Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1044. spurningaþraut: Nokkur pör af pörum röðuðu sér hér upp

1044. spurningaþraut: Nokkur pör af pörum röðuðu sér hér upp

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan er frægt söngpar. Hvað hétu þau? Hafa þarf bæði nöfnin rétt.

***

Aðalspurningar:

1.  Arnes Pálsson hét maður. Hann var um tíma í slagtogi með frægu pari í Íslandssögunni. Hvað hétu þau?

2.  Jules Winnfield og Vincent Vega nefnist heldur ólánlegt par í frægri bandarískri bíómynd frá 1994. Þar eiga þeir langar og ítarlegar samræður um merkisfyrirbæri eins og ostborgara milli þess sem þeir fremja ýmsa glæpi, enda óþokkamenn hinir verstu, þótt klæddir séu afar borgaralegum jakkafötum. Hvað heitir bíómyndin?

3.  En hvaða leikarapar lék þá félaga?

4.  Í hvaða vinsælu íslensku bókum kemur við sögu parið Karólína spákona og vinnudýrið Tommi maðurinn hennar?

5.  Flest líffæri í mannslíkamanum eru ein í sinni röð en fern líffæri koma þó í pörum. (Hér eru augu og eyru ekki talin með  þó strangt til tekið teljist þau líka líffæri.) Þar af eru tvenn sem allir menn hafa, óháð kyni. Hver eru þau?

6.  En hver eru hin pörin tvö?

7.   Sanjó Pansa var helmingur af frægu pari í heimsbókmenntunum. Hver var hinn?

8.  Hvað þýðir par í golfi?

9.  Hvaða hönd í póker er næst fyrir ofan „par“ að styrkleika?

10.  Þeir Adam Clayton og Larry Mullen mynda hrynparið (bassa og trommur) í frægri rokkhljómsveit. Hvað heitir hljómsveitin?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr eru þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eyvindur og Halla.

2.  Pulp Fiction.

3.  John Travolta og Samuel L. Jackson léku félagana.

Vincent Vega og Jules Winnfield

4.  Eyjabókum Einars Kárasonar.

5.  Nýru og lungu.

6.  Eistu og eggjastokkar.

7.   Don Kíkóti.

8.  Sá höggafjöldi sem stjórnendur golfvallar hafa ákveðið fyrirfram að góður golfleikari ætti að ná við hverja holu.

9.  Tvö pör.

10.  U2.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd eru Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason.

Á neðri myndinni eru ljón.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár