Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1040. spurningaþraut: Hér snýst allt um töluna 40!

1040. spurningaþraut: Hér snýst allt um töluna 40!

Þessi þemaþraut snýst um töluna 40.

Fyrri aukaspurning:

Konan á myndinni hér að ofan myndi halda upp á 40 ára afmæli sitt í september ef hún væri enn á meðal vor. Hún hét ...

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrir 40 árum fékk Pólverji einn friðarverðlaun Nóbels. Hvað heitir hann?

2.  Hvað gerðist fréttnæmast á Íslandi þann 10. maí 1940?

3.  Fyrir réttum 40 árum fór blað eitt að koma út á íslensku. Fram að því höfðu landsmenn helst þekkt það á dönsku. Hvaða blað var það?

4.  Borgarnes, Grindavík, Hveragerði, Sandgerði og Þorlákshöfn.  Þessir þéttbýlisstaðir eru allir í 40 kílómetra fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur og er þá miðað við beina loftlínu. Og þó — einn þessara staða er ögn lengra frá miðbæ Reyjavíkur en hinir, eða 44-45 kílómetra. Hver af stöðunum fimm ætli það sé?

5.  Mikið uppistand varð fyrir 40 árum þegar breska blaðið The Times tilkynnti að það hefði komist yfir dagbækur frægs einstakings sem enginn vissi til hefði haldið dagbækur. Þetta varð mikil sneypuför fyrir blaðið því sérfræðingar sáu strax í hendi sér að dagbækurnar voru falsaðar. En hver var frægi einstaklingurinn sem átti að hafa haldið dagbækurnar?

6.  Hvað nefnist 40 ára brúðkaupsafmæli: a) Perlubrúðkaup — b) Postulínsbrúðkaup — c) Rúbínbrúðkaup — d) Sykurbrúðkaup — e) Tinbrúðkaup?

7.  Fyrir réttum 40 árum var frumsýnd 3ja kvikmyndin í myndaröðinni Star Wars. Hvað hét sú mynd?

8.  Vinsælasta íslenska kvikmyndin fyrir 40 árum var hrollvekja sem Egill Eðvarðsson leikstýrði og þau Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sigurðarson léku aðalhlutverk í. Hvað hét myndin?

9.  Hver var fertugasti forseti Bandaríkjanna: a) Franklin Roosevelt — b) John F. Kennedy — c) Ronald Reagan — d) Barack Obama? (Athugið að einn forsetinn á 19. öld, sem varð forseti tvívegis, er hér talinn tvisvar eins og títt er vestanhafs.)

10.  Fyrir réttum 40 árum, 1983, gaf efnileg rokkhljómsveit út plötu sem sló rækilega í gegn. Síðasta lagið á plötunni hét einmitt 40 — en er reyndar oft kallað How Long. Hvaða hljómsveit var þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hún heldur upp á fertugsafmælið sitt á morgun. Hún heitir ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Wałęsa.

2.  Innrás Breta á Ísland.

3.  Andrés Önd.

4.  Borgarnes.

5.  Hitler.

6.  Rúbinbrúðkaup.

7.  Return of the Jedi.

8.  Húsið.

9.  Reagan.

10.  U2. Hér er lagið:

U2 syngja og leika 40 fyrir 40 árum við Red Rock í Colorado.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Amy Winehouse.

Á neðri myndinni er Björt Ólafsdóttir fyrrum þingmaður og ráðherra.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár