Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1044. spurningaþraut: Nokkur pör af pörum röðuðu sér hér upp

1044. spurningaþraut: Nokkur pör af pörum röðuðu sér hér upp

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni hér að ofan er frægt söngpar. Hvað hétu þau? Hafa þarf bæði nöfnin rétt.

***

Aðalspurningar:

1.  Arnes Pálsson hét maður. Hann var um tíma í slagtogi með frægu pari í Íslandssögunni. Hvað hétu þau?

2.  Jules Winnfield og Vincent Vega nefnist heldur ólánlegt par í frægri bandarískri bíómynd frá 1994. Þar eiga þeir langar og ítarlegar samræður um merkisfyrirbæri eins og ostborgara milli þess sem þeir fremja ýmsa glæpi, enda óþokkamenn hinir verstu, þótt klæddir séu afar borgaralegum jakkafötum. Hvað heitir bíómyndin?

3.  En hvaða leikarapar lék þá félaga?

4.  Í hvaða vinsælu íslensku bókum kemur við sögu parið Karólína spákona og vinnudýrið Tommi maðurinn hennar?

5.  Flest líffæri í mannslíkamanum eru ein í sinni röð en fern líffæri koma þó í pörum. (Hér eru augu og eyru ekki talin með  þó strangt til tekið teljist þau líka líffæri.) Þar af eru tvenn sem allir menn hafa, óháð kyni. Hver eru þau?

6.  En hver eru hin pörin tvö?

7.   Sanjó Pansa var helmingur af frægu pari í heimsbókmenntunum. Hver var hinn?

8.  Hvað þýðir par í golfi?

9.  Hvaða hönd í póker er næst fyrir ofan „par“ að styrkleika?

10.  Þeir Adam Clayton og Larry Mullen mynda hrynparið (bassa og trommur) í frægri rokkhljómsveit. Hvað heitir hljómsveitin?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða dýr eru þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eyvindur og Halla.

2.  Pulp Fiction.

3.  John Travolta og Samuel L. Jackson léku félagana.

Vincent Vega og Jules Winnfield

4.  Eyjabókum Einars Kárasonar.

5.  Nýru og lungu.

6.  Eistu og eggjastokkar.

7.   Don Kíkóti.

8.  Sá höggafjöldi sem stjórnendur golfvallar hafa ákveðið fyrirfram að góður golfleikari ætti að ná við hverja holu.

9.  Tvö pör.

10.  U2.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd eru Ellý Vilhjálms og Ragnar Bjarnason.

Á neðri myndinni eru ljón.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu