Í fyrsta sinn frá því að vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins voru skilgreind í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins árið 2015 hefur eitt sveitarfélag á svæðinu nú neitað tillögu annars sveitarfélags um útvíkkun vaxtarmarkanna, en öll sveitarfélögin hafa í reynd neitunarvald gagnvart hinum í þessum efnum.
Bæjarstjórnin í Kópavogi ákvað á fundi í janúar að hafna tillögum nágrannasveitarfélagsins Garðabæjar um breytt vaxtarmörk, sem Garðabær hafði reynt að fá samþykktar á vettvangi svæðisskipulagsnefndar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH).
Iðnaðarhverfi fer öfugt í Kópavogsbúa
Garðabær vill nýta land bæjarins í Rjúpnahlíð, þar sem í dag er að mestu óbyggt svæði, undir nýtt athafnahverfi fyrir plássfreka starfsemi, meðal annars atvinnufyrirtæki á borð við verkstæði, smáiðnað og ýmis plássfrek fyrirtæki og hefur kynnt áform um að breyta aðalskipulagi bæjarins í þá veru.
Svæðið sem um ræðir er hins vegar utan skilgreindra vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins, en þau mörk verða einungis víkkuð út með samhljóða samþykki allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Tillaga Garðbæinga um …
Athugasemdir