Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1043. spurningaþraut: „Þú þarft stærri bát“

1043. spurningaþraut: „Þú þarft stærri bát“

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan sést hluti af frægu málverki eftir ... hvern?

***

Aðalspurningar:

1.  „You're gonna need a bigger boat.“ Í hvaða bandarísku bíómynd heyrðust þessi orð fyrst?

2.  Í hvaða Evrópulandi voru á dögum kalda stríðsins reist 700.000 neðanjarðarbyrgi til að verjast loftárásum, eitt fyrir hverja fjóra íbúa af íbúum landsins? Þeir voru þá greinilega ekki mjög margir, þótt tortryggni valdhafa væri mikil.

3.  Hvað heitir áin sem markar stóran hluta af landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó?

4.  En í hvaða núverandi ríki Bandaríkjanna varð mikið gullæði um miðja 19. öld?

5.  Í hvaða bæjarfélagi á Íslandi starfar íþróttafélagið Stjarnan?

6.  Hvaða stjórnmálamaður varð félagsmálaráðherra 2007 en varð síðar forsætisráðherra?

7.  Hver er þriðji breiðasti fjörður eða flói eða vík eða vogur landsins? Svo er landafræðistig fyrir að giska rétt á hve breiður hann er við mynnið. Engin skekkjumörk eru gefin þar!

8.  Hvaða orkumannvirki á Íslandi framleiðir mesta raforku?

9. Hvaða mannvirki eru frægust í Giza?

10.  „Here's looking at you, kid.“ Í hvaða bandarísku bíómynd heyrðust þessi orð fyrst?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefnist þessi brú?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jaws. 

„You're gonna need a bigger boat.“

2.  Albaníu.

3.  Rio Grande.

4.  Kaliforníu.

5.  Garðabæ.

6.  Jóhanna Sigurðardóttir.

7.  Húnaflói. Og hann er 40 kílómetrar á breidd milli Gjögurs og Skaga.

8.  Kárahnjúkavirkjun, rúmar 4.800 gígavattstundir á ári 2020.

9.  Pýramídarnir.

10.  Casablanca.

„Here's looking at you, kid.“

***

Svör við aukaspurningum:

Málverkið málaði Velázquez.

Brúin heitir Brooklyn-brú.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár