Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Afleit grein til að búa til störf og góð lífskjör fyrir Íslendinga í framtíðinni“

Pró­fess­or í hag­fræði seg­ir ekki hægt að byggja hag­vöxt á lág­launa­grein eins og ferða­þjón­ustu í há­launa­landi eins og Ís­landi.

„Afleit grein til að búa til störf og góð lífskjör fyrir Íslendinga í framtíðinni“
Ferðamenn Ferðaþjónustan tók hratt við sér eftir kórónuveirufaraldurinn og fjöldi ferðamanna sem heimsóttu Ísland í fyrra var um 1,7 milljónir. Mynd: Skjáskot/RÚV

„Ferðaþjónusta er láglaunagrein í hálaunalandi.“ Þetta skrifar Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, í grein sem birtist í nýjustu útgáfu Vísbendingar sem kom út í dag. 

Þar bendir hann á að íslenska hagkerfið, sem hafi einhver bestu lífskjör í heimi, stefni á að byggja hagvöxt á vexti ferðaþjónustu sem kalli á vinnuafl sem getur keppt við vinnuafl í ferðaþjónustu erlendis. Sá vandi hafi verið „leystur“ með innflutningi á vinnuafli sem fær þá oftast greitt samkvæmt lágum launatöxtum. „Þessi mótsögn kemur nú fram m.a. í þeim verkföllum sem nú hafa skollið hafa á. Tilraunir stjórnmálanna árið 2014 að leggja hóflegt gjald á erlenda ferðamenn runnu út í sandinn vegna mótmæla ferðaþjónustunnar en eftir standa skattaívilnanir sem örva vöxt ferðaþjónustu og er nú búist við 2 milljónum ferðamanna til landsins í ár.“

Gylfi segir að ferðaþjónustan sé góð aukagrein, og jafnvel góð byggðastefna, en afleit grein til að búa til störf og góð lífskjör fyrir Íslendinga í framtíðinni. „Líklegt er að þróunin gæti orðið sú að þúsundir erlendra ríkisborgara flytji til landsins á ári hverju og innfæddir flytji þá til útlanda í leit að betri störfum.“ 

Erlendir ríkisborgarar sem búa hérlendis eru nú orðnir rúmlega 65 þúsund. Þeim fjölgaði meira í fyrra en nokkru sinni áður á einu ári og fjöldi þeirra hefur rúmlega þrefaldast á ellefu árum. Gylfi segir að vegna ört breytilegrar samsetningar þjóðarinnar sé mikilvægt að huga að því hvernig börnum innflytjenda, fyrstu kynslóðar Íslendingum, vegnar. „Ýmislegt bendir til þess að fyrstu kynslóðar Íslendingum vegni verr í skólakerfinu en börnum innfæddra. Það er mikilvægt að kanna málin og reyna að koma í veg fyrir að til verði stór hópur einstaklinga sem finnst þeir hafa skert tækifæri í þjóðfélaginu.“

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu með því að smella á þennan hlekk.

Kjósa
56
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PH
    Pétur Hilmarsson skrifaði
    Gott hjá Gylfa. Til viðbótar við það sem kemur fram í þessari grein þá er rétt að benda á að ferðmennska veldur gríðarlegri þenslu á fasteignamarkaði vegna airbnb og þörfinni að hýsa þá tugþúsundir starfsmanna sem greinin hefur flutt inn í landið. Ef ekki væri fyrir greinina þá væri mun betra ástand á íbúðamarkaði.
    Ferðamennska er mjög viðkvæm grein ef eitthvað kemur upp. Hryðjuverk, stríð, farsóttir, náttúruhamfarir valda greininni reglulega mun meiri búsifjum en flestum öðrum atvinnugreinum. Ríkið mun stöðugt verða með skuldabagga vegna einhverra slíkra mála, hver er þá gróðinn?
    Síðan eru umhverfismálin ef menn ætla að taka loftslagsmálin alvarlega þá verður einfaldlega að horfast í augu við það að massatúrismi á stað eins og Íslandi gengur ekki upp. Það er ekki hægt að komast hingað nema með þeim ferðamátum sem hafa langmest kolefnispor, þ.e. flug og skemmtiferðaskip.
    En hvað er hægt að gera, t.d. að leggja á mjög mjög há komugjöld sem yrðu reiknuð m.a. útfrá kolefnisspori þ.a. farþegi í einkaþotu greiddi mun hærra gjald en farþegi í áætlunarflug. Það væri síðan hægt að vera með ferðastyrki fyrir þá sem væru með búsetu á íslandi líkt og gert er fyrir fólk út á landi með innanlandsflug.
    2
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Gylfi veit hvað hann syngur. Til landsins streymir verkafólk en menntafólk úr landi. Viðskiptahallinn í mannauði er aldrei tekinn með í reikninginn, þegar þjóðarbúskapurinn er gerður upp. Er hræddur um að margir fengju duglegt svimakast við það uppgjör.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
5
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár