  Suður af skaganum eru tvö ríki. Hvað heita þau? Það dugar að önnur uppástunga ykkar sé rétt.

5.  Kristín Einarsdóttir er nú formaður í félagi einu. Með henni í stjórn eru Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir varaformaður, ritari er Hjálmar Jónsson, gjaldkeri er Þuríður Backman og meðstjórnandi Valgerður Sverrisdóttir. Sennilega eru eða gætu verið á hverjum tíma eitthvað 100-200 manns í félaginu og á nokkurra ára fresti bætast mismargir sjálfkrafa við. Hvaða félag skyldi þetta vera? 

6.  Jón Arason biskup á Hólum átti fjóra syni. Tveir þeirra voru hálshöggnir með honum. Hvað hétu þeir? Bæði nöfnin verða að vera rétt.

7.  En Jón átti líka tvo aðra syni. Báðir voru þeir prestar á einu frægu og miklu prestssetri sem er í Aðaldal inn af Skjálfandaflóa, þó ekki samtímis, heldur hvor á fætur öðrum. Á prestssetrinu er gamall bær sem hefur verið lengi í umsjón Þjóðminjasafnsins. Hvaða prestssetur er þetta?

8.  En hvað hétu þessir tveir synir Jóns biskups sem þarna voru prestar? Hér dugar að nefna annan til að fá stig.

9.  Hávaxinn Svíi, ættaður sunnan frá Balkanskaga, er enn að spila fótbolta þótt orðinn sé fertugur. Hann hefur unnið mörg afrek og auk þess kunnur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið. Hvað heitir hann?

10.  Hvað heitir þjóðarleikvangur Englendinga í fótbolta?

***

Aukaspurning sú seinni:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afríku. Þeir þekkjast reyndar á Arabíuskaga sem tilheyrir Asíu.

2.  A, B, O og AB.

3.  Mexíkó.

4.  Gvatemala og Belís.

5.  Félag fyrrverandi alþingismanna.

6.  Björn og Ari.

7.  Grenjaðarstaður.

8.  Magnús og Sigurður. Annað nafnið dugar sem sagt.

9.  Zlatan.

10.  Wembley.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Múmínpabbi. Múmínsnáðinn er að sjálfsögðu ekki rétt.

Á neðri myndinni er Kamala Harris.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
3
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár