Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafði sam­band við Að­al­stein Leifs­son og bað hann um að huga að ör­yggis­kerfi á heim­ili sínu. Ekki var um að ræða við­bragð við beinni hót­un.

Greiningardeildin taldi öryggi ríkissáttasemjara ógnað
Brimrót Mikið hefur gengið á í kjaraviðræðum undanfarnar vikur. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari hefur staðið í hringiðju þess ats. Mynd: RÚV

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hafði samband við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara fyrir skömmu og upplýstu hann um að talið væri líklegt að ógn steðjaði að öryggi hans. Þetta staðfestir Aðalsteinn í samtali við Heimildina en lagði áherslu á að ekki hafi verið um að ræða upplýsingar um beina hótun gegn honum eða fjölskyldu hans og ekki væri því ástæða fyrir hann að óttast um öryggi sitt eða heimilisfólks síns.

„Greiningardeildin hafði samband við mig og þar var rætt um að ég hugaði að öryggiskerfi á heimili mínu. Ég vil að það komi skýrt fram að ekki var um að ræða viðbragð eða upplýsingar um beina hótun í minn garð eða fjölskyldu minnar. Ég hef ekki ástæðu til að efast um öryggi heimilisins eftir þetta samtal en geri hins vegar eðlilegar ráðstafanir í samræmi við þær leiðbeiningar sem ég fékk,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Heimildina. 

Áður hafði verið greint frá því að búið væri að ráða öryggisvörð til starfa á skrifstofum Ríkissáttasemjara. Það mun hafa verið gert eftir að starfsmenn embættisins urðu fyrir áreiti.

Ekki að ásaka einn eða neinn

Aðalsteinn segist leggja áherslu á að hann sé ekki að ásaka einn eða neinn þeirra sem deiluaðila sem nú takast á í kjaraviðræðum um að eiga aðild eða bera ábyrgð á því að nú skuli hafa verið hert á öryggisráðstöfunum, hjá embættinu og honum persónulega. Harkan í deilunni og orðræðan á samfélagsmiðlum og víðar, hefur þó ekki farið framhjá honum.

„Jú ég hef auðvitað orðið var mjög harða orðræðu sem hefur auðvitað verið óþægileg fyrir mig en ekki síður mína nánustu. Ég held hins vegar að nú sé verkefnið að landa þessum deilum. Það er mitt hlutverk. Hins vegar velti ég því upp hvort við ættum kannski mögulega að setjast aðeins yfir það, þegar þessu verkefni lýkur, að skoða hvort og hvernig umræða þróaðist í tengslum við þessara kjaraviðræður og hvort það sé eitthvað sem við kærum okkur um að verði vaninn.“

Greiningardeildin vill ekki tjá sig

Í samtali við Heimildina sagði Runólfur Þórhallsson, yfirmaður greiningardeildar, aðspurður um til hvaða aðgerða embætti ríkislögreglustjóra hefði gripið vegna mats deildarinnar á öryggisógn í garð Aðalsteins að hann vildi ekki tjá sig um málið yfir höfuð. „Við höfum ekki hingað til tjáð okkur um öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum, og munum ekki gera það á næstunni.“ Þegar Runólfur var spurður enn frekar um hvers eðlis sú ógn sem talin væri steðja að Aðalsteini væri gaf hann sama svar, að embættið myndi ekki tjá sig frekar um málið.

Morgunblaðið greindi frá því 2. febrúar síðastliðinn að það hefði heimildir fyrir því að öryggisgæsla í húsnæði ríkissáttasemjara hefði verið aukin, og hefði það, eftir því sem næst yrði komist, verið gert eftir að hatursfull ummæli og jafnvel ógnandi hefðu farið að birtast á samfélagsmiðlum. Spurður hvort embætti ríkislögreglustjóra hefði komið að málum við þá auknu öryggisgæslu svaraði Runólfur: „Svarið sem Morgunblaðið fékk frá okkur var að lögregla hefði ekki komið að neinni útfærslu á öryggisráðstöfunum í starfsstöðvum ríkissáttasemjara.“

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er ástæða þess að öryggisgæsla var aukin í húsnæði ríkissáttasemjara upplýsingar þær sem greiningardeildin kynnti Aðalsteini um mögulega ógn við öryggi hans. Embætti ríkislögreglustjóra kemur hins vegar ekki að þeirri auknu gæslu.

Ríkissáttasemjari hefur sætt mikilli gagnrýni, einkum af hálfu Eflingarfélaga, eftir að hann lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu stéttarfélagsins og Samtaka atvinnulífsins. Hefur sú gagnrýni bæði komið fram af hálfu forsvarsmanna Eflingar en einnig af hálfu almennra félaga, og þá á samfélagsmiðlum. Efling hefur þannig farið formlega fram á að Aðalsteinn víki sæti í deilunni. Telur stéttarfélagið að ríkissáttasemjari hafi brotið gegn samráðsskyldu og stjórnsýsluframkvæmd með framlagningu miðlunartillögunnar, að hann dragi taum Samtaka atvinnulífsins í deilunni, að samskipti hans við, og tilmæli til, Eflingar hafi verið misvísandi og að málshöfðun embættisins á hendur Eflingu sé fordæmalaus og framganga hans harkaleg.

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Aðabjörn B Sverrissons skrifaði
    Það kom bein hótun um að skaða Sólveigu Önnu en engin greiningardeild vaknaði
    Það var skotið á bíl borgarstjóra en greiningardeildin svaf enn betur
    Það var talað illa um sáttasemjara og greiningardeildin vaknaði upp með andfælum.
    1
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Auðvaldið sér vel um sína.
    0
  • Viðar Magnússon skrifaði
    Greiningar deildin virðast bara að embættismenn séu þess verðugir að hljóta vermd hef ekki orðið var við áhyggjur þeirra vegna þeirrar orðræðu sem hefur verið um Sólveigu Önnu
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár