Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þarf tvöfalt meira grunnvatn en allt höfuðborgarsvæðið

Kalda­vatns­notk­un í Reykja­vík nem­ur um 700 lítr­um á sek­úndu, en fyr­ir­hug­að verk­efni Car­bfix í Straums­vík, þar sem dæla á millj­ón­um tonna af kolt­ví­sýr­ing of­an í berg­lög­in, þarf að sækja um 2.500 lítra á hverri sek­úndu í grunn­vatns­straum svæð­is­ins. Straums­vík­ur­straum­ur­inn er öfl­ug­ur, en op­in­ber­ar stofn­an­ir segja vatnstök­una vanda­sama.

Þarf tvöfalt meira grunnvatn en allt höfuðborgarsvæðið
Straumsvík Stefnt er að því að leiða koltvísýring í leiðslum frá geymslutönkum við Straumsvíkurhöfn og dæla honum svo niður í jörðina ásamt ógrynni af vatni. Mynd: Wikipedia

Áform fyrirtækisins Carbfix um að dæla milljónum tonna af koltvísýringi sem fluttur verður til Íslands frá erlendum iðnfyrirtækjum niður í jörðina við Straumsvík í Hafnarfirði, fá blendin viðbrögð frá opinberum stofnunum og náttúruverndarhópum. Ýmsum spurningum var varpað fram í umsögnum sem bárust nýlega til Skipulagsstofnunar vegna matsáætlunar verkefnisins, ekki síst hvað gífurmikla vatnsþörf verkefnisins varðar.

Áform Carbfix og Coda Terminal, dótturfélagsins sem stofnað hefur verið utan um verkefnið í Straumsvík, ganga út á að flytja inn koltvísýring frá iðnaði í Evrópu í gasformi með skipum og dæla honum í geymslutanka við hafnarbakkann í Straumsvíkinni. Úr geymslutönkunum á svo að veita gasinu um lagnir að borholum handan Reykjanesbrautarinnar, þar sem því verður blandað við vatn og í kjölfarið dælt 300-700 metra niður í bergið. Þar á koltvísýringurinn að bindast bergi með varanlegum hætti og þá er tilgangnum náð, komið í veg fyrir að koltvísýringurinn fari út í andrúmsloftið og stuðli að …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Tryggvi Þorsteinsson skrifaði
    Hvaða hálfvitar geta leyft sér að leyfa þennsn ósóma og spreða besta vatni í heimi í þetta rugl. Gullgrafarar ætla sér að græða á stórhættulegum mengunarskít frá öðrum löndum. Nú er ekkert verið að hugsa um umhverfissporin sem stjórnmálamönnum er svo hjartnæmt að blása upp ef almenningur ætlar að fljúga eða aka bíl ewn að flytja svona iðnaðardrullu um langan veg er allt í lagi . Hvað ef þetta sleppur út í milklu magni þá verður gríðarlegt umhverfisslys og það á þéttbýlissvæði. Ekki gott fyrir fólk að anda þessu gasi að sér. Gæti jafnvel drepið eða stórskaðað alla sjallana í Garðabæ meira að segja þó svo þeim sé skítsama um hafnfirðingana ef þeir ná að menga og græða.
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Má ekki láta misvitra gullgrafara(sem nóg er af í þorpinu og sækja í stjórnmálin) fara með náttúru landsins ferskvatnsauðlindir og fleira til helvítis, þetta er líka virkt eldfjallasvæði sem þeir vilja fara að hræra í og synd að spreða öllu þessu ferskvatni í svona vitleisu. Aukaverkanir af þessu á Hellisheiði eru m.a jarðskjálftar sem hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár