Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1035. spurningaþraut: Fjórtán hlutlaus ríki

1035. spurningaþraut: Fjórtán hlutlaus ríki

Fyrri aukaspurning:

Hver á þennan hund?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hafa íþróttaliðin New England Patriots og Pittsburgh Steelers unnið oftar en önnur íþróttalið?

2.  Hvaða land vann Eurovision-keppnina í fyrra?

3.  Ingibjörg H. Bjarnason settist fyrst kvenna á Alþingi fyrir 100 árum. En hún var brautryðjandi á fleiri sviðum. 1892 hafði hún lokið prófi í tiltekinni grein, fyrst kvenna, og hóf síðan kennslu í greininni í Reykjavík fyrir börn og ungar stúlkur. Hvað kenndi hún?

4.  Annar brautryðjandi í hópi kvenna var Geirþrúður Hildur Bernhöft sem lauk fyrst kvenna prófi í tiltekinni grein árið 1945 þótt hún tæki síðan aldrei við starfi af því tagi sem þessi menntun hennar kallaði á. Það liðu enn áratugir þar til kona tók slíkt djobb að sér. Hvað lærði Geirþrúður Hildur?

5.  Ólafur Þór Hauksson heitir maður sem gegnir mikilvægu starfi í samfélaginu þótt ekki láti hann mikið á sér bera persónulega. Hvað starfar hann?

6.  Sú var tíð að vísindamenn ímynduðu sér að mannkynið skiptist snyrtilega í þrjá „kynþætti“. Löngu er komið í ljós að allt það fimbulfamb var og er þvættingur einn, en við hvað var „hvíti kynþátturinn“ kenndur samkvæmt þessum kenningum? — og er orðið reyndar oft notað enn yfir hvítt fólk af evrópskum uppruna.

7.  Wisława Szymborska var ljóðskáld sem fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1996. Hún lést 2012. Hverrar þjóðar var Szymborska?

8.  Guðjón Valdimarsson skaust fram í sviðsljósið á síðasta ári í tengslum við ákveðið mál og var víst ekki ánægður með athyglina. Hvað fékkst Guðjón við sem vakti athygli á honum?

9.  Aðeins 14 sjálfstæð ríki voru hlutlaus alla síðari heimsstyrjöldina. Þar af voru 11 í Evrópu að einhverju eða öllu leyti. Nefnið 8 þeirra til að fá stig. Ef þið hafið öll 11 fáiði hlutleysisstig!

10.  Aðeins þrjú sjálfstæð hlutlaus ríki voru utan Evrópu en þá verður að hafa í huga að stórir heimshlutar voru í greipum evrópskra nýlenduvelda. En hver voru þessi þrjú hlutlausu ríki? Vitanlega dugar að nefna eitt!

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá leikkonuna Kirsten Dunst í hlutverki sínu sem ... hver?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ofurskálina, Superbowl.

2.  Úkraína.

3.  Hún lauk prófi í leikfimi og kenndi síðan dans og leikfimi, svo hvort tveggja dans og leikfimi eru rétt.

4.  Guðfræði.

5.  Hann er héraðssaksóknari.

6.  Kákasusfjöll.

7.  Pólsk.

8.  Byssusölu.

9.  Hlutlausu Evrópuríkin voru Svíþjóð, Írland, Spánn, Portúgal, Sviss, Tyrkland, Andorra, Monaco, Liechtenstein, San Marino og Vatíkanið.

10.  Sádi Arabía, Jemen og Afganistan.

***

Svör við aukaspurningum:

Andrés Önd og frændur hans þrír eiga hundinn þó hann birtist ekki í hverri sögu um þá.

Kirsten Dunst var að leika Marie Antoinette Frakkadrottningu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Kosningarnar eru ástæða þess að áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst
6
FréttirAlþingiskosningar 2024

Kosn­ing­arn­ar eru ástæða þess að áfram verð­ur hægt að nýta sér­eign skatt­frjálst

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir að núna nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar sé erfitt fyr­ir starf­andi rík­is­stjórn og þing­ið að taka um­deild­ar ákvarð­an­ir, jafn­vel þó þær yrðu til góða fyr­ir land og þjóð. Það er ástæð­an fyr­ir því að ver­ið er að fram­lengja al­menna heim­ild til skatt­frjálsr­ar nýt­ing­ar sér­eign­ar­sparn­að­ar núna á loka­metr­um þings­ins. „Ég ætla ekk­ert að setj­ast í það dóm­ara­sæti,“ seg­ir Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son spurð­ur hvort hon­um þyki óá­byrgt af flokk­um að hafa sett mál­ið á dag­skrá í kosn­inga­bar­átt­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár