Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1041. spurningaþraut: Hér er lárviðarstig með eikarlaufum og stjörnu í boði!!

1041. spurningaþraut: Hér er lárviðarstig með eikarlaufum og stjörnu í boði!!

Fyrri aukaspurning:

Hluti af plakati hvaða bíómyndar má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver orti: „Mjög erum tregt tungu at hræra ...“ — Svo er lárviðarstig með eikarlaufum og stjörnu fyrir að muna næstu þrjú orð kvæðisins.

2.  En hver telja flestir að sé höfundur þessa: „Þó að kali heitan hver, / hylji dali jökull ber, / steinar tali og allt hvað er, / aldrei skal ég gleyma þér.“

3. Hvaða leikkona leikur aðalhlutverkið í myndinni Napóleonsskjölin?

4. Árið 1997 var hinn frægi Hamlet á fjölum Þjóðleikhússins. Hlutverkið lék tæplega þrítugur leikari sem hafði unnið hvern leiksigurinn af öðrum árin á undan og hefur síðan haldið stöðu sinni sem einn vinsælasti karlleikari þjóðarinnar. Hann heitir ... hvað?

5. Á miðöldum þurfti fólk í Evrópu að ganga með klingjandi bjöllu á sér ef það þjáðist af ákveðnum sjúkdómi til að vara heilbrigt fólk við. Hvaða sjúkdómur var talinn svo hættulegur?

6.  Í hvaða landi er Sixtínska kapellan?

7.  Í hvaða trúarbrögðum er Bodhi-tréð sagt heilagt?

8.  Ferruccio Lamborghini (1916-1993) hét ítalskur athafnamaður sem varð frægur fyrir að framleiða tiltekna vöru sem þótti og þykir enn einkar vönduð. Hvaða vara er það?

9. Lamborghini gat farið að einbeita sér að fyrrnefndum fína varningi eftir að komið vel undir sig fótunum með því að framleiða skylda en þó allt öðruvísi vöru. Segjum "groddalegri" þó það sé ekki endilega rétt lýsing á hinum dugmikla varningi. Hverjar voru þessar fyrstu framleiðsluvörur Lamborghinis?

10.  Hvað heitir söngkonan sem vann Idol Stjörnuleit á Stöð 2 fyrir fáeinum vikum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða hljómsveit má sjá hér? Myndin er frá 2000.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Egill Skallagrímsson orti, eða einhver í hans stað. Næstu þrjú orð eru: „... eða loftvætt ljóðpundara.“ Sumir hafa lært "loftvægi" í stað "loftvætt" og ég gef rétt fyrir það líka!

2.  Skáld-Rósa, Vatnsenda-Rósa.

3.  Vivian Ólafsdóttir.

4.  Hilmir Snær.

5.  Holdsveiki.

6. Vatíkaninu.

7.  Búddisma.

8.  Sportbílar.

9.  Traktorar.

10.  Saga Matthildur.

***

Svör við aðaspurningum:

Skjáskotið er af plakati myndarinnar Alien.

Athugið að „Aliens“ er að sjálfsögðu alvitlaust svar!

Neðri myndin er af XXX Rottweilerhundum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
1
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu