Áform fyrirtækisins Carbfix um að dæla milljónum tonna af koltvísýringi sem fluttur verður til Íslands frá erlendum iðnfyrirtækjum niður í jörðina við Straumsvík í Hafnarfirði, fá blendin viðbrögð frá opinberum stofnunum og náttúruverndarhópum. Ýmsum spurningum var varpað fram í umsögnum sem bárust nýlega til Skipulagsstofnunar vegna matsáætlunar verkefnisins, ekki síst hvað gífurmikla vatnsþörf verkefnisins varðar.
Áform Carbfix og Coda Terminal, dótturfélagsins sem stofnað hefur verið utan um verkefnið í Straumsvík, ganga út á að flytja inn koltvísýring frá iðnaði í Evrópu í gasformi með skipum og dæla honum í geymslutanka við hafnarbakkann í Straumsvíkinni. Úr geymslutönkunum á svo að veita gasinu um lagnir að borholum handan Reykjanesbrautarinnar, þar sem því verður blandað við vatn og í kjölfarið dælt 300-700 metra niður í bergið. Þar á koltvísýringurinn að bindast bergi með varanlegum hætti og þá er tilgangnum náð, komið í veg fyrir að koltvísýringurinn fari út í andrúmsloftið og stuðli að …
Athugasemdir (2)