Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1042. spurningaþraut: Hver er nú þetta?!

1042. spurningaþraut: Hver er nú þetta?!

Fyrri aukaspurning á við myndina hér að ofan:

Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var forseti Bandaríkjanna 2001-2009?

2.  Hversu margir íbúar búa í höfuðstað Grænlands, Nuuk? Hér má skeika 4.000 til eða frá.

3.  Hvað hét Nuuk áður en grænlenskt nafn var tekið upp?

4.  Fyrir réttum 20 árum kom út fyrsta sólóplata tónlistarmanns sem áður hafði tilheyrt vinsælu tríói. Platan hét Dangerously in Love en hver var og er tónlistarmaðurinn?

5.  Hvaða Íslendingur hefur leikið flesta leiki í ensku Úrvalsdeildinni í karlaflokki?

6.  Í hvaða landi eru Vosgesa-fjöllin aðallega?

7.  Women Talking er ein þeirra kvikmynda sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins 2022. Myndin er jafnframt tilnefnd til sömu verðlauna fyrir handrit unnið upp úr öðru efni. Íslendingar hefðu svo gjarnan vijað að myndin fengi eina Óskarsverðlaunatilnefningu enn. Hverja þá og hvers vegna?

8.  Þær skammstafanir sem notaðar eru um frumefni í lotukerfinu er mjög oft auðþekkjanlegar af enskum heitum frumefnanna. O stendur fyrir oxygen (súrefni), He fyrir helíum, Al fyrir aluminium o.s.frv. Frumefni nr. 80 er hins vegar skammstafað Hg. Svo vill til að hvorugan bókstafinn — h eða g — er að finna hvorki í ensku eða íslensku nafni frumefnisins. Hvaða frumefni er skammstafað Hg?

9.  Í enskri tungu gildir nákvæmlega það sama um næsta frumefni á undan í lotukerfinu, númer 79. Það er skammstafað Au en hvorki a né u er að finna í ensku heiti frumefnisins. Eitt u er hins vegar í íslensku nafni þess. Hvaða frumefni er Au?

10.  Hringbraut átti upphaflega að ná í hring utan um Reykjavík. En í hvaða evrópsku stórborg er hið upprunalega Ringstrasse sem var á sinn hátt fyrirmynd af Hringbraut?

***

Seinni aukaspurning:

En hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  George W. Bush. Sá yngri af Bush-feðgum, sem sé.

2.  Þar búa því sem næst 19.000 manns skv. Wikipedíu svo rétt telst vera 15 til 23 þúsund.

3.  Godthåb.

4.  Beyconcé.

5.  Hermann Hreiðarsson.

6.  Frakklandi.

7.  Hildur Guðnadóttir hefði mátt vera tilnefnd fyrir tónlistina.

8.  Kvikasilfur — hydragyrum á latínu.

9.  Gull — aurum á latínu.

10.  Vínarborg.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Litli prinsinn, söguhetja Antoine de Saint-Exupéry. 

Á neðri myndinni er David Bowie.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MB
    Magnús Bjarnason skrifaði
    Ath: Frumefnin eru nefnd á vísindamálinu latínu, sem var gilt fram yfir miðja 20. ölf.
    Kynna sér latínu það er málið.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár