Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1044. spurningaþraut: Nokkur pör af pörum röðuðu sér hér upp

1044. spurningaþraut: Nokkur pör af pörum röðuðu sér hér upp

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan er frægt söngpar. Hvað hétu þau? Hafa þarf bæði nöfnin rétt.

***

Aðalspurningar:

1.  Arnes Pálsson hét maður. Hann var um tíma í slagtogi með frægu pari í Íslandssögunni. Hvað hétu þau?

2.  Jules Winnfield og Vincent Vega nefnist heldur ólánlegt par í frægri bandarískri bíómynd frá 1994. Þar eiga þeir langar og ítarlegar samræður um merkisfyrirbæri eins og ostborgara milli þess sem þeir fremja ýmsa glæpi, enda óþokkamenn hinir verstu, þótt klæddir séu afar borgaralegum jakkafötum. Hvað heitir bíómyndin?

3.  En hvaða leikarapar lék þá félaga?

4.  Í hvaða vinsælu íslensku bókum kemur við sögu parið Karólína spákona og vinnudýrið Tommi maðurinn hennar?

5.  Flest líffæri í mannslíkamanum eru ein í sinni röð en fern líffæri koma þó í pörum. (Hér eru augu og eyru ekki talin með  þó strangt til tekið teljist þau líka líffæri.) Þar af eru tvenn sem allir menn hafa, óháð kyni. Hver eru þau?

6.  En hver eru hin pörin tvö?

7.   Sanjó Pansa var helmingur af frægu pari í heimsbókmenntunum. Hver var hinn?

8.  Hvað þýðir par í golfi?

9.  Hvaða hönd í póker er næst fyrir ofan „par“ að styrkleika?

10.  Þeir Adam Clayton og Larry Mullen mynda hrynparið (bassa og trommur) í frægri rokkhljómsveit. Hvað heitir hljómsveitin?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr eru þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eyvindur og Halla.

2.  Pulp Fiction.

3.  John Travolta og Samuel L. Jackson léku félagana.

Vincent Vega og Jules Winnfield

4.  Eyjabókum Einars Kárasonar.

5.  Nýru og lungu.

6.  Eistu og eggjastokkar.

7.   Don Kíkóti.

8.  Sá höggafjöldi sem stjórnendur golfvallar hafa ákveðið fyrirfram að góður golfleikari ætti að ná við hverja holu.

9.  Tvö pör.

10.  U2.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd eru Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason.

Á neðri myndinni eru ljón.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu