Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Afleit grein til að búa til störf og góð lífskjör fyrir Íslendinga í framtíðinni“

Pró­fess­or í hag­fræði seg­ir ekki hægt að byggja hag­vöxt á lág­launa­grein eins og ferða­þjón­ustu í há­launa­landi eins og Ís­landi.

„Afleit grein til að búa til störf og góð lífskjör fyrir Íslendinga í framtíðinni“
Ferðamenn Ferðaþjónustan tók hratt við sér eftir kórónuveirufaraldurinn og fjöldi ferðamanna sem heimsóttu Ísland í fyrra var um 1,7 milljónir. Mynd: Skjáskot/RÚV

„Ferðaþjónusta er láglaunagrein í hálaunalandi.“ Þetta skrifar Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, í grein sem birtist í nýjustu útgáfu Vísbendingar sem kom út í dag. 

Þar bendir hann á að íslenska hagkerfið, sem hafi einhver bestu lífskjör í heimi, stefni á að byggja hagvöxt á vexti ferðaþjónustu sem kalli á vinnuafl sem getur keppt við vinnuafl í ferðaþjónustu erlendis. Sá vandi hafi verið „leystur“ með innflutningi á vinnuafli sem fær þá oftast greitt samkvæmt lágum launatöxtum. „Þessi mótsögn kemur nú fram m.a. í þeim verkföllum sem nú hafa skollið hafa á. Tilraunir stjórnmálanna árið 2014 að leggja hóflegt gjald á erlenda ferðamenn runnu út í sandinn vegna mótmæla ferðaþjónustunnar en eftir standa skattaívilnanir sem örva vöxt ferðaþjónustu og er nú búist við 2 milljónum ferðamanna til landsins í ár.“

Gylfi segir að ferðaþjónustan sé góð aukagrein, og jafnvel góð byggðastefna, en afleit grein til að búa til störf og góð lífskjör fyrir Íslendinga í framtíðinni. „Líklegt er að þróunin gæti orðið sú að þúsundir erlendra ríkisborgara flytji til landsins á ári hverju og innfæddir flytji þá til útlanda í leit að betri störfum.“ 

Erlendir ríkisborgarar sem búa hérlendis eru nú orðnir rúmlega 65 þúsund. Þeim fjölgaði meira í fyrra en nokkru sinni áður á einu ári og fjöldi þeirra hefur rúmlega þrefaldast á ellefu árum. Gylfi segir að vegna ört breytilegrar samsetningar þjóðarinnar sé mikilvægt að huga að því hvernig börnum innflytjenda, fyrstu kynslóðar Íslendingum, vegnar. „Ýmislegt bendir til þess að fyrstu kynslóðar Íslendingum vegni verr í skólakerfinu en börnum innfæddra. Það er mikilvægt að kanna málin og reyna að koma í veg fyrir að til verði stór hópur einstaklinga sem finnst þeir hafa skert tækifæri í þjóðfélaginu.“

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu með því að smella á þennan hlekk.

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PH
    Pétur Hilmarsson skrifaði
    Gott hjá Gylfa. Til viðbótar við það sem kemur fram í þessari grein þá er rétt að benda á að ferðmennska veldur gríðarlegri þenslu á fasteignamarkaði vegna airbnb og þörfinni að hýsa þá tugþúsundir starfsmanna sem greinin hefur flutt inn í landið. Ef ekki væri fyrir greinina þá væri mun betra ástand á íbúðamarkaði.
    Ferðamennska er mjög viðkvæm grein ef eitthvað kemur upp. Hryðjuverk, stríð, farsóttir, náttúruhamfarir valda greininni reglulega mun meiri búsifjum en flestum öðrum atvinnugreinum. Ríkið mun stöðugt verða með skuldabagga vegna einhverra slíkra mála, hver er þá gróðinn?
    Síðan eru umhverfismálin ef menn ætla að taka loftslagsmálin alvarlega þá verður einfaldlega að horfast í augu við það að massatúrismi á stað eins og Íslandi gengur ekki upp. Það er ekki hægt að komast hingað nema með þeim ferðamátum sem hafa langmest kolefnispor, þ.e. flug og skemmtiferðaskip.
    En hvað er hægt að gera, t.d. að leggja á mjög mjög há komugjöld sem yrðu reiknuð m.a. útfrá kolefnisspori þ.a. farþegi í einkaþotu greiddi mun hærra gjald en farþegi í áætlunarflug. Það væri síðan hægt að vera með ferðastyrki fyrir þá sem væru með búsetu á íslandi líkt og gert er fyrir fólk út á landi með innanlandsflug.
    2
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Gylfi veit hvað hann syngur. Til landsins streymir verkafólk en menntafólk úr landi. Viðskiptahallinn í mannauði er aldrei tekinn með í reikninginn, þegar þjóðarbúskapurinn er gerður upp. Er hræddur um að margir fengju duglegt svimakast við það uppgjör.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
6
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár