Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þarf tvöfalt meira grunnvatn en allt höfuðborgarsvæðið

Kalda­vatns­notk­un í Reykja­vík nem­ur um 700 lítr­um á sek­úndu, en fyr­ir­hug­að verk­efni Car­bfix í Straums­vík, þar sem dæla á millj­ón­um tonna af kolt­ví­sýr­ing of­an í berg­lög­in, þarf að sækja um 2.500 lítra á hverri sek­úndu í grunn­vatns­straum svæð­is­ins. Straums­vík­ur­straum­ur­inn er öfl­ug­ur, en op­in­ber­ar stofn­an­ir segja vatnstök­una vanda­sama.

Þarf tvöfalt meira grunnvatn en allt höfuðborgarsvæðið
Straumsvík Stefnt er að því að leiða koltvísýring í leiðslum frá geymslutönkum við Straumsvíkurhöfn og dæla honum svo niður í jörðina ásamt ógrynni af vatni. Mynd: Wikipedia

Áform fyrirtækisins Carbfix um að dæla milljónum tonna af koltvísýringi sem fluttur verður til Íslands frá erlendum iðnfyrirtækjum niður í jörðina við Straumsvík í Hafnarfirði, fá blendin viðbrögð frá opinberum stofnunum og náttúruverndarhópum. Ýmsum spurningum var varpað fram í umsögnum sem bárust nýlega til Skipulagsstofnunar vegna matsáætlunar verkefnisins, ekki síst hvað gífurmikla vatnsþörf verkefnisins varðar.

Áform Carbfix og Coda Terminal, dótturfélagsins sem stofnað hefur verið utan um verkefnið í Straumsvík, ganga út á að flytja inn koltvísýring frá iðnaði í Evrópu í gasformi með skipum og dæla honum í geymslutanka við hafnarbakkann í Straumsvíkinni. Úr geymslutönkunum á svo að veita gasinu um lagnir að borholum handan Reykjanesbrautarinnar, þar sem því verður blandað við vatn og í kjölfarið dælt 300-700 metra niður í bergið. Þar á koltvísýringurinn að bindast bergi með varanlegum hætti og þá er tilgangnum náð, komið í veg fyrir að koltvísýringurinn fari út í andrúmsloftið og stuðli að …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tryggvi Þorsteinsson skrifaði
    Hvaða hálfvitar geta leyft sér að leyfa þennsn ósóma og spreða besta vatni í heimi í þetta rugl. Gullgrafarar ætla sér að græða á stórhættulegum mengunarskít frá öðrum löndum. Nú er ekkert verið að hugsa um umhverfissporin sem stjórnmálamönnum er svo hjartnæmt að blása upp ef almenningur ætlar að fljúga eða aka bíl ewn að flytja svona iðnaðardrullu um langan veg er allt í lagi . Hvað ef þetta sleppur út í milklu magni þá verður gríðarlegt umhverfisslys og það á þéttbýlissvæði. Ekki gott fyrir fólk að anda þessu gasi að sér. Gæti jafnvel drepið eða stórskaðað alla sjallana í Garðabæ meira að segja þó svo þeim sé skítsama um hafnfirðingana ef þeir ná að menga og græða.
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Má ekki láta misvitra gullgrafara(sem nóg er af í þorpinu og sækja í stjórnmálin) fara með náttúru landsins ferskvatnsauðlindir og fleira til helvítis, þetta er líka virkt eldfjallasvæði sem þeir vilja fara að hræra í og synd að spreða öllu þessu ferskvatni í svona vitleisu. Aukaverkanir af þessu á Hellisheiði eru m.a jarðskjálftar sem hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu